Morgunblaðið - 02.12.2014, Síða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Ásgeir Mar-teinsson,
sem lék með
Frömurum í
Pepsi-deildinni í
knattspyrnu í ár,
er genginn til liðs
við Skagamenn
og samdi við þá til
tveggja ára. Ás-
geir, sem er tvítugur sókn-
artengiliður, er uppalinn hjá HK og
lék einmitt undir stjórn Gunnlaugs
Jónssonar, núverandi þjálfara
Skagamanna, þegar Kópavogsliðið
varð meistari í 2. deildinni árið 2013.
Þá skoraði hann 10 mörk í 21 deilda-
leik. Hann gekk síðan til liðs við
Framara og skoraði þrjú mörk fyrir
þá í þrettán leikjum í Pepsi-deildinni
á þessu ári.
Tyrkneska knattspyrnuliðið Gala-tasaray sem í síðustu viku rak
Ítalann Cesare Prandelli úr starfi
þjálfara er búið að finna eftirmann-
inn en það er Tyrkinn Hamza
Hamzaoglu. Frá þessu greindi fé-
lagið frá í gær en Hamzaoglu er 44
ára gamall sem hefur gegnt stöðu
aðstoðarþjálfara hjá tyrkneska
landsliðinu. Hann lék á árum áður
með Galatasaray.
HilmarTrausti
Arnarsson, sem
verið hefur fyr-
irliði Hauka síð-
ustu ár, gekk í
gær í raðir KA og
skrifaði undir
samning til
þriggja ára við
Akureyrarfélagið. Hilmar er 28 ára
gamall og getur leikið sem miðju-
maður og bakvörður. Hann hefur
leikið með Haukum nær allan sinn
feril utan tveggja ára hjá Leikni
Reykjavík. Á dögunum samdi KA
við annan miðjumann þegar Halldór
Hermann Jónsson kom til félagsins
frá Val.
Yacine Brahimi varð í gær fyrstiAlsír-búinn til að hljóta útnefn-
ingu sem knattspyrnumaður ársins í
Afríku að mati hlustenda BBC. Bra-
himi er 24 ára gamall og skaraði
fram úr í liði Alsír sem kom mörgum
á óvart á HM í sumar og náði í 16
liða úrslitin í fyrsta sinn. Auk hans
voru tilnefndir þeir Yaya Touré og
Gervinho frá Fílabeinsströndinni,
Pierre-Emerick Aubameyang frá
Gabon og Vincent Enyeama frá
Nígeríu.
Franski knattspyrnumaðurinnThierry Henry, fyrrverandi
leikmaður Arsenal, hefur staðfest að
hann muni yfirgefa bandaríska liðið
New York Red Bulls þegar samn-
ingur hans við félagið rennur út eftir
tímabilið. Henry, sem er 37 ára gam-
all, gekk í raðir New York Red Bulls
frá Barcelona árið 2010 en hann
sneri aftur til sinna gömlu félaga í
Arsenal árið 2012 og lék sem láns-
maður með því í stuttan tíma.
Fólk folk@mbl.is
HM Í SUNDI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Átta íslenskir sundmenn taka þátt í
heimsmeistaramótinu í sundi í 25 m
laug sem hefst í Doha í Katar á
fimmtudaginn. Mótinu lýkur síðdegis
á sunnudag. Íslensku sundmennirnir
átta verða í hópi um 900 sundmanna
sem koma víðsvegar að úr heiminum
til mótsins en þeir munu reyna fyrir
sér í 46 keppnisgreinum, þar af 34
einstaklingsgreinum og síðan verður
keppni í 12 boðsundum. Alls verða
138 verðlaunapeningar hengdir um
háls keppenda sem vinna til verð-
launa í greinunum 46.
Íslensku keppendurnir eru Daníel
Hannes Pálsson, Davíð Hildiberg Að-
alsteinsson, Eygló Ósk Gústafsdóttir,
Hrafnhildur Lúthersdóttir, Inga Elín
Cryer, Kolbeinn Hrafnkelsson, Krist-
inn Þórarinsson og Kristófer Sigurðs-
son.
Einnig fengu tveir sundmenn styrk
frá Alþjóðasundsambandinu, FINA,
til að fara og taka þátt í ungliðaverk-
efni á vegum þess í Doha meðan á
HM stendur. Það eru þau Ólafur Sig-
urðsson og Sunneva Dögg Friðriks-
dóttir. Ólafur og Sunneva Dögg eru í
hópi 350 unglinga á aldrinum 14 til 16
ára sem boðið er til Doha til þess að
taka þátt í æfingabúðum sem haldnar
verða samhliða heimsmeist-
aramótinu.
