Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 91

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 91
og taka jafnt til náttúruafla sem þjóð- félags. Af þessu leiddi að maðurinn er ekki nema leiksoppur nauðungar í stað hins húmaníska viðhorfs hjá Marxi að maðurinn sé homo faber og creator muncli, smiður sinnar eigin ver- aldar. Frelsið varð „innsýn í nauðsyn- ina“: menn skyldu svo sannarlega fá að geifla á saltinu og meðtaka blessun al- ræðisins. Leiðsögukenningar og tilgátur urðu að opinberuðum sannleik sem ekki var unnt að þróa frekar. Söguferlið hreyfðist auðvitað eftir einni braut, var „únilínear" og forákvarðað á grund- velli „efnisins", eitt þjóðskipulag tók við af öðru í síhækkandi spíral. Þannig var hægt að „sanna" að sovétskipulagið væri það æðsta, sömuleiðis að þar væru framleiðsluöflin fullkomnust. Rit Marx voru lesin með alveg sérstöku hugar- fari; sundurleit þekkingarbrot voru gerð að aðalatriði en augunum Iokað fyrir aðferð hinnar heildstæðu gagn- rýni. Því skyldi gleymt að Marx ritaði 10 þúsund síður af gagnrýni á hag- fræðina en gerði ekki kröfu til að litið væri á Auðmagnið sem hagfræði. Nú varð til „marxísk hagfræði", svo og „marxísk heimspeki" í tvennu lagi, bæði „díalektísk" og „söguleg" og hvorttveggja síðan kennt við bernska efnishyggju. Á árunum frá því fyrir 1930 og langt framyfir seinna stríð kom varla út neitt frumsamið rit sem dýpkaði skilning manna á marxismanum, hvað þá heldur beitti rannsóknaraðferð Marx á vandamál mannlegs félags. (Undantekningu væri eftilvill að finna hjá frankfúrtarskólanum, en hann var einangrað fyrirbæri á þessum tíma, án pólitískra áhrifa.) Það sem orðið hafði til áður en ægivald stalínismans kæfði hugsunina var lýst í bann: Lukács var Umsagnir um bcekur látinn biðjast afsökunar á sjálfum sér; Korsch hundeltur og eyðilagður; fræði- menn II. alþjóðasambandsins stimplað- ir borgaralegir (en í laumi voru ýmsar af þröngsýnishugmyndum þeirra felldir inn í alræðiskerfið). Við upphaf þessa hnignunarskeiðs marxismans komu samt út nokkur rit sem áttu eftir að valda miklum umskiptum. Það vorti æskuverk Marx og frumdrög hans að Auðmagninu sem voru dregin fram úr gleymsku og prentuð fyrsta sinni. Menn tóku hinsvegar ekki að lesa þau fyrr en löngu síðar, en þá varð fljótlega ljóst hve Marx er gerólíkur þeirri guðfræði sem fram hafði verið borin í hans nafni. Marx reyndist fyrst og fremst vera húmanisti sem hafði skoðað mann- félagið og innri rök þess eftir að auð- magnið var tekið að skekkja og falsa veruleikann. Díalektísk hvörf Marx voru eingöngu miðuð við auðvalds- skeiðið; pósitívísk náttúruspeki var honum gersamlega framandi. (Hér er viljandi gengið framhjá því afbrigði stalínismans sem stungið hefur upp höfði hjá strúktúralistum í Frakk- landi.) Eru þá Jarðneskar eigur eins slæmt rit og stalínískar aðstæður 4ða áratug- arins gáfu tilefni til? Nei, engan veg- inn, sem betur fer. Af „popúlariser- andi" ritum síns tíma um marxísk fræði eru Jarðneskar eigur yfirburðaverk, samið af víðsýni og mannkærleika. Þetta ber að meta, en þar með er ekkt sagt að ritið eigi mikið erindi hér við ysta haf á 8unda áratugnum. Okkar samtíð á nefnilega sinn marxisma og sína marxista einsog hver og einn get- ur sannfærst um við það eitt að blaða í bókaskrám úr helstu útgáfuhúsum Vest- urlanda. Tíminn, sá hraðfleygi fugl, hefur óneitanlega Ieikið Jarðneskar eig- 293
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.