Fréttablaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 23
EKKI TÝNA TÖSKUNNI Til eru ýmsar sniðugar lausnir fyrir þá sem eru hræddir um að týna ferðatöskunni sinni. LugLoc er til dæmis tæki, sem sameinar GSM- og Bluetooth-tækni. Það er sett í töskuna. Síðan er hægt að kveikja á appi og sjá nákvæmlega hvar taskan er í heiminum. Ég verð að segja New York, hún er svo kynngimögnuð og lifandi,“ segir Curver Thoroddsen, myndlistar- og tón- listarmaður, um uppáhaldsborg- ina sína. „Það er endalaus orka og flæði í New York. Borgin líður áfram og stökkbreytist allt í senn og hverful leiki lífsins verður bók- staflega sýnilegur í henni. Hún inniheldur alla menningarkima, ríkidæmi og fátækt og allt á sama tímanum á sama stað.“ Curver kynntist borginni vel en hann bjó þar frá 2007 til 2011. Þá stundaði hann mastersnám í myndlist og bjó bæði á Man- hattan og í Brooklyn. Hann ber íbúum borgarinnar vel söguna, þeir séu hressir en líði ekkert kjaftæði og rugl. „Fólkið er æðislegt, opið og létt í lund. New York-búar eru hreinskilnir en eins konar sam- komulag ríkir um að láta sam- skiptin ganga vel fyrir sig. Þeir eru varir um sig, setja skýr mörk og tilbúnir að verja sitt. Það er lítið rými fyrir rugl og kjaftæði í New York en mikið af léttleika og samkennd. Ég og fyrrverandi konan mín eignuðumst son okkar þar og upplifðum allar hliðar borgarinnar. Fyrst bjuggum við í pínulítilli íbúð á Lower East Side en eftir að strákurinn stækk- aði fluttum við til Greenpoint í Brooklyn en það hverfi er vin- sælt hjá listamönnum sem eru komnir með börn og meika ekki sturlunina á Manhattan eða í Williamsburg.“ DRAUMUR MATGÆÐINGSINS „Ég bætti nokkrum kílóum á mig meðan ég bjó í borginni en þar er mikil breidd í matarmenningu. Veitingahús á hverju horni og alls staðar matvörubúðir af öll- um stærðum og gerðum. Það fer dálítið eftir verði hvernig gæðin eru í matvörubúðunum en maður hefur alltaf möguleika á að versla í búðum sem selja náttúrulega ræktaðar og vörur og slíkt. Þær kosta bara örlítið meira. Svo eru ýmiss konar markaðir um helgar sem selja mat beint frá býli. Svo er alltaf hægt að fá sér yndis- lega pitsusneið á næsta horni en það er eitt af því sem einkennir New York. Allir eru sáttir við pitsusneiðar, viðskiptamaðurinn á Wall Street og fátækur mynd- listarnemi.“ Áttu þér uppáhaldsveitingastað í borginni? „Tiny’s Giant Sandwich Shop, pínulítill samlokustaður á Lower East Side sem gerir frábærar samlokur. Ég mæli með Spicy Rizz ak í semolina-brauði. Annars er líka Roberta’s Pizza í Bush- wick, falinn hippstera pitsustað- ur sem slær allt út.“ En hvernig er best að upplifa þessa kynngimögnuðu borg? „Bara vera í núinu og ganga um. Það þarf ekki að gera neitt sérstakt til að upplifa borgina. Mínar uppáhaldsstundir frá New York áður en ég flutti þangað voru oftast þær þegar ég leyfði borginni að gleypa mig. Auðvitað er fullt af leyndum perlum í borg- inni en ég held þeim fyrir mig.“ EKKERT KJAFTÆÐI BORGIN MÍN Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Curver Thoroddsen hefur ferðast víða um heim en ein borg er þó í einstöku uppáhaldi. CURVER Sýnir um þessar mundir í Hafnar- borg, listamiðstöð Hafnarfjarðar. KYNNGIMÖGNUÐ OG LIFANDI Stórborgin New York er uppáhalds- borg Curvers Thorodd- sen. Hana hefur hann heimsótt margoft og bjó þar í nokkur ár við nám. NORDIC PHOTOS/GETTY DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 7 -C A E C 1 6 3 7 -C 9 B 0 1 6 3 7 -C 8 7 4 1 6 3 7 -C 7 3 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.