Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 83
steinn sló þar þegar flesta þá strengi, sem síðan hafa hljómað í ljóðum hans. Land, þjóð og tunga og örlög þeirra, hatur á herfjötrum, oki og eyðingu andspænis fegurð, góðvild og mannlegri reisn, lofsöngvar um náttúruna og tryggð við allt, sem arfleifð og uppruni hafa kennt honum að meta, eru tíðustu yrkis- efni Þorsteins í ýmsum tilbrigðum. Gildir þá einu, hvort skynjun hans leit- ar sér viðfangs hjá hóp eða einstaklingi og staðnæmist við lítinn blett eða víða veröld. Þetta má allt sjá í Hrafnamál- um, og ég er þeirrar skoðunar, að þar og í Heimhvörfum (1957) og Heiðnu- vótnum (1962) megi finna flest ágæt- iskvæði Þorsteins, því að á þessum bók- um er sameiginlegt svipmót. Um sumt eru þær þó ólíkar, og nú er auðséð, að flokkurinn „Myndvarp atómsól", sem birtist í Heiðnuvötnum, benti fram á við til næstu bóka. Með þessu er hvorki sagt, að greind verði stöðnun á skáldferli Þorsteins, eftir að Heiðnuvötn sáu dagsins Ijós, né að einstök ljóð í síðari bókunum hafi ekki tekizt með ágætum. Þvert á móti er það staðreynd, að með Limrum (1965) og Fiðrildadansi (1967) kom höf- undurinn skemmtilega á óvart, þó að ekki verði bækurnar afgreiddar með sanngirni sem ein væri. Það er alkunna, að spé og leikur hafa löngum átt erfitt uppdráttar i íslenzkum skáldskap, ekki sízt í ljóðagerð, en með limrum sínum og fimmlínum færði Þorsteinn Valdi- marsson einhliða út landhelgi ljóða sinna og bætti íslenzkri Ijóðagerð upp nokkra vöntun. Þó að fyrirmyndin væri erlend, varð úrvinnslan persónuleg og sýndi glöggt, að í þessu formi hafði skáldið fundið farveg, sem því hentaði, fyrir húmor sinn, hugarfiug og hittna ádeilu, og það er einmitt vegna þess, Umsagnir um hcekur hve gjörólíkar þessar tvær bækut Þor- steins eru þeim þremur, sem fyrr voru nefndar, að varla er unnt að nefna þær í sömu andrá. Þær táknuðu breytingu og endurnýjun, sem skáld eru stfellt að sækjast eftir. I Yrkjum er Þorsteinn byrjaður að draga þræðina saman aftur. Þó að ljóð- unum þar svipi meira til fyrri kveð- skapar hans en limru- og fimmlínu- kveranna tveggja, fæ ég ekki betur séð en sums staðar megi enn rekja spor þeirra í þessum nýju kvæðum, bæði í stíl og efnismeðferð. En hinn gamli og nýi stíll Þorsteins eru svo ólíkir og hæfa svo misjöfnum yrkisefnum, að efamál er, hvort sambúð þeirra getur nokkurn tíma lánazt í einu og sama ljóði. Kvæðin í Yrkjum eru æði sund- urleit, svo að bókina skortir samfelldan heildarsvip. En þau eru ort af ýmsum tilefnum og því býsna fjölbreytt. Höf- undur hefur skipað þeim í fimm flokka eftir efni: „Árdegi“, „Minni“, „Friður og stríð“, Kveðjur“ og „Kvöldmál". I fyrsta hlutanum eru nokkur geð- þekk kennda- og náttúruljóð, sem sverja sig í ætt við margt, sem Þorsteinn hefur áður gert, en draga sum dám af þeim glettna leik, sem hann ástundaði í Limrum og Fiðrildadansi. Af öllum ljóðum hans eru mér kærust nokkur smákvæði, sem ég hirði ekki að nefna að sinni, en við þau bætist nú „Sef- tjörn”: Um himin dreymir djúpið rótt með dún af fífu yfir sér. — Líö, blcer, þinn veg í víði hljótt og vek það ekki fyrir mér. Það sefur. Vagga af sefi er um sumarbláan draum þess gerð. Og skýjahnoðri helgar sér þar heiði, einn á ferð. 285
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.