Fréttablaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 20
 | 4 8. apríl 2015 | miðvikudagur Um helmingur starfsmanna ferða- skrifstofa og annarra þeirra sem sjá um skipulagningu ferða er háskólamenntaður. Einungis ein starfsgrein, það er fjármála- og vátryggingastarfsemi, hefur á að skipa hlutfallslega fl eiri háskóla- menntuðum starfsmönnum. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands sem Böðvar Þórisson kynnti á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum. Grímur Sæmundsen, for- maður stjórnar Samtaka ferða- þjónustunnar, segir að hátt hlutfall háskóla- menntaðra starfsmanna í þessari grein megi sennilega rekja til þess að með vexti greinarinn- ar hafi fólki með markaðsmenntun fjölgað mjög. Einnig sé háskóla- menntað fólk að vinna við afþrey- ingarhluta ferðaþjónustunnar, það er leiðsögumenn og fl eiri stéttir. „Það er oftast nær háskólamenntað fólk,“ segir Grímur. En þótt fjöldi háskólamenntaðs fólks starfi við ferðaþjónustu þá er skortur á iðn- menntuðu fólki sem starfar við matreiðslu, framreiðslu og annað slíkt. Grímur segir að í ályktun sem samþykkt var á aðalfundin- um hafi verið brýnt fyrir stjórn- Mikill fjöldi háskólmenntaðra starfar við ferðaþjónustu Um helmingur starfsmanna ferðaskrifstofa er háskólagengið fólk. Fólki með markaðs- menntun hefur fjölgað og háskólamenntað fólk vinnur einnig við afþreyingarhlutann. GRÍMUR SÆMUNDSEN MENNTUN Í ATVINNUGREINUM Flug Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur Rekstur gististaða og veitingahúsa Framleiðsla málma Fjármála- og vátryggingastarfsemi Landbúnaður, skógrækt og fi skveiðar Framleiðslugreinar alls Háskólamenntun Framhalds- og starfstengt nám Grunnmenntun 31% 58% 11% 51% 31% 18% 11% 37% 52% 11% 48% 41% 15% 46% 39% 15% 46% 39% 60% 24% 16% völdum að bregðast við hlutverki sínu og styðja innviði greinarinn- ar. Í ályktuninni er meðal annars vikið að menntun, en þar segir að stórefl a þurfi menntakerfi ferða- þjónustunnar. „Tryggja þarf sam- ráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunn- nám að leiðarljósi og skipa sérstak- an starfshóp til þessa.“ Grímur segir að Samtök ferða- þjónustunnar hafi í hyggju að fylgja þessari ályktun eftir með viðræðum við stjórnvöld um menntamál og mörg önnur atriði sem Samtökin leggja áherslu á. „En það sem við leggjum kannski mesta áherslu á í ályktuninni eru stórauknar opinberar fjárfesting- ar í samgöngum. Bæði í vegakerf- inu og fl ugvallarstarfsemi. Vegna þess að lífæð greinarinnar eru samgöngur, og þarna erum við að tala um innviðafjárfestingar sem eru ekki sérhæfðar heldur nýtast landsmönnum öllum í þeirra dag- lega lífi ,“ segir Grímur. Þá tekur Grímur fram að það þurfi að horfa á nýtingar náttúru- auðlinda út frá hagsmunum ferða- þjónustunnar, sem sé langmest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins. „Sem dæmi hafa menn verið að vinna með rammaáætl- un vegna verndar og orkunýting- ar landsvæða sem hefur verið í vinnslu í tuttugu ár. Þarna er bara verið að hugsa um orkufrekan iðnað og ferðaþjónustan er orðin fi mmtíu prósentum stærri en orku- frekur iðnaður í gjaldeyrissköpun,“ segir Grímur. Mikilvægi ferða- þjónustunnar sem atvinnugreinar hafi vaxið mjög mikið á undanförn- um árum og það þurfi að fara að huga að henni með sama hætti og hugað hefur verið að orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi hingað til. Á aðalfundinum var að auki samþykkt sérályktun um stofnun ferðamálaráðuneytis til að vinna að hagsmunum greinarinnar. jonhakon@frettabladid.is Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður. Rekstrartekjurnar næstum tvöfölduðust, fóru úr 2.029 millj- ónum króna í 3.961 milljón króna. Ástæðan er sú að Eik sameinaðist Landfestum og keypti einnig EF1. Eignasafn Landfesta ehf. er alls um 98 þúsund fermetrar og sam- anstendur af 35 eignum. Eigna- safn EF1 hf. er alls um 60 þúsund fermetrar og meðal eigna félags- ins eru Smáratorg 1 og Turninn að Smáratorgi 3 í Kópavogi, auk verslunarmiðstöðvarinnar Glerár- torgs og fasteigna við Dalsbraut 1 á Akureyri. Við þessi viðskipti með EF1 og Landfestar fóru eignir Eikar úr 24,6 milljörðum króna í 62,3 millj- arða króna. Skuldirnar þrefölduð- ust einnig, fóru úr 16,3 milljörðum í 46,7 milljarða. Í ársreikningi Eikar kemur fram að stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 580 milljóna króna arður til hluthafa á árinu 2015 en ekki var greiddur arður á síðasta ári. