Alþýðublaðið - 01.12.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.12.1919, Blaðsíða 1
GreíiO út af ^lþýduflokknum. 1919 Mánudaginn 1. desember 29. tölubl. Frjáls verzíun. Þegar maður les bók, og sér að $>ar er vísvitandi rangt tilgreint ^atriöi, sem beinlínis er þekkingar- ^triði, hættir maður við lesturinn *il þess að forðast að fá ef til vill fangar hugmyndir um eitthvað. ^annig mun þeim fara er lesa 'Srein þá sem stendur í Morgun- í)laðinu nýlega undir nafninu „Frjáls "^rzlun". Þeir munu margir, sem sJá að þar er vísvitandi rangt far- ^> með þekkingaratriði, og það í ^iginhagsmunaskyni (þ. e. í þágu 'Stórkaupmannanna), þeir munu ^eggja það frá sér og aldrei fram- vegis trúa, fyr en að fullreyndu, $?- sem í blaðinu stendur um "verzlunarmál, eða önnur. slík efni. ^rent barn forðast eldinn. Bf svo v*eri um alla, væri greinin ekki ^kaðleg fyrir neinn nema Morg- Uublaðið sjálft, enginn mundi taka -slíkar ritsmiðir alvarlega. En nú er það tilfellið, að þeir *eru margir, sem halda einmitt ^esau fram, sem í greininni stend- ^r. En flestir gera það affávizku, ^1- ekki til þess að fara vísvitandi 1Qieð rangt mál eins og trúlegt er að háttv. greinarhöf. geri. Greinarhöfundurinn er að æfa "*ig í að flytja rangt mál, en þótt ftierkilagt megi virðast, eru flækj- Urnar altof gegnsæar til þess að 4>8Qr villi öllum sýn. Það skal eng- iön halda að greinarhöf. viti ekki fcetur en hann skrifar, til þess nefir hann altof mikla reynslu og rnentun, eða máske hann sé ekki íjármálamaður nema í „praxís"; en það er hann áreiðanlega, það "®r eigendum Morgunblaðsins víst ^unnugt um. En hvað er það þá, sem grein- arhöf. rangfærir vísvitandi? — í íyrsta lagí það, að höf., sem kvað ^era ágætlega að sér í íslenzkri réttar- og verzlunarsögu, skuli leyfa sér að nota orðið einokun yfir ríkisverzlun. Þetta atriði þarf eigi skýringar í sjálfu sér, öllum .er Ijóst að orðið einokun hefir alt aðra þýðingu en ríkisverzlun Slík misbeiting málsins er í fylsta máta ósæmileg. Þarna fer grein- arhöfundur áreiðanlega rangt með á móti betri vitund. Hvaða dóm vilja mehn leggja á slíkt athæfl. í öðru lagi segir í greininni: „Eftir meira en tveggja ára reynzlu á landsverzluninni, muuu nú flest- ir þeirrar skoðunar, að dögum hennar eigi sem fyrst að vera lokið! Það eina sem fram er flutt til réttlætingar einokun á einni eða fleiri vörutegundum, er nú það eitt, ef einokun er á þeim í höndam einstakra manna nú þeg- ar, eins og steinolíu". (Leturbreyt- ing hór.) Þetta var annað atriðið, þarna gerir höf. sig einnig sekan í því, að nota orðið einokun, en aðal- atriðið er að hann gerir sig sek- an um að segja að það eitt sé fært fram með einokun! (ríkisverzl un), að einstakir menn hafi nú einkasölu á slíkum afurðum (t. d. steinolíu)! Satt að segja er þetta svo mikil fjarstæða, að mann mundi reka í rogastanz ef manni væri sagt sð maður sem þetta skrifar, heíði verið ráðherra og meira að segja stjórnað landsverzl- un, margur mundi spyrja hvort maðurinn hefði ekki einhvers í mist af sálargáfum sínum, síðan hann var æðsti embættismaður landsins. Og hvernig á þetta að samrýmast skoðunum Einars og Bjarna í fossamálinu um ríkis- virkjun. í þriðja lagi segir hann að lands- verzlunin hafl verið sett á stofn til þess að koma heildsölunum á kné, og vill auðvitað með því fá menn til þess að trúa að ríkis- heildverzlun mundi gerá það. Þetta er rangt með farið en stafar má- ske af skilningsleysi, þótt ótrúlegt sé. Landsverzlunin var ekki sett neinum til höfuðs, það var ráð- stöfun til að tryggja velferð þjóð- arinnar. Ríkisheildverzlun mundi hafa algerlega sama tilgang og því ekki heldur vera sett neinni stétt til höfuðs. Þetta er draugur sem hin vonda samvizka heildsal- anna hefir vakið upp. fað er eðlilegt, að heildsalarnir haldi, að menn vilji koma þeim á kné. Þeim er það ef til vill Ijósara sjálfum, en öllum almenn- ingi, hve mjög þeir standa í vegi fyrir velferð þjóðarinnar. Það er líka eðlilegt, því margir þeirra hafa meira vit á verzlunar- málum heldur en almenningur yfirleitt. En að því mun vikið síðar. Fjórða atriðið sem greinarhöf- undur vísvitandi rangfærir, er um laodsrekstur skipanna. Hann segir að rekstur þeirra hafi gengið í ólestri þangað til Eimskipafél. hafi verið falin framkv.stj. Má vera að þetta sé rétt. En þetta sannar ekkert um það að ríkisrekstur þurfi að ganga illa, því það yrðu aldrei ráðherrarnir sjálfir eða þeirra skrifstofuþjónar sem myndu stjórna ríkisverzlun eða iðju, heldur þar tii settir hæfir menn, sbr. það að Eimskipafélagsstjórninni er falið að sjá um útgerð skipanna. Þetta ætti greinarhöfundur að vita mörg- um öðrum betur. Máske minninu hafi hrakað eitthvað upp á síð- kastið. Eins og áður er sagt heitir rit- smíð sú, sem birtist í Mgbl. „Frjáls verzlun". Engum hugsnndi manni getur dulist að verzlunin nú í heiminum er alls eigi frjáls, til þess eru altof margir ríkir og voldugir kaupmenn og verzlunar- hringir, sem með fjármagni sölsa undir sig einkasölu á einni vöru- tegund, máske ekki í einu landi aðeins, heldur einnig um^ heim allan. Það verður heldur ekki tal- að um frjálsa verzlun, þegar t. d. fiskkaupmenn í Reykjavík taka sig- saman um að gefa framleiðendun* um ekki nema víst verð fýrir fiskinn. (Frh.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.