Kemst Eygló Ósk í úrslit?
Af keppendunum átta virðist sem
Eygló Ósk eigi mesta möguleika á að
ná lengst íslensku keppendanna. Sem
stendur á hún 11. besta árangurinn í
heiminum á þessu ári í 200 m bak-
sundi, 2.04,78 mínútur. Það er Ís-
landsmetið í greininni og setti Eygló
Ósk það um miðjan síðasta mánuð á
Íslandsmeistaramótinu sem haldið
var í Ásvallalaug.
Erfitt er hinsvegar á átta sig vel á
möguleikum hennar þrátt fyrir ofan-
greinda staðreynd því endanlegir
keppendalistar liggja ekki fyrir á
heimasíðu mótsins. Þar af leiðandi er
heldur ekki hægt að segja til um
hversu margar af þeim 10 sundkonum
sem náð hafa betri tíma en Eygló Ósk
á þessu ári mæta til mótsins.
Auk Eyglóar Óskar má reikna með
að Hrafnhildur geti blandað sér í
keppni þeirra bestu og jafnvel komist
í undanúrslit í einhverjum af bringu-
sundsgreinunum sem eru hennar sér-
grein. Hrafnhildur virðist í afar góðri
æfingu um þessar mundir eftir að
hafa stundað æfingar af krafti í
Bandaríkjunum á síðustu árum sam-
hliða háskólanámi.
Samhliða takmörkuðum upplýs-
ingum á heimasíðu heimsmeist-
aramótsins var engar upplýsingar að
fá frá Sundsambandi Íslands í gær um
í hvaða greinum íslensku keppend-
urnir spreyta sig á mótinu.
Þetta verður í 12. sinn sem heims-
meistaramót er haldið í 25 m laug og
um leið í annað sinn á skömmum tíma
sem það er haldið á Arabíuskaganum.
Íbúar Sameinuðu arabísku fursta-
dæmanna voru gestgjafar mótsins
fyrir fjórum árum. Hrafnhildur Lúth-
ersdóttir er sú eina í íslenska hópnum
nú sem tók þátt í mótinu fyrir fjórum
árum auk þjálfarans Klaus Jürgens
Ohk sem verður með í för ásamt
Jacky Pellerin landsliðsþjálfara.
Keppt verður í afar glæsilegri
sundlaug Hamad Aquatic Centre sem
er eitthvert magnaðasta sundíþrótta-
mannvirki sem reist hefur verið í
heiminum.
Eygló Ósk á ellefta besta
tíma ársins fyrir HM
Morgunblaðið/Ómar
Líkleg Eygló Ósk Gústafsdóttir sló fjölda meta í síðasta mánuði og er líkleg til
að slást um úrslitasæti á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst í vikunni.
Átta íslenskir sundmenn stinga sér til sunds í Doha Tveimur unglingum boðið
HM í Doha
» Daníel Hannes Pálsson, Davíð
Hildiberg Aðalsteinsson, Eygló
Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur
Lúthersdóttir, Inga Elín Cryer,
Kolbeinn Hrafnkelsson, Kristinn
Þórarinsson og Kristófer Sig-
urðsson taka þátt.
» Eygló Ósk virðist eiga mög-
leika á að komast í átta manna
úrslit í 200 m bringusundi.
» Keppni hefst á fimmtudag og
lýkur á sunnudag.
Íslenska landsliðið í alpagreinum hóf keppni
um helgina með þátttöku á móti í Geilo í Nor-
egi. Keppt var bæði á laugardag og sunnudag í
svigi. Helga María Vilhjálmsdóttir hafnaði í
26. sæti á sunnudag og í 40. sæti daginn áður
en um 100 keppendur tóku þátt í svigkeppn-
inni í hvort skiptið.
Erla Ásgeirsdóttir og Freydís Halla Ein-
arsdóttir náðu ekki að klára á laugardeginum
en á sunnudeginum varð Erla í 43. sæti og
Freydís í 48. sæti.
Magnús Finnsson náði flottum árangri á
sterku karlamótinu á laugardeginum þegar hann lenti í 22. sæti
en þann daginn náði Einar Kristinn Kristgeirsson ekki að klára
og datt í fyrri ferð. Á sunnudag náði Einar sér síðan á strik og
hafnaði í 14. sæti og Magnús í 29. sæti. iben@mbl.is
Einar náði lengst í Geilo
Einar Kristinn
Kristgeirsson
ÍBV hefur komist að samkomulagi við Fram
um kaup á miðjumanninum Aroni Bjarna-
syni. Fram hafði áður hafnað nokkrum til-
boðum Eyjamanna í Aron en hann mun semja
til þriggja ára við ÍBV. Aron er þriðji leik-
maðurinn sem ÍBV sækir í Safamýrina í vetur
því áður hafði liðið fengið Hafstein Briem og
Benedikt Októ Bjarnason, sem yfirgáfu Fram
eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni.