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri félagsins, sagði í sam- tali við Markaðinn á dögunum að nú væri lögð áhersla á arðsemi og þjónustu við hluthafa, fremur en frekari stækkun. „Stjórn hefur sett sér arðgreiðslustefnu um að greiða árlega út arð sem nemur 35% af handbæru fé frá rekstri,“ sagði Garðar. Eins og fram hefur komið er stefnt að hlutafjárútboði Eikar nú í apríl og að í framhaldinu verði félagið skráð í Kauphöll. Tveir stærstu núverandi eigendur í félaginu eru Arion banki með lið- lega 14 prósenta hlut og Lífeyris- sjóður verslunarmanna með 10,5 prósenta hlut. Í útboðinu mun Arion selja hlut sinn. - jhh Stjórn fasteignafélagsins Eikar leggur til við aðalfund félagsins að hluthafar fái greiddar 580 milljónir króna í arð í ár: Hagnaður Eikar jókst um 110 milljónir GARÐAR HANNES FRIÐJÓNSSON Laun stjórnarmanna og varastjórn- armanna fasteignafélagsins Reg- ins verða óbreytt næsta árið, sam- kvæmt tillögu sem stjórn félagsins leggur fyrir aðalfund félagsins. Þóknun hvers stjórnarmanns verður því áfram 250 þúsund krón- ur á mánuði og þóknun formanns stjórnar 500 þúsund krónur. Vara- mönnum verða greiddar 125 þús- und krónur fyrir hvern setinn fund, þó ekki hærra en 250 þúsund krón- ur fyrir hvern mánuð. Starfskjarastefna fyrirtækisins verður líka óbreytt frá fyrra ári. Samkvæmt henni taka starfskjör æðstu stjórnenda mið af kjörum æðstu stjórnenda hjá sambæri- legum fyrirtækjum. Þau taka mið af frammistöðu viðkomandi starfs- manns, afkomu félagsins, mikil- vægra áfanga í rekstri og starf- semi félagsins að öðru leyti. Þar á meðal hvort settum markmiðum hafi verið náð. Stjórnarformaður fær áfram 500 þúsund krónur og stjórnarmenn fá 250 þúsund: Óbreytt laun hjá stjórn Regins HELGI S. GUNNARSSON, FORSTJÓRI REGINS FASTEIGNAFÉLAGS Reginn greiddi samtals 466 millj- ónir króna í laun og launatengd gjöld árið 2014, sem var 64 millj- ónum meira en árið á undan. Þar af voru 37 milljónir í laun og 39 milljónir í önnur launatengd gjöld. Aðalfundur Regins fer fram þann 21. apríl næstkomandi. - jhh Neytendastofa hefur bannað Aqua Spa ehf. að nota auðkennið Aqua Spa og lénið aqua-spa.is. Fram kemur á vef stofnunarinn- ar að borist hafi kvörtun frá Átaki heilsurækt sem taldi að með notk- uninni bryti Aqua Spa ehf. gegn vörumerkjarétti Átaks heilsu- ræktar. „Neytendastofa taldi ljóst að Átak heilsurækt hefði notað heit- ið Aqua Spa fyrir snyrtistofu sína frá árinu 2007. Heitið Aqua Spa var talið hafa nægilegt sérkenni til þess að njóta verndar. Var hætta talin á því að neytendur teldu að tengsl væru milli fyrirtækjanna,“ segir á vef Neytendastofu. - óká Taka undir sjónarmið Átaks: Noti ekki Aqua Spa ÁTAK HEILSURÆKT OG AQUA SPA ERU TIL HÚSA VIÐ STRANDGÖTU Á AKUREYRI. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsnet kynnir nýjar áherslur í rekstri félags- ins á opnum vor- fundi um stöðu fl utningskerfi s raforku á Íslandi í fyrramálið, 9. apríl. „Tíu ár eru frá því félagið tók til starfa og er vorfundurinn orðinn árviss viðburður,“ segir í tilkynningu. Með nýjum áherslum, sem Guð- mundur Ingi Ásmundsson for- stjóri Landsnets kynnir, á meðal annars að nást fram víðtækari samfélagssátt um leiðir til að þróa og viðhalda raforkufl utningskerfi landsins, í sátt við samfélag og umhverfi . Hægt verður að fylgj- ast með fundinum á landsnet.is og koma að spurningum á Twitter undir #landsnet, eða í netfangið landsnet@landsnet.is. - óká Kynna nýjar áherslur á vorfundi: Landsnet orðið 10 ára GUÐMUNDUR INGI ÁSMUNDSSON Icelandair Group fl utti 183 þúsund farþega í millilandafl ugi í mars og voru þeir 15% fl eiri en á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 7%. Sætanýting var 82,7% og jókst um 4,4 prósentustig á milli ára og hefur aldrei verið hærri í mars áður. Í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar segir að farþegar í innanlandsfl ugi og Grænlandsfl ugi hafi verið 23 þúsund í mars sem sé fækkun um 4% á milli ára. - jhh Sætanýting batnar enn: 15 prósent fleiri farþegar Viðskiptaráð Íslands telur að sú endurnýjun sem er fram undan á búvörusamningum skapi tæki- færi fyrir framleiðendur og stjórn- völd til þess að gera breytingar á landbúnaðarkerfinu. Verði það tækifæri ekki nýtt sé hætt við að afkoma bænda haldi áfram að dala samhliða rýrnandi kjörum neyt- enda og auknum kostnaði skatt- greiðenda. Viðskiptaráð telur að um 40 pró- sent matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollverndar nýtur við. Mest sé tollverndin þegar kemur að mjólkurtengdum afurðum og kjöti. - jhh Verndin mest í mjólk og kjöti: Tækifæri til breytinga 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 8 -D 5 8 C 1 6 3 8 -D 4 5 0 1 6 3 8 -D 3 1 4 1 6 3 8 -D 1 D 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.