Morgunblaðið - 02.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2014, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 mið er tekið af fæðingarvottorðinu. Grindvíkingar réðu ekkert við hann í stöðunni maður á móti manni og þó var öflugur varnarmaður, Ólaf- ur Ólafsson, að valda Darrel hluta leiksins. Góðar hreyfingar, og ótrú- leg mýkt í skotum af stuttu færi, gerðu það að verkum að Darrel setti niður 17 af 21 skoti innan teigs. Ger- ir það 81% hittni. Ég veitti því at- hygli að þegar Grindavík skoraði þá keyrðu Darrel og Myron Dempsey iðulega fram. Ef þeir fengu langa sendingu gátu þeir freistað þess að sækja á körfuna með gott pláss í stöðunni maður á móti manni. Demp- sey er einnig nokkuð lunkinn og þessar aðstæður voru veisla fyrir Darrel. Velgengnin kemur ekki á óvart Góð byrjun Stólanna í deildinni kemur Darrel ekki á óvart. „Nei vegna þess að við erum með góðan hóp leikmanna sem spila af krafti. Við getum keppt við hvaða lið sem er í deildinni og leggjum okkur ávallt 100% fram. Ég tel að við getum keppt um titilinn. Ef okkur tekst að koma okkur í þá stöðu að spila um titilinn þá viljum við auðvitað vinna. Mér sýnist að við getum komið okk- ur í góða stöðu og ef við spilum af svipaðri getu út árið, og í byrjun næsta árs, þá eigum við að vera í fín- um málum,“ sagði Darrel í samtali við Morgunblaðið. Darrel dvelur ekki við aldur og fyrri störf Morgunblaðið/Árni Sæberg Óstöðvandi Darrel Lewis var Grindvíkingum heldur betur erfiður.  38 ára gamall en skoraði 45 stig Í GRINDAVÍK Kristján Jónsson kris@mbl.is Darrel Keith Lewis, sem verður 39 ára gamall í febrúar, skoraði aldur sinn og rúmlega það í Dominos- deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Lewis skoraði 45 stig þegar Tinda- stóll vann Grindavík 102:97 eftir jafn- an og spennandi leik. Velgengni Stól- anna heldur áfram en liðið hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjunum en Grindvíkingar eru í basli af ýmsum ástæðum með aðeins tvo sigra. Sterka leikmenn vantar í bæði lið en þau unnu vel úr þeim mannskap sem í boði var. Grindavík tefldi meira að segja fram Jóni Axel Guðmunds- syni sem er í menntaskóla í Banda- ríkjunum. Jón tjáði Morgunblaðinu að hann hefði einungis verið í fríi vegna þakkargjörðarhátíðarinnar og væri á leið vestur á ný. Jón skilaði 14 stigum og gaf 9 stoðendingar. Hitti úr 17 af 21 skoti í teignum Sá sem stal senunni í gærkvöldi var hins vegar orðinn tvítugur þegar Jón Axel fæddist. Darrel Lewis þekkir íþróttahúsið í Grindavík vel því hann lék með liðinu frá 2002- 2005. Þá var hann stórbrotinn leik- maður og kappinn er ennþá ótrúlega seigur, þó að hann eigi að vera farinn að gefa eftir á körfuboltavellinum ef Afturelding mátti hafa mikið fyrir því að slá út næstefsta lið 1. deildar, Víking, í 16 liða úrslitum karla í handknattleik í gærkvöld, en vann að lokum eins marks sigur, 27:26. Það munaði aldrei miklu á liðunum í leiknum en Aftureld- ing var einu marki yfir, 20:19, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Afturelding komst í 27:25 en Víkingar minnkuðu muninn í eitt mark svo spennan var mikil í lokin. Afturelding tók leikhlé þegar 12 sekúndur voru eftir og tókst að koma í veg fyrir framlengingu. Afturelding er annað liðið sem kemst áfram í 8 liða úrslitin en áður höfðu Haukar slegið út B-lið sitt. Leikirnir sex sem eftir eru í 16 liða úrslitunum fara fram í næstu viku. Gunnar Malmquist Þórsson og Jóhann Gunnar Einarsson voru markahæstu leikmenn Aftureldingar með 6 mörk hvor en þeir Jón Hjálmarsson og Arnar Freyr Theodórsson skoruðu 7 mörk hvor fyrir Víkinga. Magnús Gunnar Er- lendsson varði um 20 skot fyrir Víking. sindris@mbl.is Afturelding