Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 101
Erlendar bækur í tíunda bindi „A Study of History“ lýsir Toynbee tilgangi sínum með sagn- fræðiritun. Kenningar hans um sagn- fræði og rit hans hafa sætt mismunandi dómum, mörgum þykir hann hafa færzt fullmikið í fang með því að skrifa alls- herjar sögu mannkynsins og telja kenn- ingar hans um menningarsviðin og tölu þeirra hæpnar. En hvað sem því líður, þá hefur hann sett saman mikið magn bóka Clio til dýrðar og enginn efast um víðtæka þekkingu hans og snjalla frá- sagnartækni. I ritum sínum hefur hann víkkað mjög skilning manna á margvís- legum fyrirbærum og skilgreint ástæð- ur fyrir viðburðum og breytingum inn- an hinna mörgu menningarsviða. Það er algengara að sagnfræðingar einbeiti sér að vissum þáttum eða þætti sögunnar og virðast eiga nóg með það. Víðfeðm yfirsýn tjáð með andríki og skörpum skilningi verður æ sjaldgæfari á þessum tímum sérhæfingar, sem er að gera iðk- ara vísinda og fræðigreina að full nær- sýnum fagmönnum og í sumum grein- um að hreinum fagidíótum. Hefði Toyn- bee einhæft sig í vissu tímabili sögu eigin þjóðar, hefði hann áreiðanlega náð miklum árangri og valdið skilningsskil- um á vissum þáttum tímabilsins, en þá hefði „A Study of History" aldrei verið skrifuð. Toynbee er skilgetið afkvæmi klassískrar menntunar og ensks skóla- kerfis hærri stiga á 19. og framan af 20. öld. Hann minnist þessa nokkrum sinn- um í ritum sínum og þetta kerfi barg honum frá nærsýni einskorðaðrar sér- hæfingar, sem koðnar oft niður í þann „moldvörpuanda“ sem „sig einn sénan fær“. Siðasta bók Toynbees kom út á Jóns- messu s.l. Þar segir hann sögu mann- kynsins frá upphafi til A.D. 1973. Sá samanburður og heimspekilegar álykt- anir, sem eru svo mikill þáttur höfuð- rits hans, er mjög samandreginn í þessu riti, sem er „panorama" sögunnar. Fyrstu kaflarnir fjalla um sögusviðið, „biosphera", en það hugtak notaði Teil- hard de Chardin fyrstur manna um það örlitla lag þurrlendis, vatns og lofts í, á og yfir þessum hnetti, sem er byggilegt lífverum, þ. e. lífríkið. Höfundurinn leggur mikla áherzlu á smæð þessa svæðis og viðkvæmni, hann ræðir síðan þróun lífsins á jörðinni, dýraríkið, til- komu mannsins, sem hann segir að sé eina dýrategundin, sem ástundi það að berjast sín á milli þyrmandi engum, hvorki konum, börnum né gamalmenn- um og „þetta sérstæða form grimmdar er nú iðkað í Víetnam, þegar ég er að skrifa þessi orð“. Höf. fjallar siðan um mann- fórnir guðunum til dýrðar og mönnun- um til ábata og um þann guð, sem hef- ur hvað ákafast verið dýrkaður, síðan menn náðu yfirhendinni yfir náttúrunni 1 Mankind and Mother Earth. A Narra- tive History of the World. Arnold Toynbee. Oxford University Press 1976. 303
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.