Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 1

Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 ÍÞRÓTTIR Sund Átta Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í 25 m laug sem hefst í Katar á fimmtudaginn. Eygló á bestu möguleikana og ellefta besta árangur heims í 200 m baksundi. Hrafnhildur gæti líka náð langt. 3 Íþróttir mbl.is „Ég sneri mig á ökkla á æfingu á föstudaginn en var bara teip- aður vel og fékk verkjatöflur til að ég gæti spilað gegn Dunkerque í Meistaradeild- inni í gær [í fyrrakvöld],“ sagði Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessari leiktíð, sinni fyrstu með Aalborg í Danmörku. Fyrrgreind ökklameiðsli eru ekki alvarleg og hann ætti að geta mætt Kadetten Schaffhausen í mik- ilvægum leik í Meistaradeildinni á fimmtudaginn. En þá, líkt og á öllu þessu tímabili, mun hann líklega aðeins leika í vörn vegna erfiðra hnémeiðsla. „Þetta er búið að vera hálfþreytt. Ég hef ekki getað beitt mér að fullu allt tímabilið. Ég hef verið í vand- ræðum með bæði hnén og fengið sprautur til að reyna að bæta úr því. Í versta falli endar þetta með aðgerð, en ég hef farið í þrjár að- gerðir út af þessum meiðslum á ferlinum,“ sagði Ólafur, sem virðist ekki sérlega bjartsýnn á að geta spilað á HM í janúar. sindris@mbl.is Orðinn þreytt- ur á þrálátum meiðslum Ólafur Gústafsson FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eiður Smári Guðjohnsen mun sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins verða formlega kynntur sem leik- maður enska knattspyrnufélagsins Bolton Wanderers áður en vikan er úti, sennilegast í dag. Hann skrifar undir skammtímasamning við félagið sem hann lék með í tvö ár undir lok síðustu aldar. Eiður gæti því komið við sögu í næsta leik liðsins sem er gegn Reading á laugardag í ensku B- deildinni. Eiður lék annan æfingaleik sinn á síðustu sjö dögum fyrir Bolton í gær þegar hann spilaði allan leikinn með varaliði félagsins í 2:1-tapi gegn Middlesbrough. Eiður kom talsvert við sögu í leiknum og lagði upp ágæt færi fyrir framherja liðsins snemma leiks, frammi fyrir augum knatt- spyrnustjórans sigursæla Neil Len- non sem hefur verið óspar á hrósið í garð Eiðs. Eiður fór hins vegar illa með tvö dauðafæri í fyrri hálfleiknum og ljóst að nokkuð vantar upp á leik- formið hjá þessum markahæsta leik- manni íslenska landsliðsins frá upp- hafi. Eiður lék síðast mótsleik með Club Brugge í Belgíu um miðjan maí. Hann hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum í haust, enda án fé- lags, en hefur fullan hug á að taka þátt í undankeppni Evrópumótsins þar sem Ísland hefur byrjað frábær- lega. Eiður lék síðast á Englandi árið 2011 en hann var lánsmaður hjá Ful- ham frá Stoke fyrri hluta þess árs áð- ur en hann gekk í raðir AEK Aþenu í Grikklandi. Bolton er taplaust í síðustu fjórum leikjum, hefur unnið þrjá þeirra, og er komið upp í 18. sæti B-deildarinnar eftir erfiða byrjun. Gengið hefur snar- batnað síðan Lennon var ráðinn í stað Dougie Freedman en Lennon gerði garðinn frægan sem stjóri Celtic sem varð þrívegis skoskur meistari og tví- vegis bikarmeistari undir hans stjórn. Hitaði upp fyrir helgina  Eiður Smári skrifar undir skammtímasamning við Bolton  Mættur í Bolton- búninginn eftir 14 ára fjarveru  Rúmlega hálft ár liðið frá síðasta keppnisleik Morgunblaðið/Eva Björk Endurkoma Allra augu beindust að Eiði Smára Guðjohnsen í leik varaliðs Bolton í gær enda allt útlit fyrir að hann semji við félagið í vikunni. 2. desember 1978 Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik sigrar Kínverja, 35:24, í síðasta leiknum á alþjóðlegu móti í Frakklandi en stað- an var jöfn í hálf- leik. Þorbjörn Guð- mundsson skorar 9 mörk fyrir íslenska liðið og Árni Ind- riðason 6. Ísland hafnar í öðru sæti mótsins, á eftir Frökkum. 2. desember 1995 Ísland sigrar Pólland, 23:21, á útivelli í Poznan í síðasta leik sín- um í undankeppni EM karla í handknattleik. Patrekur Jóhann- esson skorar 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson 5. Ísland fær því 8 stig í riðlinum eins og Rússland og Rúmenía en hin tvö liðin komast á EM vegna betri innbyrðis úrslita. 2. desember 2007 Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik sigrar Hvít-Rússa, 31:30, í síðasta leik sínum í und- anriðli Evrópukeppninnar í Litháen. Ísland endar í öðru sæti og var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í umspili. Rakel Dögg Bragadóttir skorar 11 mörk og Guðbjörg Guðmanns- dóttir 8. Á ÞESSUM DEGI Í gær, nákvæmlega hálfu ári áður en Smáþjóða- leikarnir 2015 verða settir í Reykjavík, var lukkudýr leikanna kynnt til leiks í Laugarásbíói. Það voru Ólympíufararnir og hönnuðirnir Elsa Nielsen og Logi Jes Kristjánsson sem sáu um að hanna útlit lukkudýrsins sem og merki leikanna. Lukkudýrið er með eldhár, sólarandlit, íklætt grænum mosafeldi, með íshala, bláa „vatns“- fætur og stuðlaberg undir iljunum. Lukkudýrinu hefur ekki verið gefið nafn og verður efnt til hugmyndasamkeppni á næstu vikum. Fulltrúar ÍSÍ undirrituðu jafnframt styrktarsamninga við níu fyrirtæki en það eru Advania, Askja, Bíla- leiga Akureyrar, Europcar, Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vífilfell og ZO-ON. Morgunblaðið/RAX Lukkudýr Smáþjóðaleikanna óskar eftir nafni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.