Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 29
Ferðadagbók Astæðan til þess að ég fór niður í þessar dauðra grafir, 24 km á lengd að mér var sagt, var sú, að ég vildi forvitnast um beinin, sem ég hélt að þarna væri sneisafullt af í öllum vegglægjum, útskotum, hillum og kompum; um þetta vildi ég forvitnast hvernig það væri saman sett í grind, hvernig liðamót tengd, hve margir hryggjarliðirnir, hve mörg rifin, o.s.frv., hvort nokkur þessarra fornkristnu manna mundi jafn fríður í gröf sinni sem herra Páll í steinkistunni í Skálholti. En ó vei, það var þá búið að taka öll beinin burtu, fjarlægja þau eins og sagt er núna, ekki urmull eftir af þessum beinum sem svo heilög eru að þar sem þau hafa legið í hart- nær 2000 ár, má ekki hljóð heyrast sem úr mannsbarka kemur. Hver gerði þennan grikk? Skyldi það hafa verið páfinn? Þrátt fyrir helgi staðarins var ekki nokkur helgi innan í mér hvar sem ég gáði meðan ég var að paufast sjúk og hrum um þessar ójöfnur og studdi mig margt fólk, heldur var ég að hugsa um þann voða, sem mæta mundi villtum manni í þessu svartamyrkri, þar sem aldrei sér glætu af ljósi til að fara eftir, en gangarnir í þessu völundarhúsi 24 km á lengd, og auðvelt að detta, en illt að standa uppréttur lengi án þess að hrasa. Moldin er mjúk og það er engin leið að deyja af því að detta. En sá sem villist í katakombu, hann á voðalega bágt. Fyrst hrópar hann og kallar en enginn ansar; síðan hættir hann að geta kallað, sálin ókyrr- ist, hvað heilagur sem staðurinn er og hve trúaður maðurinn; samt verður hann myrkfælinn, angistin bugar hann, hann sofnar ekki fyrir hræðslu, ærist, tryllist, deyr. Svona hefði farið fyrir mér ef enginn hefði verið til að passa mig, því þá hefði ég álpast út í myrkrið og aldrei fundist; helgi staðarins hefði ekki gagnað mér neitt, enginn hefði saknað mín, einsömul hefði ég mátt heyja mitt stríð . . . Sixtusarkapella í nærfellt sextíu ár hafði ég þreyð að fá að sjá Sixtusarkapellu, því ég hélt að málverkin í henni gerðu flest önnur málverk að engu og er þó ýmislegt til sem lítandi er við. Stundum varð þessi þrá vond, eins og þrá er alltaf, því ég hélt að ég hefði farið á mis við eitthvað sem ekki mátti fara á mis við. Tímar liðu fram, óralangir, og aldrei fékk ég að sjá inn í hús þetta svo frægt að ekki eru önnur hús frægari. Góður maður gaf mér myndir af myndum þessum, hálfilla prent- 235
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.