Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 93
hinn. Ekki kemur heldur fram að sem félagslegt afl eru gildi og auðmagn tóm sértekning sem liggur í ímyndun okkar manna og er ekki efniskennd frekar en „heimsandinn". Hin „efnislegu" eða jarðnesku lögmál eru því ekki öll þar scm þau sýnast. Kapítalisminn hefur haft endaskipti á hlutunum og skapað „viðsnúinn veruleika", en það veit Hub- erman ekki. Hinsvegar er ágætt fyrir sósíalista að vita þetta og öðlast þá skilning á því að sósíalisminn er annað og meira en tæknifræðileg endurbót á kapítalismanum. — Skýring Huber- mans á upptökum og hlutverki ríkisins (223) þykir líklega heldur þunnur þrettándi nú á tímum, þegar ríkiskenn- ingin er í miðpunkti umræðunnar meðal marxista. Ymislegur fyrirgangur ríkisins á síðari árum i þróuðum auð- valdslöndum er gersamlega óskiljanleg- ur útfrá hugsunarhætti Hubermans, en hér hefur „auðmagnsrökfræðin" þó eitthvað nýtt til málanna að leggja. — Ekki mundu nú líklega allir vera sam- mála því sem segir í texta bókarinnar um lækkun arðsfótarins (260), og dug- ar víst ekki til að höfundur hafi raunar verið að tala um hneigðina. — Gatnaii er að því hve Huberman vegur af mik- illi ákefð að John Hobson fyrir kreppukenningu hans (258), þegar haft er í huga að félagi Hubermans, Sweezy, er meðal marxista fremsti mái- s\ari mjög svipaðra hugmynda um að „van-neysla“ hrindi kreppum af stað (sjá Sweezy: The Theory of Capitalist Development frá 1942). -—- Hér eru mörg deiluefni, en um eitt yrði þó vist eining: það að Marx hafi aldrei boðað „hrun“ auðvaldsskipulagsins (219— 225). Það er í sannleika sagt hjákátlegt að sjá þessa kenningu borna á borð án Umsagnir um hcekur athugasemda frá útgefendum, úr því að athugasemdir eru gerðar á annað borð og þaráofan rjálað við texta höfundar- ins af minna tilefni, svosem síðar segir. Og enn hefur fleira gerst en þetta sem rýrir gildi Jarðneskra eigna. Hvað um þróun sagnfræðinnar sjálfrar? Voru allar sagnfræðilegar staðreyndir frá ár- inu 1000 tii 1900 þekktar fyrir réttum 40 árum, öll samhengi ijós? Því fer víst fjarri, en til viðbótar kemur svo að sagnfræðin er lifandi fræðigrein og ekki staðreyndaupptalning (íslendingar mega ekki láta truflast af ættfræðinni!). Sagnfræðin hefur æ meir snúist upp í hagsögu, það viðfangsefni sem Huber- man er sagður hafa gert skil í bók sinni. Mcr skilst að undanfarin 10-15 ár hafi einar 10 ritraðir i hag-og félagssögu verið að koma út í Bretlandi. Margir af sagn- fræðingum síðustu 40 ára eru ekki síðri marxistar en Huberman. Marxistarnir Dobb, Hill, Hobsbawm, Thompson í Bretlandi, Vilar í Frakklandi og margir fleiri sem ég kann ekki nafn á útum öll lönd, — skyldu þeir ekki hafa ein- hverjar fréttir að færa af þessu 900 ára tímabili, sem Huberman hristir framúr erminni á 250 siðum? Olíklegt þykir mér annað, en um þetta þyrfti sagn- fræðingur að fjalla. Svo er að skilja sem Huberman telji rætur auðvaldsþjóðfélagsins liggja langt aftur á lénstímunum, krossferðirnar skipti þarna máli. Það má vel vera rétt, en skyldu elcki vera skiptar skoðanir um þetta? Ýmsir munu telja að breyt- ingar í átt til kapítalisma hefjist ekki fyrr en alllöngu síðar, og bent hefur verið á atvinnulega og menningarlega hnignun í Evrópu uppúr 1300. í upp- hafi 15. aldar mun vera erfitt að sjá meiri tákn til rísandi kapítalisma í 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.