Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 33
Ferðadagbók Aldir liðu fram (mig minnir þær séu sextíu), og regn og vindar gnauð- uðu um fjöllin, surfu þau og skerm, en fróður maður sagði mér að lista- verk héldi mætti sínum og fegurð, þvínær hvernig sem farið væri með það, og jafnvel þó það yrði að engu. Eins heldur vond mynd áfram að vera til ama, hvar sem auga nemur hennar ljótleik, og líklega þó hún verði að engu. En fjöllin Appennínafjöll, þau fríkka við að sverfast, og efst á þeim er mannabyggð, því þar er flatt land, sorfið ofan af keilinum, og ná ekki steypiregn að hrella gróðurinn, steypa undan honum, svo sem hér gerðist, þegar kindur landnemanna fóru að bíta burt grasið við efsm mörk gróðurs; þá veitti það góða gras elcki lengur viðnám gegn óvinum hans, steypiregni og vindum, og kjarrþekjan flettist af og er nú svo komið sem komið er. Capri Þegar Guð skapaði eyjuna Capri, þá sem kennd er við villisvín þau sem þar lifðu áður en menn komu þangað, þá átti hann lítið til af efni og ekki nema afganga, enda var hann þá nýbúinn að gera Appennínafjöllin, einhver lengstu fjöll í heimi og orðinn þreytmr í höndunum af þessu þrekvirki, og urðu Capri-eyjar si svona hálf böggulslegar í laginu, enda af ekki góðu efni gerðar, hörðum og hrjúfum kalksteini — sambreysk- ingur, álíka ólánlegar og Staparnir á Snæfellsnesi, þessi óprýði Islands. Þetta líkaði ekki Guði, og á einu sínu svifi yfir eyjaklasanum, umkringdur vættum sínum eða genii, gnúði hann saman gómum vísifingurs og þumal- fingurs og lét detta yfir þær mosa og skófir og gorkúlur til að lífga þær upp, og ekki líkaði honum enn, og í næsm lotu gnúði hann bemr og lét detta pálmafræ og alóu og fræ allra þeirra skrautlegustu jurta sem hann átti, en engan arfa, og hafa þær verið arfalausar síðan. Gnægð gaf hann þeim af sólskini og góðu veðri með stórum regnskúrum til að lífga og hressa gróðurinn, leit svo yfir þetta og sýndist eitthvað vanta, en það var þá liturinn á sjónum sem ekki féli eins vel við litinn á eyjun- um sem skapari þeirra vildi hafa, svo hann breytti honum og síðan hefur Miðjarðarhafið farið Capri jafn vel sem Capri Miðjarðarhafinu. Þetta síðasta gerði hann ekki með því að núa saman gómunum, heldur með nokkrum sviffljómm handatiltektum: og sjá, á allt hafið kom sá blámi, sem bláasmr er. Ollum jurmm á Capri þykir gaman að lifa því enginn arfi angrar þær. 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.