Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 82
Timarit Máls og menningar þeir þykjast vera búnir að brjóta legg- inn, og sitthvað er til marks um, að skáldskapur Þorsteins eigi í vök að verj- ast fyrir vindum tíðarandans. Eg er nýbúinn að lesa ljóðabækut hans í réttri tímaröð. Hin fyrsta kom út fyrir 34 árum, og nú eru þær orðnar sjö með Yrkjum, sem út kom fyrir síðustu jól.1 Hún ber glöggt höfundarmark, en eykur hvorki miklu við hróður hans né rýrir hann. Það er með ólíkindum, hve æskuljóð Þorsteins, Villta vor, bera rómantískan svip og hve sumar eigindir, sem þar má greina, hafa enzt honum vel. Rómantísk náttúrudýrkun er runnin honum í blóð, og yrkisefnin í fyrstu bók hans eru fremur fábreytt, „stemningarkvæðin" mörg. Hann býr að gömlum arfi á marga lund, og fyrr og síðar bregður á ljóð hans blæ af eldri skáldskap og við- horfum og vinnubrögðum höfunda, sem hljóta að hafa verið honum eðlis- skyldir eða hugleiknir. Þetta er ljóðum Þorsteins veikleiki og sty'rkur í senn og vekur upp ýmsar áleitnar spurningar um áhrif tíma, umhverfis og erfða, sem látið verður ósvarað að sinni. En sjaldan verður þetta svo áberandi, að skáldinu sé veruleg hætta búin af þeim sökum. Það er á margra vitorði, að Þorsteinn er tónlistarvinur og hefur unnið gagnlegt og merkilegt starf með þýðingu og aðlögun söngtexta og kór- verka, enda leynir sér ekki í ljóðum hans, að hann hefur mikið yndi af því að leika sér að hljómi orðanna og til- brigðum við dýra hætti. Hann er vel lesinn, málfróður og málhagur með af- brigðum og dirfska hans í notkun gam- als ljóðmáls og skáldskaparorða meiri en hjá flestum jafnöldrum hans. En hann er Iíka málari og myndskynjandi, 1 Heimskringla 1975. 126 bls. og það dregur hann að mínum dómi einna lengst, ef spurt er, hvað minnis- stæðast sé og frumlegast í ljóðum hans og beri smekkvísi hans gleggst vitni. Þau minna tíðum á glitvefnað eða víra- virki, en með þessu er engan veginn vanmetin bragfimi Þorsteins og mál- beiting, því að margs þarf ljóðið við, ef allt á að falla í ljúfa löð, og bæði er glitvefnaður og víravirki fagurt á að líta og hefur þannig gildi í sjálfu sér. Stundum virðist mér Þorsteinn þó hætta sér fulllangt út á hálan ís; form- dýrkun hans og málgleði nálgast þá öfgar, svo að grunur vaknar um, að skrúðmælgi kæfi hugsun og inntak eða feli hversdagslega merkingu. Samt er slík aðdróttun dálítið hæpin án fyrir- vara, því að formdýrkun er um leið fotmrækt, og frumþættir Ijóðs ganga aldrei í órofa samband, ef hana skortir. Lesandinn verður að vara sig á að skrifa eigin hugsunar- eða þekkingarleti á reikning skáldsins, því að þessi ljóð krefjast þess að vera lesin vandlega. Þessar athugasemdir eiga líka einungis við um sum ljóð Þorsteins. Mörg þeirra eiga styrk sinn fólginn í skýrri hugsun, ástríðuþrungnum boðskap, skoðun eða áskorun, en skaphiti og næm skynjun skáldsins ásamt formleikninni gera þau að lifandi persónulegum skáldskap — og frumlegum, þegar bezt Iætur. Frá fyrstu bók Þorsteins til annarrar, Hrafnamála, sem út kom áratug seinna, er stórt stökk. Rómantíski sveitapiltur- inn úr Vopnafirði hafði engu gleymt af því, sem honum var kærast, á þess- um tíu árum. En í fangbrögðum sínum við grimma veröld hafði honum vaxið ásmegin, og skáldfákurinn var orðinn fulltaminn og þýddist knapann. í Hrafnamálum voru kvæðin orðin miklu fjölbreyttari og rismeiri en fyrr. Þor- 284
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.