Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 85
„Leit“ eru einna frumlegust að efni og hugsun, og „Kvöldmál" búa yfir töfr- um átthagaástar og bernskuminninga. Flest hinna standa mér þó nær, enda eru þau yfirleitt gerð með mikilli hind, en erfitt að gera upp á milli þeirra, þó að nefna megi „Trega“, „Tár“, „Ruggu- lag“ og „Að Brunahvammi" sem dæmi. En kvæðin í síðasta bókarhlutanum eru að mínum dómi jafnbezt og bera samfelldastan svip. Yrkjur eru falleg bók og smekklega útgefin, án alls íburðar. Hún er í hand- hægu broti, IjóÖakver í gamalli og góðri merkingu, en umbrot, letur og prenmn eins og bezt verður á kosið. Fínleg kápumynd Barböru Arnason, lík- lega eitthvert síðasta verk hennar, er mikil bókarprýði, enda kunni hún flest- um íslenzkum listamönnum bemr til bókaskreytinga og leit á þær sem sjálf- stætt viðfangsefni. Hún hafði áður myndskreytt FiÖrildadans Þorsteins, og mig grunar, að hún hafi verið honum svo eðlisskyld, að sérstaklega vel hafi átt við hana að myndskreyta bækur hans. Um skáldskap Þorsteins Valdimars- sonar má deila eins og annað, en misvel rökstuddar vangavelmr um það, sem honum kann að hafa miður tekizt, mega ekki skyggja á þá staðreynd, að mörg ljóð hans eru ágætur skáldskapur, sem ber skýr höfundareinkenni. Fjölbreytni yrkisefna er meiri hjá ýmsum öðrum skáldum, en Þorsteinn hefur ræktað garð sinn vel, og ákveðna tegund ljóða yrkja ekki aðrir betur, enda kemur honum þar að fullum notum langþjálfuð form- leikni og málþekking. Efst er mér þó í hug, hve geðþekkan hugarheim kvæði hans birta lesandanum og hve mannúð, mannslund og fegurðarþrá eiga þar ör- Umsagnir um bcekur uggt vígi. Draum hans um betri og réttlátari heim má hvarvetna greina í ljóðum hans — og engu síður í hinu smáa en stóra. Trúnað skálds við eigin reynslu og allt, sem því býr dýpst í hug, skyldi enginn vanmeta, hverju sem tíð- arandinn blæs veröldinni í brjóst. Ein- lægni er að vísu aldrei nein trygging fyrir góðum skáldskap, en mér er nær að halda, að án hennar verði góður skáldskapur aldrei til. Ef treysta má heimildum, fyllir Þor- steinn Valdimarsson sjötta tuginn að ári, sjö bóka skáld á þrjátíu og þremur árum. Er ekki tími til kominn að gefa út vandað úrval ljóða hans? Það gæti orðið góð bók og gagnleg í senn. Hjörtur Pdlsson. KVÆÐI JÓNS ÞORLÁKSSONAR I útgáfu Jóns Sigurðssonar á kvæðum Jóns Þorlákssonar 1842—43 er lögð áherzla á að öll frumsamin og sem flest þýdd kvæði Jóns séu birt, „til þess að allir menn geti lært að þekkja þau til hlýtar“. Þegar sú útgáfa kom út, var búið að gefa út þýðingar Jóns á Mess- íasi Kloppstokks og Paradísarmissi Miltons 1838 og 1828, svo að með út- gáfunni 1842—43 mátti segja að rit Jóns Þorlákssonar væru öll komin út, frumsamin og þýdd. Þessar útgáfur eru nú ekki lengur fáanlegar og hefði verið full þörf að gefa út heildarútgáfu verka Jóns Þorlákssonar með nauðsynlegum athugasemdum og ýtarlegum inngangi. Tvenn úrvöl kvæða hans hafa aftur á móti verið gerð, 1919 og 1956 og nú 287
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.