Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 61

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 61
Dostocfskís. Að sinni vil ég þó taka fram að hugsun hans staðnæmdist ekki við afstöðu kristinnar eðlishyggju, en nálgaðist mjög og með óvenjulegri dýpt hina andstæðu kenningu um innra tvíræði manneðlisins og tvíræði feg- urðarinnar — og það svo mjög að jaðr- aði við kennisetninguna sem segir að náttúrulegt „eðlilegt" frelsi mannsins sé skelfilegt og leiði manninn til glæpa og óhæfuverka. Rangt er að halda því fram að fyrri skoðanir Dostoéfskís hafi alveg hrunið niður innra með honum eftir dvölina í þrælkunarbúðunum, að „ekki var eftir tangur eða tötur af fyrri sannfæringu hans“, eins og L. Séstof telur í bók sinni um Dostoéfskí og Nietzsche. Þvert á móti hugsaði hann í mótsetningum allt til dauðadægurs, og alveg sérstaklega héldu kristin eðlis- hyggja annars vegar og vantraust á „eðlið" hins vegar áfram að takast á í huga hans án þess að ná að falla í órofa eða samstæða heild. Eins konar „dýrkun á einfaldleika hins frumstæða" sem er einkenni kristinnar eðlishyggju, og samtímis háleit hugsjón um allsherjar- kristni sem yfirstígur endimörk þjóð- ernis; haldið er uppi ákafri vörn fyrir einstaklingnum og siðfræði einstakl- ingskenndarinnar rökstudd í æðstu og skýrustu mynd, og um leið eru dimm „undirdjúp manneðlisins" afhjúpuð; sú trú að „fegurðin frelsar veröldina", en jafnframt bitur vitund um það að „feg- urð er óttalegt og skelfilegt fyrir- brigði"; — spenna þessara mótsetninga minnkaði ekki heldur varð stríðari er leið að ævilokum Dostoéfskís. Þannig verkuðu mótsetningarnar hver á aðra í trúarvitund hans. Gildi Dostojefskís í heimspekinni, áhrif hugmynda hans á sögu rússneskrar hugsunar, felst í því að hann lýsti af furðulegu afli og dýpt LífsviShorf Dostoéfskis þeim vandamálum sem fyrir verða þeg- ar lagt skal mat á menninguna frá trú- arlegu sjónarmiði. I þessum skilningi ríkir söguheimspekilegt viðhorf í allri hugsun Dostoéfskís. Djúpskyggni hans á mannlega tilveru og siðferðileg og fagurfræðileg efni er samofin söguskoð- un hans. Skal nú gerð skipuleg grein fyrir hugmyndum og lífsviðhorfum Dosto- éfskís. 2. Hugmyndir Dostoéfskis um mannlega tilveru Skerfur Dostoéfskís til heimspekinn- ar hvílir ekki aðeins á einni heldur mörgum forsendum; sú mikilvægasta er samt sem áður viðhorfið til mannsins. Eins og fyrir öðrum hugsuðum Rússa er maðurinn þungamiðjan í hugmynd- um hans, og heimspekileg sjónarmið hans mótuðust fyrst og fremst af mann- inum sem hugsandi og starfandi veru. Þessi sjónarmið um manninn voru háð afdráttarlausu siðferðilegu mati, að vísu, en þetta mat gaf þeim um leið óvenjulegan styrk og dýpt. I augum Dostoéfskís er ekkert dýrmætara eða mikilvægara en maðurinn, enda þótt ekkert sé ef til vill skelfilegara en hann. í þessari mótsetningu stendur Dosto- éfskí mjög nærri hugmyndum Schill- ers, og þarf ekki annað en minna á orð hins síðar nefnda: „Aber das Schrecklichste der Schrecken Das ist der Mensch in seinem Wahn'. Maðurinn er ráðgáta, slungin andstæð- um, en samtímis cr hann — jafnvel sá alls vesalasti — tvímælalaust verð- mæti. Raunar er það mála sannast að Dostoéfskí var ekki eins kvalinn af Guði eins og af manninum, eins og 263
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.