Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Kári Árnason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, var í fyrsta skipti á
varamannabekk Rotherham á laug-
ardaginn þegar liðið mætti
Blackpool í ensku B-deildinni.
Kári kom til Rotherham sumarið
2012 og er því kominn vel af stað á
sínu þriðja tímabili með liðinu.
Fram að leiknum við Blackpool
hafði hann spilað 93 deildaleiki fyr-
ir félagið, alla í byrjunarliðinu.
Rotherham fékk miðvörðinn
Scott Wootton lánaðan frá Leeds í
síðustu viku og Steve Evans, litrík-
ur knattspyrnustjóri félagsins,
setti hann beint í liðið í stað Kára.
Miðverðir þurfa oft að sætta sig
við langa bekkjarsetu ef þeir eru
ekki í byrjunarliðinu á annað borð.
Biðin var hinsvegar ekki löng hjá
Kára. Eftir um 40 mínútna leik
meiddist einn varnarmanna Rother-
ham og Kári var því kominn inná
völlinn áður en fyrri hálfleikur var
úti.
Rotherham, sem hefur farið upp
um tvær deildir á tveimur árum, er í
fjórða neðsta sæti B-deildarinnar en
leikurinn gegn Blackpool, sem situr
á botninum, endaði 1:1. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Miðvörður Kári Árnason hefur betur í baráttu við Arjen Robben í landsleik
Íslands og Hollands í haust. Hann er í botnbaráttu með Rotherham.
Kári var á bekknum í
fyrsta sinn í 94 leikjum
ÞÝSKALAND
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Það er illa komið fyrir Borussia
Dortmund í þýsku Bundesligunni í
knattspyrnu en eftir 13 umferðir
situr liðið eitt og yfirgefið á botni
deildarinnar. Liðið hefur tapað
átta leikjum og er byrjun liðsins í
deildinni sú versta í sögu félagsins.
Síðustu tvö tímabilin endaði
Dortmund í öðru sæti deildarinnar
á eftir Bayern München en árin
2011 og 2012 hampaði Dortmund
meistaraskildinum og varð einnig
bikarmeistari. Jürgen Klopp þjálf-
ari liðsins frá 2008 er eðlilega kom-
inn undir mikla pressu en sjálfur
segist hann ekki ætla að stökkva
frá borði á meðan lið hans er í
þessari stöðu. Klopp er samnings-
bundinn Dortmund til ársins 2018.
Get ekki farið frá liðinu í
þessari stöðu
„Ég get vel skilið blaðamenn
sem spyrja mig að því hvort ég
ætli ekki að hætta en slíkt er ekk-
ert í spilunum. Ég get ekki farið
frá liðinu í þessari stöðu. Ef þetta
snýst bara um heppni og að skipta
um þjálfara sem getur fært hana
þá er bara að hringja í mig og ég
mun stíga til hliðar. En þetta er
ekki svona einfalt. Svo lengi sem
enginn kemur og segir við mig; við
höfum einhvern sem gerir betur,
þá get ég ekki farið. Ég mun hins
vegar ekki standa í veginum en ég
get ekki yfirgefið liðið fyrr en
betri lausn finnst,“ sagði Klopp við
fréttamenn en óhætt er að segja
að hann sé að takast á við sína
mestu prófraun hjá liðinu frá því
hann tók við þjálfun þess fyrir sex
árum.
Bayern 22 stigum á undan
Það munar 22 stigum á Dort-
mund og meisturunum í Bayern
München sem hafa 33 stig í efsta
sætinu og er með sjö stiga forskot
á Wolfsburg. Staðan í þýsku deild-
inni er hins vegar jöfn en aðeins
munar sjö stigum á Dortmund og
Frankfurt sem situr í 9. sæti deild-
arinnar en Frankfurt hafði einmitt
betur á móti Dortmund í fyrra-
kvöld, 2:0. Dortmund tekur á móti
Hoffenheim á föstudaginn.
