Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 68
Tímarit Máls og menningar Hugur Dostoéfskís var barmafullur af ástríðu til siðaboðunar, og sannleikur- inn er sá að meginupptök heimspeki- legra hugleiðinga hans eru í siðfræð- inni. Þegar Dostoéfskí slapp úr þrælkunar- búðunum og tók að skrifa um siðferði- leg vandamál, bæði í greinum um þjóð- félagsmál og stjórnmál og í skáldverk- um sínum, þá snerist hann fyrst gegn þeim einfölduðu og yfirborðskenndu hugmyndum um siðferðiseðli mannsins sem fylgjendur nytsemishyggju og hálf- gildings-pósitívisma höfðu sett fram. Sjálfur hafði Dostoéfskí staðið nærri slíkum hugmyndum á þeim árum sem hann setti traust sitt á sósíalismann, en aðeins þó að sumu leyti. Það nægir að minna á innblásna frásögn hans í Dag- bókum rithöfundar árið 1876, þar sem hann fjallar um þessi ár, um þau áhrif sem George Sand hafði haft á hann. En áhrif eðlishyggjunnar, sem hann til- einkaði sér frá Rousseau en í túlkun Fouriers, héldust aðeins í trúarskoðun- um hans, í því sem ég hef nefnt „kristna eðlishyggju" hans. I hugleið- ingum hans um siðfræði sálarlífsins hurfu þessi áhrif alveg eftir vistina í þrælkunarbúðunum. í Minnisgreinum úr undirdjúpunum, sem eru þó meðal fyrri verka hans, er að finna óvenjulega skarpa og óhlífna gagnrýni á nytsemis- hyggju og siðferðishugmyndir skyn- semisstefnunnar. I Glcep og refsingu birtist siðaboðskapurinn með slíkri dýpt sem var óþekkt áður jafnt í rúss- neskri sem vesturevrópskri hugsun. Áður hef ég bent á það, þegar gerð var grein fyrir hugmyndum Dostoéfskís um manninn, að hann sýnir fram á hve það er gersamlega ókleift að lifa mannlegu lífi án siðrænnar viðmiðun- ar og jafnframt sýnir hann fram á það hvernig áhrif liins góða verka í mannssálinni. í verkum Dostoéfskís birtast mjög ákveðin siðfræðileg sjónarmið, kröfu- harka í siðferðilegum efnum, með óvenjulega skýrum og áhrifaríkum hætti. Ivan Karamazof rís upp gegn Guði vegna þess að siðferðilegar kröfur hans til heimsins eru meiri en svo að hann geti unað því að „framtíðarsam- ræmi“ heimsins útheimti þjáningar. Kvöl, og einkum þjáningar barna — en Dostoéfskí mátti ekki á heilum sér taka við tilhugsunina um þær —, er ósamrímanleg siðrænni vitund. Var það ekki undir áhrifunum frá áköfum ræð- um Ivans Karamazofs sem heimspeking- urinn og skáldið Vladímír Solovjof fékk hugmyndina að „Réttlætingu gæzkunnar"? Hvað sem öðru líður var það í verkum Dostoéfskís sem siðfræði- leg kröfuharka hlaut dýpstu og áhrifa- ríkustu túlkun sína, og hefur síðan ver- ið grundvallaratriði í kenningum manna um siðfræði. Frelsið, sem innsta eðli mannsins, er túlkað með sama skarpleikanum og sama óviðjafnanlega djúpskyggninu í ritum Dostoéfskís. Það frelsishugtak, sem Rannsóknadómarinn mikli vísar svo einarðlega á bug, felur reyndar í sér dýpsta innsæi í dul frelsisins eins og það opinberast í Kristi. I þessu hafa aðrir tærnar þar sem Dostoéfski hefur hælana. Enginn hefur lýst vandamálum frelsisins í heild af slíkum krafti sem hann; um þetta hefur þegar verið fjall- að hér að framan. Segja má að enginn -—- hvorki fyrir daga Dostoéfskís né eftir dauða hans — hafi náð dýptinni í skilgreiningum hans á góðum og ill- um hvötum mannsins, þ. e. siðfræði 270
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.