Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 69
sálarlífsins. Trú Dostoéfskís á mannin- um byggist ekki á væminni lofdýrð um manninn; þvert á móti brýzt hún gegn- um innsæi hans í myrkustu afkimahvat- ir mannssálarinnar. Það verður að viðurkenna að túlkun Hessens í ritgerðum hans um Harmleik gœzkunnar í Karamazof-brcsSrunum og Harmleik illskunnar á siðfræðilegum sjónarmiðum Dostoéfskís er mjög ýkt. En hitt er rétt að Dostoéfskí hafnaði ekki aðeins siðfræði skynsemisstefnunn- ar heldur og siðfræði sjálfsvildarinnar sem telur einstaklinginn mælistikuna. Hann hélt beinlínis uppi vörnum fyrir siðfræði sem hvílir á dulrænum forsend- um, og hér hefur áður verið vitnað til orða hans þar sem hann staðhæfir af- dráttarlaust að siðferðiseðli mannsins vaxi einvörðungu af dulrænni rót. Þetta merkir um fram allt að siðferðilegar hvadr ákvarðast ekki af tilfinningum, skynsemi eða vitsmunum heldur fyrst og fremst af lifandi vitund um Guð. Þar sem þessa vitund vantar verður af- leiðingin óhjákvæmilega annaðhvort hóflaus kaldhæðni, sem leiðir til sál- rænnar upplausnar, eða sú að maður- inn er settur á goðstall. A hinn bóg- inn fann Dostoéfskí greinilega rangind- in og afbökunina í innilokun einstakl- ingshyggjunnar, sem hann kallaði oft- ast „einangrun mannsins", og um þetta samsinnti hann kenningum Slavavin- anna. Dostoéfskí orðaði staðhæfinguna: „allir eru sekir fyrir alla": allir menn eru tengdir böndum dulúðugrar eining- ar sem geymir í sér möguleikann á sönnu bræðralagi. Dostoéfskí tók af heilum huga undir hugmyndir N. F. Fjodorofs um það að andi „bræðrasundrungar" ríkti yfir lífi samtíðarinnar. Til þess að sýna þetta nægir að minna á miskunnar- Lífsviðhorf Dostoéfskís laus orð hans í ritinu Vetrarathuganir á snmarminningum: „Hver annar en blindaður ofstækismaður gæti viður- kennt þann skopleik borgaralegrar ein- ingar sem við sjáum leikinn í Vestur- Evrópu sem hina eðlilegu mynd mann- legrar einingar á jörðu?" Hugsjónin um hið sanna bræðralag var undirstaðan í sósíalisma Dostoéfskís á fyrri árum. Þessi hugsjón hafði mikil áhrif á hann og var rík í huga hans alla ævi. Hún mótaði trúarlega draumsýn hans sem á- kvarðaði heimsmynd hans, draumsýnina um að breyta ríkinu — þ. e. gjörvöllu samfélaginu — í kirkju. Dulræn undirstaða siðferðis fram- gengur af miklu afli og hreinskilni í þeim orðum sem Zozíma segir við and- lát sitt, í Karamazof-brceðrunum: „Drottinn tók sáðkorn úr öðrum veröldum og sáði þeim á þessa jörð ... og þau skutu róturn og uxu . . . En það sem grær getur því aðeins lifað og notið lífs- krafta að það finni til sambands- ins við aðrar dulræðar veraldir . . . Margt á jörðu er okkur hulið, en í staðinn hefur okkur verið gefin leynd og dulin kennd um lífræn tengsl okkar við annan heim ..." Þessi orð lýsa megindráttunum í dul- rænni siðfræði Dostoéfskís: lífræn og sönn tengsl okkar við lífið ákvarðast af ást sem nær út yfir takmörk bæði skyn- semi og vitsmuna. Astin verður hafin yfir skynsemi og vit og lyftist upp í að verða kennd um innra samband við ger- valla veröldina, meira að segja þá dauðu, og við líflausa hluti: „Bræður, elskið alla hluti. Elskið alla hluti og þið munuð skilja dul hlutanna." Þessi altæka ást lifir algerlega af lifandi vitund um Guð. 271
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.