Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 64
 Tímarit Máls og menningar ir maðurinn alltaf og alls staðar, hvar svo sem hann er, að gera það sem hann langar til og ekki það sem skynsemi og samvizka bjóða honum“. í sálfræðiviðhorfum Dostoéfskís skipta vilji og vild langmestu og renna, svo að ekki má í sundur greina, saman við andúð á skynsemihyggjunni, en með þessu er það viðurkennt að leiðin til skilnings á manninum liggur dýpra í honum en meðvitund, samvizka eða skynsemi ná — um „undirdjúpin" þar sem hann „sjálfur" lifir. Siðferðilegar mannhugmyndir Dostoéfskís eru gædd- ar kviku lífi: „kjarninn" í manninum, eiginlegt tilverueðli hans, er frelsi hans, þorsti hans í einstaklingsbundna sjálfsstaðfestingu („að lifa eftir sinni eigin heimskulegu vild“). Einkenni manneðlisins er þessi þorsti í frelsið, þessi þorsti í að vera „hann sjálfu r“. En með því að Dostoéfskí sér eðli manns- ins falið í frelsi hans hefur enginn haft dýpri sýn en hann í leyndardóma frels- isins. Enginn hefur berar en hann af- hjúpað öll vandamál þess eða „losið“ sem er á því. Réttilega benti Berdjaéf á það að í augum Dostoéfskís „ber frelsi undirdjúpanna í manninum dauð- ann í sér". Frelsi er dýrmætasta eign mannsins og sjálfur kjarni veru hans, en engu að síður er það byrði sem hon- um er ofviða. Samkvæmt orðum Dosto- éfskís hafa undirdjúp mannssálarinnar hins vegar — og „sannur" maður er einmitt hinn „náttúrlegi" maður sem hefur brotizt undan öllum siðum og hefðum —; þau hafa að geyma ódaun, innri upplausn og óskapnað; þau eru full af illum, jafnvel glæpsamlegum tilhneigingum rétt eins og hneigðum sem eru einfaldlega skammarlegar eða lítilmótlegar. Tökum Raskolníkof sem dæmi: eftir að hafa velt fyrir sér og skilgreint allar forskriftir hefðbundins siðgæðis kemst hann að þeirri lokk- andi niðurstöðu að „allt er leyfilegt" og vindur sér síðan að því að fremja glæp. Engar siðferðilegar undirstöður finnast 1 djúpi sálar hans og frelsið verður að siðleysi. Meira að segja í þrælkunarvist- inni fann Raskolníkof lengi ekki til nokkurrar iðrunar. Hvörfin urðu síðar þegar ást hans á Sonju nær tökum á honum, en áður hafði hann ekki fundið í frelsi sínu neina ástæðu til siðferði- legra efasemda. I þessu birtist ráðgáta mannssálarinnar: blindni frelsis okkar að svo miklu leyti sem það er bundið nakinni skynsemi einni saman. Leiðin til góðs er ekki vörðuð frelsinu einu. Hún er auðvitað ekki vitræn, en að- eins þó í þeim skilningi að það er ekki skynsemin sem leiðir okkur á hinn góða veginn heldur viljinn, öfl andans. Af þessu leiðir að frelsið sem slíkt, einangrað frá hvata lifandi ástar, felur dauðann í sér. En hvers vegna dauðann? — Vegna þess að í reynd getur maðurinn ekki vikið sér undan hinu Góða, og ef hann gefur frjálsum ástríðum sínum lausan tauminn og leys- ir þær úr læðingi en snýr baki við því góða, þá verður sál hans kvalafullri sýki að bráð. Raskolníkof, Stavrogín og ívan Karamazof þjáðust allir af því að hafa kæft innra með sér lifandi tilfinn- ingu hins Góða — þ. e. Guðs — og voru þess vegna einstæðingar, áttu eng- an og ekkert að. Þegar frelsið skilur okkur eftir í einsemd, kallar það aðeins fram rótið á sálinni og laðar upp á yíir- borðið myrkar og skuggalegar hvatir okkar. Það rekur okkur undir þræl- dómsok ástríðnanna og veldur okkur þannig kvalræði. Maðurinn er siðferði- leg vera og kemst ekki undan því eðli sínu. Dostoéfskí leggur á það þunga og 266
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.