fékk hörkuleik Jóhann Gunnar Einarsson Kolbeinn Sigþórsson hefur komist að samkomulagi við hol- lenska meistaraliðið Ajax um að framlengja samning sinn við félagið til sumarsins 2016. Núgildandi samningur Kol- beins við Ajax ætti að renna út næsta sumar. Þetta fullyrti sjónvarpsstöðin AT5 fyrst miðla í Hollandi í gærkvöld. Samningurinn er þó ekki sagður minnka lík- urnar á því að Kolbeinn yfirgefi Ajax annaðhvort strax í janúar eða næsta sumar. Ajax hafi aðeins viljað tryggja sér að félagið fengi meira en ekkert fyrir hann. Flest benti til þess framan af síðasta sumri að Kolbeinn myndi yfirgefa Ajax, eftir þriggja ára veru og þrjá Hol- landsmeistaratitla, og meðal annars reyndi enska félagið QPR að fá hann. Svo fór þó að hann hélt kyrru fyrir. Kolbeinn hefur skorað fjögur mörk í hollensku úrvalsdeildinni í vetur en missti nýverið sæti sitt í byrjunarliðinu til Pólverjans Arkadiusz Milik sem hefur byrjað síðustu fjóra leiki liðsins. sindris@mbl.is Kolbeinn fær lengri samning Kolbeinn Sigþórsson Danmörk Midtjylland – Vestsjælland..................... 2:1  Eyjólfur Héðinsson var ekki í leik- mannahópi Midtjylland.  Frederik Schram markvörður var á varamannabekk Vestsjælland. Staðan: Midtjylland 16 13 1 2 34:15 40 Randers 16 9 3 4 17:11 30 København 16 8 5 3 16:12 29 Brøndby 16 7 3 6 20:17 24 Nordsjælland 16 7 3 6 19:20 24 AaB 16 5 6 5 15:13 21 Hobro 16 5 5 6 23:24 20 Esbjerg 16 4 7 5 23:19 19 SønderjyskE 16 3 10 3 16:17 19 OB 16 5 3 8 18:22 18 Vestsjælland 16 4 2 10 16:30 14 Silkeborg 16 0 4 12 8:25 4 Bikarkeppnin, 16 liða úrslit: Varde – SönderjyskE .............................. 0:3  Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir SönderjyskE. Ítalía Sampdoria – Napoli.................................. 1:1 Staða efstu liða: Juventus 13 11 1 1 30:5 34 Roma 13 10 1 2 25:9 31 Napoli 13 6 5 2 24:16 23 Genoa 13 6 5 2 19:12 23 Sampdoria 13 5 7 1 16:10 22 Milan 13 5 6 2 23:17 21 Lazio 13 6 2 5 21:16 20 Fiorentina 13 5 4 4 16:11 19 Udinese 13 5 3 5 15:17 18 Sassuolo 13 4 6 3 13:16 18 Spánn Almería – Rayo Vallecano ....................... 0:1 Staða efstu liða: Real Madrid 13 11 0 2 48:12 33 Barcelona 13 10 1 2 31:6 31 A. Madrid 13 9 2 2 25:12 29 Sevilla 13 8 2 3 24:17 26 Valencia 13 7 3 3 24:12 24 Villarreal 13 6 3 4 19:14 21 Málaga 13 6 3 4 16:14 21 Celta Vigo 13 5 5 3 17:13 20 A. Bilbao 13 5 3 5 12:14 18 Rayo Vall. 13 5 2 6 16:24 17 Eibar 13 4 4 5 14:19 16 KNATTSPYRNA Coca Cola bikar karla 16 liða úrslit: Víkingur – Afturelding ........................ 26:27 Svíþjóð Ricoh – Malmö ..................................... 26:24  Tandri Már Konráðsson skoraði 7 mörk fyrir Ricoh. HANDBOLTI Dominos-deild karla Grindavík – Tindastóll ....................... 97:102 Staðan: KR 8 8 0 793:644 16 Tindastóll 8 7 1 759:677 14 Stjarnan 8 5 3 705:661 10 Haukar 8 5 3 704:666 10 Keflaví-k 8 4 4 623:655 8 Njarðvík 8 4 4 668:643 8 Þór Þ. 8 4 4 730:723 8 Snæfell 8 4 4 705:715 8 ÍR 8 2 6 672:705 4 Grindavík 8 2 6 680:755 4 Fjölnir 8 2 6 664:744 4 Skallagrí-mur 8 1 7 667:782 2 1. deild karla FSu – KFÍ........................................... 101:86 Staðan: FSu 8 6 2 664:622 12 Hamar 7 6 1 606:536 12 Höttur 8 6 2 617:562 12 Valur 7 4 3 525:492 8 Breiðablik 8 4 4 602:601 8 ÍA 7 3 4 518:545 6 KFÍ 9 2 7 686:727 4 Þór A. 8 0 8 499:632 0 NBA-deildin Boston – San Antonio......................... 89:111 Brooklyn – Chicago............................ 84:102 Detroit – Golden State ....................... 93:104 Sacramento – Memphis ....................... 85:97 New York – Miami ............................... 79:86 Phoenix – Orlando ................................ 90:93 Portland – Minnesota......................... 