Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 52
Tímarit Máls og menningar — Jú, einu sinni hafði ég dálitla trú á..., en það var nú alveg öfgalaust: ég sá fyrir mér ljóðlínu eða vissar málsgreinar sem efnivið í leik að sam- ræðum eða afbrigðum. Svo nennti ég þessu ekki. Það er trúa mín að öllu skipti, hvað bærist að baki orðanna; og þessar hræringar getur maður orðið var við þrátt fyrir orðin. Eins og ég sagði, er Jorge Luis Borges nýbúinn að vera um tíma í Banda- ríkjunum. Ur þeirri för kemur hann ekki allskostar ánægður. — Ég hef uppgötvað, að það finnst ekki nokkur maður í Bandaríkjun- um, sem les. Stúdentar lesa reyndar það, sem kennarar þeirra uppáleggja þeim. Ég var að ræða við hóp stúdenta í Ríkisháskólanum í Michigan. Þá kemur Bernard Shaw til tals, og ég var spurður hver hann væri. Þetta er nú ótrúlegt! Einn sagðist hafa séð á leiksviði „Salorné" eftir Oscar Wilde og hafði eitthvað yfir úr því, en rak svo í rogastans, þegar ég sagði honum, að þarna væri á ferðinni temað í dauða San Juan Bautista. Hann hafði ekki áttað sig á þessu. — Gæti hugsast að sjónrænir fjölmiðlar eigi sök á þessum glomp- um? — Það gæti borið sig. Þeir híma inni hjá sér yfir útvarpi eða sjónvarpi — eða þá íþróttabraukið! Argentínska lýðveldið er ekki neitt sérstakt, en vera má, að við séum aðeins fróðari en þeir. I annað skipti barst talið að svifgörðum Babilons: enginn kannaðist við þá. Þessir hlutir, sem allir eiga að þekkja — Sjö furðuverk heimsins o. fl. — eru óþekkt. — Grunninn vantar. — Það er eins og vinur minn Roldona segir: „Þá skortir undirskilning- inn“. Mér detmr í hug piltur, sem sagði við mig: „Nú er það doktorsprófið og síðan hyggst ég helga mig lestri“. Mér finnst það nú eðlilegri gangur að lesa fyrst og verða síðan doktor, eða hvað? Skyldulestur; það er fráleitt, eins og fólk væri skikkað til ásta, skylduhamingja. Lestur er lystisemd. Hvernig verður hann að skyldu? Þetta er greinilegast í Miðvesturríkjun- um, í auðninni. Texas og New York eru öðruvísi. Nýja England býr að hefðum. Emerson, Thoreau, Hawthorne, Henry James, William James. Poe, sem fæddist í Boston... En Miðvestrið er Barbaríið. Ég var hvekktur á ýmsu, sem ég hefði ekki átt að fást neitt um. Eruð þér kunnur í Banda- ríkjunum? 25 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.