ÍBV hefur horft á eftir heilli „varnarlínu“,
ef svo má segja, frá síðasta sumri því mið-
verðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson og
Brynjar Gauti Guðjónsson eru farnir (Eiður fór raunar til Nor-
egs í ágúst) sem og hægri bakvörðurinn Arnór Eyvar Ólafsson
og Þórarinn Ingi Valdimarsson sem hæglega getur leyst stöðu
vinstri bakvarðar. sindris@mbl.is
Afla liðsstyrks í Safamýri
Aron
Bjarnason
Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupakonan
stórefnilega úr FH, bætti tvö aldurs-
flokkamet í 1.500 metra hlaupi á Coca
Cola-móti FH sem haldið var í nýju frjáls-
íþróttahöll FH-inga í Kaplakrika um ný-
liðna helgi.
Þórdís Eva, sem er 14 ára gömul, kom í
mark á tímanum 4.43,23 mínútum og bætti
tvö aldursflokkamet sem voru í eigu Anítu
Hinriksdóttur úr ÍR.
Hún bætti met Anítu í 14 ára flokki um
5 sekúndur og bætti metið í 15 ára flokki
um hálfa sekúndu.
Þórdís Eva hefur verið iðin við að bæta met á árinu en hún
hefur sett hátt í 40 met á árinu sem er að líða og er í dag ein
efnilegasta frjálsíþróttakona landsins. gummih@mbl.is
Bætti tvö met Anítu
Þórdís Eva
Steinsdóttir
Alþjóðaknattspyrnusambandið,
FIFA, og tímaritið France Football
tilkynntu í gær hverjir væru í
þremur efstu sætum í kjörinu á
knattspyrnumanni og knatt-
spyrnukonu heims 2014, og í kjöri á
þjálfurum ársins. Sigurvegararnir
verða kunngerðir og krýndir í Zü-
rich 12. janúar og fá Gullboltann
eftirsótta, Ballon d’Or.
Þrír efstu karlar, í stafrófsröð,
eru Cristiano Ronaldo frá Portúgal,
Lionel Messi frá Argentínu og
Manuel Neuer frá Þýskalandi.
Þrjár efstu konur, í stafrófsröð,
Abby Wambach frá Bandaríkj-
unum, Marta frá Brasilíu og Nad-
ine Kessler frá Þýskalandi.
Tilnefndir þjálfarar í karlaflokki
eru Carlo Ancelotti (Real Madrid),
Joachim Löw (Þýskalandi) og
Diego Simeone (Atlético Madrid).
Tilnefndir þjálfarar í kvenna-
flokki eru Ralf Kellerman (Þýska-
landi), Norio Sasaki (Japan) og
Maren Meinert (Þýskalandi U20).
Það eru landsliðsfyrirliðar,
landsliðsþjálfarar og íþrótta-
fréttamenn sem greiða atkvæði í
kjörinu.
Tilnefningar í þrjú efstu
sætin fyrir Gullboltann 2014
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Best Nadine Kessler og Cristiano
Ronaldo voru valin best í Evrópu.
Fjalar lék lengi með Þrótti en
síðan með Fram, Fylki, KR og
loks Val, og fer því í fyrsta skipti
til félags utan borgarmarkanna
með því að hefja störf hjá Stjörn-
unni.
Fjalar á að baki 227 leiki í
efstu deild, er þar átjándi leikja-
hæstur allra frá upphafi, og er
fimmtándi leikjahæsti knatt-
spyrnumaður landsins í öllum
deildum með 319 leiki.
Aðeins tveir markverðir, Krist-
ján Finnbogason og Birkir Krist-
insson, hafa spilað fleiri leiki í
efstu deild en Fjalar hér á landi,
og auk þeirra er það aðeins
Gunnleifur Gunnleifsson sem á
fleiri deildaleiki í heild.
Hjá Stjörnunni mun Fjalar
starfa með þeim Rúnari Páli Sig-
mundssyni aðalþjálfara og Brynj-
ari Birni Gunnarssyni en hann
kemur í staðinn fyrir Danann
Henrik Bödker sem hefur verið í
þjálfarateymi Garðabæjarliðsins
undanfarin ár.
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
tur Fjalar Þorgeirsson snýr sér að þjálfun.