Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 65
sársaukafulla áherzlu að glæpir bendi ekki til neins eðlislægs siðleysis, heldur að þeir sanni þvert á móti, af andstæðu, þá staðreynd að maðurinn glatar ein- hverju sem hann getur ekki lifað án þegar hann snýr baki við hinu góða. I Húsi þeirra dauðu skrifaði Dostoéfskí: „Hve margir menn fullir af þrótti og krafti hafa orðið að engu hér! Því að við það verður að kannast að þetta voru óvenjulegir menn, ef til vill gáfuð- ustu og þróttmestu menn þjóðarinnar". A því leikur ekki vafi að hér var ekki aðeins um þróttmikla menn að ræða, heldur hafði þeim einnig verið gefið mikið frelsi; og þetta frelsi dró þá af brautum „hefðbundins" siðgæðis og hratt þeim út í glæpi. Þetta er bana- meinið sem frelsið ber með sér! í Dag- bókum rithöfundar, sumarið 1877, skrifar Dostoéfskí: „Bölið, hið illa, dylst dýpra í manninum en venjulega er talið". Séstof, sem áður var vitnað til, missýnist þegar hann telur að með þessum orðum „fái undirdjúpin í mann- inum uppreist æru“; þvert á móti bend- ir Dostoéfskí á upplausn mannsandans, eða sundrun hans öllu heldur, og á það jafnframt að ekki er unnt að hverfa frá siðferðilegri viðmiðun, með því að leggja áherzlu á það að hið illa liggur dulið í mannssálinni. „Banameinið" sem felst í frelsinu sýnir að sundrun mannsandans ristir ekki grunnt heldur nær til dýpstu botna því að ekkert gengur dýpra í manninn en frelsi hans. Hin flóknu vandamál mannlegs frelsis eru hádepill hugmynda Dosto- éfskís um mannlega tilveru. Frelsið er ekki hinn endanlegi sannleikur um manninn. Hinn endanlegi sannleikur um manninn felst í siðferðilegu eðli mannsins og ræðst af þeirri staðreynd að í frelsi sínu á maðurinn um að velja Lífsviðhorf Dostoéfskís illt eða gott. Af þessum sökum getur frelsið borið „banameinið“ í sér og sjálfstortímingu, en það getur einnig lvft manninum til æðri helgunar. Frels- ið veitir því djöfullega í manninum ærið svigrúm, en það getur einnig laðað fram engilhreinleikann í honum. Frels- ishvötin felur í sér áhrif hins illa, en einnig hins góða; böl og gæzka leikast þar á. Skyldi það ekki vera í þessu sem þörfin fyrir þjáningu verður svo mikil- væg, en Dostoéfskí lagði einatt mikla áherzlu á hana með því að segja að áhrif hins góða kæmu fram fyrir til- verknað þjáningarinnar, að gagnvirkni (díalektík) gæzkunnar birtist í þjáningu — og iðulega í synd? Þessi þáttur heimspekilegra mann- hugmynda Dostoéfskís er oft hunzaður eða vanmetinn. Á hinn bóginn er hann lykill að skilningi á því hugmyndakerfi sem ég hef nefnt „kristna eðlishyggju". Orðin sem vitnað var til úr V'anvitan- um, að „fegurðin frelsar veröldina", sýna það sem sérkennir fagurfræðilega draumsýn Dostoéfskís. Allar efasemdir hans um manninn, uppljóstrun hans á óskapnaðinum og „banameininu" í honum mæta jafnsterkri sannfæringu hans að í manninum er dulinn mikill kraftur sem megnar að frelsa manninn og heiminn. Ogæfan er aðeins sú að mannkvnið kann ekki að beita þessum krafti. I Dagbókum rithöfundar skrifaði Dostoéfskí eitt sinn, árið 1877, eins og þegar hefur komið fram: „Æðsta fegurð mannsins . . . og æðsti hreinleiki hans verða til einskis, eru mannkyninu gagnslaus . . . aðeins vegna þess að það hefur vantað snilld til að stjórna auð- legð þessara Guðsgjafa." Lykillinn að helgun mannsins og að samræmi í lífi hans og veru er þannig í manninum sjálfum, en við kunnum ekki að nota 267
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.