Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Síða 87
sleppir ættfærslu hans og þar með mögulegum heimildum til skilnings- auka á skaplyndi hans og hátterni, talar um flakk foreldra hans, en á þessum tímum var mjög algengt að embættis- menn skiptu títt um embætti og brauð. Jón Sigurðsson segir í æviágripi síra Jóns í útgáfunni 1843 að hann hafi „verið á fóstri hjá góðri konu og ráð- vandri, sem Sigríður hefur heitið...“ Síra Jón orti eftir hana minningarljóð sem ber yfirskriftina Caritas (bls. 181 í útgáfunni 1843, síðari deild). Sam- kvæmt því kvæði hefur Sigríður verið fóstra síra Jóns, sbr. „barndómi mínum fyrsta frá / fann ég og sá / hug-ást, sem hún mér sýndi...“ Samkvæmt þessu mun sá háttur hafa verið um uppeldi síra Jóns, að honum hafi verið fengin fóstra, eins og tíðkaðist oft á þessum tímum meðal efri laga samfélagsins. Jón Sigurðsson lætur að því liggja í for- mála sínum, að síra Jón hafi ef til vill dvalizt hjá Sigríði annars staðar en á heimili hans í Selárdal. Utgefandi tel- ur þetta á misskilningi byggt, en rök- styður ekki þá skoðun sína og fer í framhaldi af þessu að tala um að Jón sé kallaður „klausturhaldarason frá Teigi" í bókum Skálholtsskóla 1761— 63. Þá voru ellefu ár liðin frá brottför hans frá Selárdal með foreldrum sín- um, enda telur Jón Sigurðsson hvergi að hann hafi verið fóstraður af Sigríði fram til þess tíma að hann fór í skóla. Svo að þessi athugasemd útgefanda um misskilning Jóns Sigurðssonar er í rauninni þýðingarlaus og óþörf. Utgef- andi rekur síðan söguna af Jóni Þor- lákssyni, Jórunnarmálin og afleiðingar þeirra að stofnun Hrappseyjarprent- smiðju. I umtali um prentsmiðjuna segir: „henni (þ. e. prentsmiðjunni) var meira að segja bannað að prenta guðs- Umsagnir um bxkur orð. . .“ Hér vantar nokkuð í, því að með þeirri klásúlu átti að tryggja hag Hólaprentverks, því að guðsorðið var útgengilegast bóka á þessum tímum. Utgefandi tíundar ritstörf síra Jóns og útgáfur verka hans og þá höfunda, sem hann þýddi verk eftir. Hann fjallar nokk- uð um upplýsinguna og tekur það ráð að þýða skilgreiningu á upplýsingarstefn- unni úr Reallexikon der dt. Literaturge- schichte sem kom út í Berlín í 2 bind- um 1955-65, en hann telur að mikilla áhrifa þeirrar stefnu gæti á þá höfunda, sem síra Jón þýddi rit eftir. Aftur á móti er engin tilraun gerð til þess að gera áhrifum upplýsingarstefnunnar hér á landi nein skil, enda urðu þau áhrif nokkuð sérstæð og myndbreyttust mjög frá evrópskri gerð sinni. Þetta stafaði af því að íslenzkt samfélag var á allt öðru stigi heldur en samfélög Evr- ópu. Utgefandinn ræðir dálítið um Anakreon og anakreonisma í evrópsk- um bókmennmm, þessa tjáningu past- oral-kveðskapar á rokókó-tímabilinu, og þykir útgefanda einkennilegt hve mörg slík kvæði síra Jón þýðir; það er ekki ólíklegt að hann hafi haft gaman af þeim þar sem hann var gleðimaður. Utgefandinn telur þessi kvæði um vín og ástir fremur hæfa evrópskum góð- borgurum þessara tíma en íslenzkum fátæklingum upp úr móðuharðindun- um, en það er nú svo, að vín og ástit og kveðskapur í þeim dúr hefur alltaf viðgengizt hér á landi jafnt meðal fá- tækra sem efnaðri og þarf það engan að undra, enda þótt útgefanda finnist það „hálf kaldranalegt að hugsa sér kvæði Baggesens um „Hófsins skál“ sungið í íslenzkum torfbæ" (bls. 30). Hér kemur fram þessi einfeldnings- lega skoðun, að slíkt djúp sé staðfest milli lífskjara 18. aldar manna og nú- 19TMM 289
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.