Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 62
Tímarit Máls og menningar hann raunverulega og innst inni er, af banvænum og glæpsamlegum tilhneig- ingum hans rétt eins og björtum hneigð- um hans til hins góða. Venjulega er Dostoéfskí hrósað, og vitaskuld rétti- lega, fyrir það með hvílíkum krafti hann lýsir „skuggahliðum" mannsins, eyðingargetu og takmarkalausri sjálfs- elsku hans og því ógurlega siðleysi sem er grafið í djúpum mannssálarinnar. Satt er það að heimspekihugmyndir Dostoéfskís um manninn miðast fyrst og fremst við „undirdjúpin" í sálarlíf- inu. A hinn bóginn væri þröngsýni ein að láta undir höfuð leggjast að minna á það af hvílíkri glöggskyggni hann varpar ljósi á bjartar hliðar sálarlífsins og gagnvirkni (díalektík) hins góða í mannssálinni. Vissulega stendur hann að þessu leyti mjög nærri fornkristn- um hugmyndum um tilveru mannsins, þ. e. kenningum kirkjufeðranna. N. A. Berdjaéf fer alveg villur vegar í bók sinni Um Dostoéfskí þegar hann held- ur því fram að „hugmyndir Dostoéf- skís um mannlega tilveru eru frá- brugðnar kenningum kirkjufeðranna." Dostoéfskí lýsir ekki aðeins syndinni, spillingunni, sjálfselskunni — því „djöfullega" í manninum yfirleitt — af fádæmaafli; af engu minna innsæi dregur hann fram í dagsljósið tilhneig- ingarnar til réttlætis og góðvildar í mannssálinni — hið „engilhreina" í manninum. Styrkur og gildi mótsetn- inganna í heimspekilegri mannfræði Dostoéfskís eiga rætur til þess að rekia að hvort tveggja andstæða skautið birt- ist í æðstu mynd sinni. Eg sagði áður að sjónarmið Dosto- éfskís um manninn væru „siðferðileg". Þetta merkir um fram allt að gildið, hið óútskýranlega verðmæti í mann- legu eðli, er ekki aðeins fyrir hendi þegar það nær mestum „blóma" — í æðstu sköpunarafrekum þess — heldur býr einnig í reifabarninu bjargarlausu, máttlausu og gersamlega getulausu að tjá sig. Þetta kemur mjög skýrt fram í bréfi sem Dostoéfskí skrifaði skömmu eftir að hann missti elzta barn sitt. Einnig má benda á hjartnæma játningu móðurinnar fyrir Zozímu munki á óbætanlegri sorg hennar við sonarmiss- inn í Karamazof-brasðrunum. Mann- hugmyndir Dostoéfskís beinast ekki að sálarlífi heldur tilverueðli mannsins — ekki að staðreyndu lífi heldur kjarnan- um í eðli mannsins. Allt um það Iigg- ur siðferðilegt mat eins og rauður þráð- ur um allan skilning Dosoéfskís á manninum. Ekki aðeins lýsir hann bar- áttu góðs og ills í manninum; hann leitar eftir að finna hana. Auðvitað er maðurinn hluti sköpunarverksins og undir lögmálum þess, en hann getur verið og ætti að vera óháður náttúr- unni. I Minnisgreinum úr undirdjúpun- um er frelsi mannsins af viðjum nátt- úrunnar lýst afburðavel; Dostoéfskí staðhæfir að raunverulegt eðli manns- ins sé frelsi hans eitt. Hann segir: „Hamingjan sanna! Hvað varðar mig um náttúrulögmálin! . . . Auðvitað get ég ekki rekið ennið á mér í gegnum þennan vegg . . . en ég mun ekki að heldur sætta mig við hann fyrir það eitt að þetta er steinveggur." Hann seg- ir enn fremur í Minnisgreinum úr und- irdjúpunum: „OIl mannleg viðleitni er ekkert annað en það að maðurinn er stöðugt að sanna fyrir sjálfum sér að hann er maður en ekki tittur í tann- hjóli." Þessi sjálfssönnun er staðfesting á frelsi mannsins andspænis náttúrunni; í þessu er öll tign mannsins fólgin. En af þessu leiðir að raunveruleg mannleg tilvera felst í breytni mannsins 264
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.