Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 59
V. V. Zenkofskí Lífsviðhorf Dostoéfskís « Athugasemd þýðanda: Óþarft er að minna á hvílík áhrif rit Fjodors Dostoéfskís hafa haft, jafnt í bókmenntum í þrengra skilningi sem í heimspeki. Nú er að von- um margt í hugarheimi hans sem er óaðgengilegt Vesturlandamönnum, og því er þessari grein snúið á íslenzku, að vísu ekki úr frummálinu vegna vanþekkingar þýðandans, heldur úr ensku. Höfundurinn, V. V. Zenkofskí, fæddist árið 1881 og var prófessor við Rússneska guðfræðiskólann í Paris, en þar birtist greinin fyrst á rússnesku árið 1948 í riti hans um Sögu rússneskrar heimspeki. Þessi grein lýsir hugmyndum og lífsviðhorfum Dostoéfskís frá sjónarmiði rússnesks heimspekings og guðfræðings sem öll tök hafði á að skilja og kunna að meta viðhorf hins fræga landa síns og trúbróður. Um leið er í greininni á nokkrum stöðum vikið að um- ræðum og skrifum rússneskra manna um lífsskoðanir þessa einstæða stórskálds. 1. Trúarlíf Dostoéfskís Trúarleg leit Dostoéfskís var undir- staða andlegs lífs hans og fræðilegra kenninga. Hann var alla tíð trúhneigð- ur maður og aila ævi, að hann sjálfur sagði, var hann „kvalinn" af hugsunum um Guð. Fremur en í ritum nokkurs annars höfundar má í verkum Dosto- éfskís sjá hvernig sköpunarmáttur á sviði heimspeki vex upp af skauti trú- arvitundarinnar. En hið einstæða mikil- vægi verka hans felst einmitt í því að hann varpar ljósi á hin samtvinnuðu trúarlegu vandamál varðandi mannlega tilveru í siðfræði, fagurfræði og sögu- heimspeki af slíkum áhrifamætti og óviðjafnanlegri dýpt. Hann átti við trúarlegt næmi sitt á þessi vandamál þegar hann kemst svo að orði að „Guð kvaldi hann“. Dostoéfskí skrifaði í Jón Sigurðsson. minnisbók sína: „Jafnvel í Vestur-Evr- ópu fyrirfinnst ekki og hefur aldrei verið annar eins kraftur í guðleysinu. Eg trúi ekki eins og barn á Krist og játast kenningum Hans; lofgjörð mín hefur brotizt gegnum eldskírn efa- semdanna. ‘ En þessar efasemdir áttu upptök sín beinlínis í sjálfri trúarvit- und hans; allar viku þær að einum punkti: gagnkvæmu sambandi Drottins og heimsins. Dostoéfskí dró aldrei veru Guðs í efa, en hann var alltaf hugsjúk- ur yfir því vandamáli — og leysti úr því með mismunandi hætti á ólíkum æviskeiðum — hvað af því leiddi í ver- öldinni að Guð er til, hverju tilvera Guðs skipti í lífi mannsins og sögulegri viðleitni. Er trúarlegur, og kristilegur, skilningur á menningu mögulegur, eða 261
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.