Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 92
Tímarit Máls og menningar ur nokkuð hart eins og brátt mun sagt verða. I kynningartexta og auglýsingu frá íslenskum útgefendum ritsins segir að það sé „grundvallarrit í marxískri hag- fræði" (sjá t.d. dagblöð frá því í júlí). Hér þarf leiðréttingar við. Grundvallar- rit marxismans eru rituð af Marxi sjálf- um, ekki öðrum. I annan stað þykir nú orðið hæpið að tala um „marxíska hag- fræði“; það viðhorf ryður sér til rúms að marxisminn skiptist ekki í búta eftir hefðbundnum háskóladeildum. Hafi menn svo haldið að Huberman væri frumlegur höfundur, sem hefði lagt fyr- ir sig grundvallarrannsóknir í anda Marx sjálfs, þá er það þriðji misskiln- ingurinn. Huberman var bara að end- ursegja það sem aðrir höfðu rannsakað og ætlaði víst aldrei að gera annað. Til marks um þetta má nefna að Huber- mars er ekki getið í neinum þeim yfir- litsritum um marxismann sem ég hef undir höndum (t.d. Lichtheim 1961, Avineri 1968, Jóhann Páll Árnason 1970). I eftirmála sínum fjallar þýðandi um breytingar sem orðið hafa á heims- málunum, vegna pólitískrar þróunar og efnahagslegrar, síðan Huberman ritaði bók sína. Segir OP þar margt vel og sumt ágætlega. Þetta setur hann fram sem umræðugrundvöll um „hagsögu 20. a!dar“ og komi það í staðinn fyrir þá tvo kafla sem felldir eru niður: „fjöru- tíu ára rit hentar ekki að öllu leyti þeim sem vilja kynna sér ástand liagkerfis- ins í dag“. . . „Bók þessi gefur góða sýn yfir hagsögulega þróun á Vestur- Iöndum frá því á tímum lénsveldisins og fram á 20. öld. Vonandi verða inn- an tíðar gefin út á íslensku rit er fjalla á sambærilegan hátt um hagsögu 20. aldar“. Ekki vil ég spilla þessum frómu óskum, en vonandi er OP eða aðrir stuðningsmenn að útgáfu bókarinnar ekki á þeirri skoðun að Huberman hafi sagt síðasta orðið um „hagsögulega þró- un“ fyrri tíma. Ekki þurfi að endur- skoða neitt annað en það efni sem höf- undur tók úr samtíð sinni. Svo einfalt er málið ekki. Á 40 árum gerast nefni- lega fleiri breytingar en á afmörkuðum sviðum stjórnmála og efnahagsmála; a 11 u r heimurinn hefur breyst, þará- meðal hugmyndaheimurinn. Hér að framan hafa verið færð rök að því að marxisminn sjálfur sé ekki sá sami nú og fjórum áratugum fyrr. Sumt af því má rekja til þess að nú eru komnar fram í dagsljósið aðrar heim- ildir um marxismann en áður voru kunnar. Enginn marxisti færi nú að rita hagsögu án þess að kynna sér mjög rækilega kaflann um „efnahagsleg tímabilaskipti" í Grundrisse, þar sem t.d. er lögð mikil áhersla á að auð- magnið myndist hvorki í landareign- inni né í gildunum, heldur sé það af- urð peningahringrásar og skiljist þetta af hugtakinu sjálfu. Eg hygg að þetta hafi tæplega verið nógu skýrt fyrir sjónum Hubermans. Ennfremur eru fjölbreytilegar umsagnir Marx um firr- inguna, einkum í æskuritunum og í Grundrisse, hin mikilvægasta leiðsögn, en hvergi kemur sú kategóría fyrir í þeim Jarðnesku. Þar er yfirleitt ekki að finna þá hugmynd að auðmagnið sé stýrandi ,.yfirskipað“ afl innan síns eig- in veruleika, og raunar sem efnishlutir ekki annað en stirðnað form undangeng- innar vinnu. Þannig ráði dauð vinna fyrir lifandi vinnu, en allt er þetta ein heild og annar parturinn ekki hætishót nær uppsprettum orsakalögmálsins en 294
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.