Á undangengnum árum hefur
Dortmund þurft að sjá á eftir frá-
bærum leikmönnum og nýlegustu
dæmin eru Mario Götze og Robert
Lewandowski sem báðir fóru til
Bayern München. Skarðið sem
Lewandowski skildi eftir sig í sum-
ar hefur Dortmund ekki náð að
fylla en pólski framherjinn raðaði
inn mörkum fyrir þá gulu og
svörtu. Dortmund fékk til liðs við
sig tvo framherja í sumar, þá Adri-
an Ramos og Ciro Immobile en
hvorugur þeirra hefur náð sér á
strik. Þá hafa meiðsli leikið Dort-
mund-liðið grátt en Marco Reus og
Mats Hummels, tveir af lyklmönn-
um liðsins, hafa verið mikið frá á
tímabilinu vegna meiðsla.
Ljósu punktarnir hjá Dortmund
á leiktíðinni er Meistaradeildin en
þar er liðið komið áfram í 16-liða
úrslitin eftir fjóra sigra í fimm
leikjum í riðlinum.
Versta byrjunin í sögunni
Borussia Dortmund, þýsku meistararnir frá árinu 2012, á botni deildarinnar
Klopp kveðst ekkert á förum en prófraunin er sú mesta síðan hann tók við
AFP
Sálusorgari Jürgen Klopp hefur oft þurft að hughreysta liðsmenn sína eftir tapleiki í vetur og hér huggar hann Er-
ik Durm eftir ósigur gegn Frankfurt um síðustu helgi. Dortmund hefur tapað átta af fyrstu þrettán leikjum sínum.
Þýskaland
» Bayern er með 33 stig á
toppnum en síðan koma Wolfs-
burg með 26, Leverkusen með
23 og Augsburg með 21 stig.
» Mörg fræg lið raða sér í
neðstu sætin. Sex neðstu lið,
sem aðeins þrjú stig skilja að,
eru Hertha Berlín, Werder Bre-
men, Freiburg, Stuttgart,
Hamburger SV og Dortmund.
Velkominn í enska boltann,
Louis van Gaal. Hollenski þjálf-
arinn sem tók við liði Manchest-
er United í sumar er nú búinn að
átta sig á því að hann þarf að
sinna starfi sínu um jólahátíðina.
Van Gaal segist eiga konu, börn
og barnabörn sem hann hefur
ekki tök á að vera með um hátíð-
arnar og það líkar honum ekki.
Nú sem endranær er þétt
leikið á Englandi í desember og
ekki síst í kringum jól og áramót.
United spilar sex leiki í desember
og á dagkránni eru leikir 26. og
28. desember og 1. janúar. Van
Gaal er ekki fyrsti erlendi stjór-
inn sem kvartar yfir leikjaálagi í
kringum jól og áramót en um-
mæli hans falla í grýttan farveg
hjá enskum fótboltaunnendum.
Þeir taka það ekki mál að breyta
út af venjunni enda eru leikir um
hátíðarnar stór partur af jóla-
haldinu.
Aðeins meira af Van Gaal.
Hollendingurinn virðist smátt og
smátt vera að vinna stuðnings-
menn Manchester United á sitt
band, undirritaður er þar á með-
al, en liðið hefur nú unnið þrjá
leiki í röð í deildinni og skilaði
sinni bestu frammistöðu um ný-
liðna helgi þegar það lagði Hull,
3:0, á Old Trafford.
Það er mikið fagnaðarefni að
Eiður Smári Guðjohnsen er kom-
inn í félag og það á Englandi. Eið-
ur er aftur kominn í hvíta búning-
inn hjá Bolton og hér í
Hádegismóunum ræður Böddi
Bergs sér ekki fyrir kæti enda
Bolton-maður af lífi og sál. Það
verður fróðlegt að fylgjast með
Eiði Smára í ensku B-deildinni
það sem eftir lifir tímabilsins.
Þar með ættu dyrnar að opnast
fyrir hann með íslenska landslið-
inu og hver veit nema hann verði
mættur í slaginn á ný með því í
mars þegar Ísland sækir Ka-
sakstan heim í undankeppni EM.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is