Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 95
hjá blessuðum Huberman, en hér er erfitt með allar alhæfingar. Tilað- mynda er ekkert samkomulag meðal sagnfræðinga um það að girðingar 18. aldar í Bretlandi hafi rýrt kjör sveita- fólks, enda hafi þær skapað mikla vinnu. Inn í þetta kemur sá mikli vandi, hvernig á að skilgreina lífskjör; hvað á að taka mikið tillit til þátta ut- an efnislegrar neyslu? I því sambandi draga marxistar fram, hve vinnuárið var í raun og veru fáar vinnuvikur áð- ur en iðnaðurinn tók að sliga menn. Þetta er að sjálfsögðu feimnismál í Austur-Evrópu, því víða lengdi „sósíal- isminn“ vinnutímann alveg ofboðslega hjá fátæklingunum. Nú er að vísu skylt að geta þess að Huberman vill sjálfur vera á móti ein- strengingsskap og bókstafstrú. Hann læt- ur þess oft getið í textanum og hefur ýmsa fyrirvara á um þær tilgátur sem hann setur fram. Utlínur til leiðbein- ingar en ekki trúarjátning, segir hann á einum stað (114). Þetta er Ioflegt en í reynd er lesandinn í jafn miklum vanda eftir sem áður nema hann hafi aðgang að heimildum, nýrri yfirlitsrit- um, endurbættu sögumati. Upplýsingar um þau efni virðast ekki liggja á glám- bekk þannig að útgefendum hafi vetio tiltækar. Þessa geldur ritið í íslenskri gerð alveg sérstaklega, því að hagsögur eru býsna sjaldséðar á íslenskum bóka- markaði. Nú þykist ég hafa sýnt fram á það að grundvöllur marxismans árið 1976 liggi annarsstaðar en í Jarðneskum eigiim; þar er hinsvegar að finna út- listanir á marxismanum sem nú eru í mörgum greinum úreltar og hafa skakk- ar áherslur. Hvernig er svo þessum kalkaða marxisma komið á framfæri í þeirri íslensku bók? Það sést best við Umsagnir um btekur athugun á 18da kafla sem ber hið stolta heiti „Oreigar allra landa, sam- einist!", en þar er aðallega verið að kynna kenningar Marx einsog höfund- ur hafði forsendur tilað skilja þær árið 1936. Hér er Huberman ekki að segja kímnisögur úr þjóðlífi liðinna alda heldur að gera grein fyrir hugtökum, sértekningum. Afmörkun, skil og rök- legt samhengi þarf því allt að vera ljóst. En því er ekki að heilsa í íslensku út- gáfunni. Alþjóðaorðið analysis er ýmist þýtt með athugun eða skilgreiningu (208, 209). Flestir þýðendur mundu líklega kjósa að nota eitt og sama orðið og þá helst greiningu, að greina í sundur. Einnig kemur athugun fyrir sem þýð- ing á investigation (209), en þar er átt við rannsókn eða könnun. Ekki hef ég rekist á það, hvernig OP kynni að þýða definition, en yfir það er siður að hafa orðið skilgreining. Nú má segja að þýðingar séu samkomulagsatriði, það sem mestu skipti sé samkvæmni í orða- notkun, og er í sjálfu sér hægt að fallast á það. En sé orðanotkunin á reiki, er hætt við því að hugsun höfundar sé ekki til skila haldið. Dæmi finnast um það að labour power sé þýtt sem vinna, en labour sem vinnuafl (60, 208). Einmitt þessi orð eru vandmeðfarin í marxískum textum, á bakvið þau liggja skilgrein- ingar sem draga Iangan slóða, bæði á fræðilegu og praktísku sviði. Gildi vöru er afskaplega mikilsverð kategóría hjá Marxi. Hún fær heldur slæma útreið hjá OP: „Samkvæmt henni (þ.e. vinnugildiskenningunni) er gildi vöru fólgið í því hlutfallslega magni vinnu sem nauðsynlegt er til að framleiða hana" (209). Huberman sagði ekki þetta, heldur: „Samkvæmt 297
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.