24 stundir - 10.10.2007, Page 19
„Fólk þarf að forðast neyslulán sem eru hvað dýrust eins og
yfirdráttarlán nema um sé að ræða tímabundnar sveiflur
eins og yfir jólamánuðinn eða eitthvað slíkt,“ segir Tómas
Möller, forstöðumaður verðbréfa- og lífeyrissjóðssviðs
Landsbankans, og bætir við að þá þurfi jafnframt að
vera með áætlun um það hvernig skal ná yfirdrættinum
niður. „Þá er annað hvort að innleysa einhvern sparnað
á móti eða draga saman seglin næstu tvo til þrjá mánuði.
Það er alltof algengt að neyslulán séu hluti af fjármálum
heimilisins.
Eins þarf að hafa gott yfirlit yfir það hvaða lán maður er
með og til hvers maður hefur tekið þau. Ef tekið er fjár-
mögnunarlán, eins og fyrir bíl, þá er skynsamlegra að hafa
þau lán heldur styttri en endingartíma þeirrar vöru sem
verið er að kaupa. Ef verið er að kaupa bíl sem endist að
öllum líkindum ekki nema í sex til sjö ár skal taka lánið til
skemmri tíma.”
Forðist neyslulán nema hafa áætlun
Mynd/Ómar Óskarsson
20
VIÐSKIPTI&FJÁRMÁL
AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 AUGLYSINGAR@24STUNdIR.IS stundir