107:93 LA Lakers – Toronto ...............(frl.) 129:122 Staðan í Austurdeild: Toronto 13/4, Washington 10/5, Chicago 11/6, Atlanta 9/6, Miami 9/7, Milwaukee 10/8, Cleveland 8/7, Indiana 7/10, Brooklyn 6/9, Orlando 7/12, Boston 4/10, New York 4/ 14, Charlotte 4/14, Detroit 3/14, Phila- delphia 0/16. Staðan í Vesturdeild: Memphis 15/2, Golden State 14/2, Portland 13/4, Houston 13/4, San Antonio 12/4, Dall- as 13/5, LA Clippers 11/5, Phoenix 10/8, Sacramento 9/8, Denver 8/8, New Orleans 7/8, Utah 5/12, Oklahoma City 5/12, Minne- sota 4/11, LA Lakers 4/13. KÖRFUBOLTI Grindavík, Dominos-deild karla, mánudag 1. desember 2014. Gangur leiksins: 8:4, 8:10, 15:16, 20:20, 25:27, 27:31, 35:37, 38:44, 46:50, 54:58, 59:68, 65:75, 70:79, 81:85, 92:93, 97:102. Grindavík: Rodney Alexander 27/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 23/8 fráköst, Oddur Rúnar Krist- jánsson 20/9 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunn- arsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/ 12 fráköst, Hilmir Kristjánsson 4. Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn. Tindastóll: Darrel Keith Lewis 45, Myron Dempsey 27/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/4 frá- köst/12 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 8/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8, Helgi Freyr Margeirs- son 3. Fráköst: 21 í vörn, 5 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Björgvin Rúnarsson, Dav- íð Tómas Tómasson. Grindavík – Tindastóll 97:102 Bob Hanning, framkvæmdastjóri þýska handknattleiksliðsins Füchse Berlín, segist vonast til þess að geta skrifað undir samning við eftirmann Dags Sigurðssonar hjá félaginu áður en flautað verður til leiks á heims- meistaramótinu í handknattleik karla í Katar í næsta mánuði. Erlingur Richardsson, þjálfari West Wien og annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, er einn þeirra sem koma til greina. Dagur hættir sem þjálfari Berl- ínarliðsins um mitt næsta ár og ein- beitir sér að þjálfun þýska landsliðs- ins en nú er hann þjálfari beggja liða. Hanning sagði við þýska fjölmiðla í gær að valið væri erfitt. Upphaflega hefði hann verið með lista yfir 16 þjálfara sem komið hefðu til greina. Nú standi nöfn fjögurra eftir á list- anum. „Ég vonast til að ráðning nýs þjálfara verði frágengin fyrir HM,“ sagði Hanning. West Wien er á toppnum Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er nafn Erlings eitt fjög- urra sem eftir eru á lista Hannings. Erlingur hefur náð athygl- isverðum árangri með West Wien á síðasta hálfa öðru ári. Liðið er nú í efsta sæti í Austurríki ásamt HC Fi- vers en liðin eru með 24 stig hvort að loknum 15 umferðum. Hann þjálfaði ÍBV og HK áður en hann hélt til Austurríkis en HK varð Íslands- meistari undir stjórn hans og Krist- ins Guðmundssonar árið 2012. iben@mbl.is Erlingur er enn í myndinni  Füchse Berlín hefur þrengt leitina að eftirmanni Dags Morgunblaðið/Golli Berlín Erlingur Richardsson gæti farið frá Vínarborg til Berlínar. Knattspyrnumarkvörðurinn Fjal- ar Þorgeirsson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að leggja hanskana á hilluna og gerast að- stoðarþjálfari hjá Íslandsmeist- urum Stjörnunnar. Fjalar lauk þar með ferlinum hjá Val en hef- ur varið mark Hlíðarendaliðsins undanfarin tvö tímabil. Fjalar, sem er 37 ára gamall, lauk í ár sínu 21. keppnistímabili í meistaraflokki en hann var að- eins 17 ára gamall, árið 1994, þegar hann varð aðalmarkvörður Þróttar. Hann lék alla 18 leiki Þróttarliðsins í næstefstu deild það ár. Hætt Fjalar hættir sem þriðji leikjahæsti markvörðurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.