Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 94
Tímarit Máls og menningar Vestur-Evrópu eða við Miðjarðarhaf heldur en í löndum Islams, í Kína eða á Indlandi. Evrópa hafði síðan ham- skipti af eigin rammleik, og það er ein- stæð þróun en alls ekki algild. Þjóðun- um á hinum þremur svæðunum reynd- ist um megn að komast útúr sinni til- tölulega kyrrstæðu félagsskipan án hvata frá auðvaldi Evrópu. Og velað- merkja var þjóðfélagsskipan Austur- landa alls ekki „lénsveldi" í evrópskri merkingu, en það er einmitt ein af villum sovétmarxismans að reyna að beita evrópumynstrum á allt mannkyn- ið. í þessu efni hafa rússar rekið örg- ustu nýlendupólitík, en bók Hubermans ýtir óneitanlega undir vestrænar „móð- urlandshugmyndir". Og mætti ég nú spyrja, hvernig hefur gengið að beita sovétmarxískum móðurlandshugmynd- um um sögumynstrin á íslenska sögu? Með öðrum orðum: fær rit Hubermans okkur nokkra lykla í hendur varðandi okkar eigin fortíð? Það væri þá einna helst að umfjöllunin um merkantílism- ann gæfi gagnlegar hugmyndir, eða hvað? Enda á hún lítið skylt við form- fræði söguskeiðanna. Vandamálið með frumupphleðslu auðmagns er býsna erfitt. Huberman virðist ætla að auðmagn hafi í fyrstu aðallega hlaðist upp við ránin miklu í Ameríku og í Austurlöndum á næstu öld eftir landafundina. Jafnframt kemur fram — ugglaust alveg réttilega — að því aðeins hófu menn landkönnunar- leiðangra að þróun borgaralegra tengsla var komin á veg. Frumupphleðsla auð- magnsins var forsenda iðnvæðingarinn- ar, iðnbyltingarinnar. Þetta þýðir að borgaralegt samfélag hafi orðið til á undan efnahagsundirstöðu kapítalism- ans. Er þá ekki borgarinn með sín við- horf fyrr á ferð en kapítalistinn, iðju- höldurinn? Ef svo er, og það sýnist mér Huberman hafa skilið þótt hann dragi ekki miklar ályktanir af því, þá er ekki hægt að skýra framvindu sögunnar út- frá tæknilegum breytingum. Hinsvegar játast Huberman tæknifræðilega við- horfinu þegar hann lýsir framleiðslu- > aflakenningu Engels. Þarna er röklegt og sögulegt gap, og hefði ekki verið vanþörf á skýringu frá útgefendum. Þetta tengist raunar annarri hlið „sögu- skoðunarinnar" (sjá síðar) sem Huber- man tekur mjög undir, kenningunni um stéttabaráttuna sem aðalhreyfiafl sög- unnar. Ekki passar nú iðnbyltingin vel inní þá formúlu. Samkvæmt henni hefðu enskir Iandeigendur átt að vera til trafala þeirri rísandi stétt sem stóð að iðnbyltingunni. Hvað skyldu nútíma sagnfræðingar segja um þetta? Mér skilst að marxistar í þeirra hópi telji að einmitt landeigendur hafi, enn frekar en kaupsýslumenn, haft hag af iðnþró- un og stutt að henni á allar lundir. Hvar var þá afturhaldssamt eðli land- eigenda; voru þeir ekki lénsveldisleifar? Sannarlega lætur sagan illa að stjórn! Vilji menn hinsvegar sjá góða fyrir- mynd að því, hvernig marxisti greinir söguna án þess að láta formúlufræði trufla sig, þá er ráðlegast að lesa nt Marx sjálfs. Mér er það hálfgert í barnsminni þegar ég var látinn hlýða á fyrirlestra í gamla tollhúsinu í Pest um hagsögu ungverja. Lítið skildi ég í henni en eitt var þó ljóst, enda hamrað á því ár og síð: Iífskjör alþýðunnar höfðu sífellt verið að versna allar götur frá Árpád landnámsmanni framyfir daga Horthys aðmíráls. Þetta var haft í flimtingum en stúdentar kyngdu þessu, enda lykill- inn að velgengni hjá prófessor Pach. Það er nú vísast keimur af þessu sama 296
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.