Alþýðublaðið - 01.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1919, Blaðsíða 2
s alÞýðublaðið M annrækt. ii. í I. kaila þessarar greinar, tók eg til athugunar tillögur Nóa. Verð eg enn að víkja ab grein hans lítið eitt. Þar stendur: „Við erum ekki svo miklir íram- íaramenn, Reykvíkingar, í menn- ingarlegu tilliti, að úr öllum mein- um verði bætt í einu, en að byrja á því sem næst liggur, er ekki óhugsandi að megi reyna*. (4 X : ~ ?!) „Liggur þá nokkuð nær að koma í veg fyrir að uppvai- andi kynslóðin úrkynjist og eyði- leggist, koma í veg fyrir að börn- in deyi eða verði aumingjar. Úr húsnæðinu verður ekki bætt svo, að um muni, fyrst um sinn“. Þetta er merkileg klausa. Höf. virðist sjá glögt einn mesta ágall- ann á bæjarlífmu. Hann leitar ráðs að draga úr þessum ágalla. En hann flýtir sér að fullyrða, að ekki só unt að hagga Yið megin- orsök hans. Þarna skiJja leiðir okkar. Eg hefi meiri mætur á sóttvörnum en lækningum. Húsnœðisástandið er mesta böl bæjarlífsins. Pað er höfuðorsök líkamlegra og andlegra vanþrifa bæjarbúa, en kemur harðast niður á uppvaxandi kynslóð. Og úr því er unt að bæta svo, „að um muni fyrst um sinn“. Það mun reynast auðveldara viðfangsefni en leik- vellir og sumarbústaðir, og hundr- aðfalt notadrýgra. Eg get ekki séð að bústaður fyrir börn og unglinga yrðu ódýr- ari, þó bygður væri fjarri bænum, heldur en þó hann væri bygður í bænum. Eg get ekki séð að slíkur bú- staður yrði ódýrari, þó notaður væri 2—3 mánuði úr árinu, held- ur en þó hann væri notaður til íbúðar 12 mánuði af árinu. Ekki mundi heldur smiðum fjölga við það, að bygt væri utan bæjarins. Fjárhagslega skoðað virðist mór að sumarbústaðir hlytu að tefja fyrir því, að bygðir yrðu viðunan- legir ársbústaðir. Nú vill svo vel til, að til eru sumarbústaðir fyrir börn og ung- linga kauptúnanna, sem lengi hafa verið notaðir, og sem vissulega mætti og ætti að nota miklu meira en gert er. Það eru „bændabýlin þekku*, sem dreyfð eru um alJar sýslur og sveitir þessa lands. Eða ætli kostnaðurinn við dvöl barna og unglinga á „tilbúnum" sumarbústöðum yrði miklu minni en meðgjöf, sem bændur þættust fullsæmdir af? Eða mundu slíkir sumarbústaðir verða miklu hollari börnunum, eða njóta meira trausts foreldr- anna en sveitaheimilin? Eg hika ekki við að svara þess- um spurningum neitandi. Læt eg svo úttalað um grein Nóa, en sný mér að aðalefninu. G. ^ÍBsfarríska bðrnin. Undanfarna daga hafa staðið í blöðunum auglýsingar frá ein- hleypum mönnum, sem óska eftir því, að koma niður austurrísk- um börnum hjá einhverri fjöl- skyldu. Vegna auglýsinga þessara tek eg mór penna í hönd, og óska eftir því, að Alþýðublaðið flytji eftirfarandi línur. Eg býst við því, að þeir, sem taka þessa veslings einstæðinga að sér, geri það af meðaumkun. Að þeir geri það til þess, að ögn færri sakleysingjar verði afleiðing- um stríðsins að bráð. Að þeir geri það til þess, að börnin, sem flutt verða hingað til lands, fái tæki- færi til þess, að verða að nýtum mönnum, hvort sem þau síðar meir ilendast hér eða ekki. Það dylsi því engum, sem um málið hugsar, að vanda verður mjög til þess, að velja börnunum heimili. En að einhleypir menn, eða aðrir, komi börnunum í fóstur og greiði með þeim meðgjöf, getur verið ginnandi fyrir ýmsa. Auk þess, sem uppeldi barnanna verður varla eins vel af hendi leyst hjá þeim, sem ekki taka börnin ótilkvaddir, eins og hjá þeim, sem taka börn- in svo að segja sem sín eigin börn. Líka er hætt við, að fóstur þeirra barna, sem meðgjöf fylgir, verði líkara því, sem börn alin upp á hrepp eiga við að búa, verði ekki því betur vandað til fósturforeldranna. Það eru því vinsamleg tilmæli mín til allra þeirra, sem hér eiga hlut að máli, að þeir athugi vel: og rækilega það, sem þeir eru að gera, þegar þeir vilja í góðu skyni hjálpa smælingjunum austurrísku með því, að koma þeim fyrir hjá fjölskyldum og leggja með þeim fulla meðgjöf. Þeim er skylt, og eg vona að þeir athugi vel allar kringumstæður, áður en þeir trúa hverjum sem er fyrir barninu, sem þeir viJja gott gera. Annars væri það happadrýgst, að minni hyggju, að sem allra flestum, og helzt öllum börnun- um, væri komið fyrir hjá fólki, sem sjálft og ótilkvatt annaðist uppeldi barnanna. í s^mbandi við þetta vaknar hjá mér spurningin: Hvað verður gert við börnin fyrstu dagana eftir að þau eru hingað komin?' Verða þau tekin til fósturs strax af hinum einstöku fjölskyJdum, eða höfð í sóttkví einhvern tíma? Þetta er spurning, sem vafa- laust verður grandgæfilega athug- uð af þeim, sem hlut. eiga að máli, og veitir ekki af að allrar varúðar sé gætt. J. Símslieyti. KJiöfu 28. nóv. Friðai’samningar Búlgara og Bandamanna voru undirskrifaðir í gær. Karl fyrv. keisari verður væntanlega aftur konungur í Ungverjalandi. Serbar og Svartfellingar. Prá Vín er símað, að stjórn Serbíu hafi í undirbúningi að senda her í þrennu lagi inn í Montenegro til þess að bæla niður uppreisn. Svartfellinga. Eiiend mynt. Sænskar krónur(lOO) — kr. 111.40 Norskar krónur (100) — kr. 107.80 Þýzk mörk (100) — kr. 11.70 Pund sterling (1) — kr. 20.00 Dollars (100) — kr. 494.00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.