Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 7

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 7
 Í þessu þriðja hefti Ólafíu, riti Fornleifafræðingafélags Íslands, er birt þýðing skýrslunnar Untersuchungen auf dem mittelalterlichen Handelsplatz Gautavik, Island, sem kom út hjá Rheinland forlaginu í Köln árið 1982. Í skýrslunni, sem skrifuð var á þýsku, er greint frá fornleifarannsókn sem fram fór á miðaldaverslunar- staðnum Gautavík á árunum 1979-1980. Stjórnandi rannsóknarinnar var dr. Thorstein Capelle prófessor í fornleifafræði og er hann jafnframt höfundur skýrslunnar. Honum til aðstoðar við rannsóknina voru Guð- mundur Ólafsson fornleifafræðingur og Guðrún Larsen jarðfræðingur, og eiga þau bæði færslur í skýrslunni. Gautavík, sem staðsett er í austanverðum Berufirði eystri, var verslunarstaður og aðalhöfn Austurlands á miðöldum. Um víkina rennur Búðaá og má greina rústir verslunarstaðarins beggja vegna hennar, auk óljósra leifa hafnar þar framaf. Umsvif staðarins voru flutt á síðari hluta 16. aldar, fyrst til Fúluvíkur og síðar til Djúpavogs við mynni Berufjarðar þar sem verið hefur kauptún og höfn síðan þá. Rústir miðaldakaup- staðarins voru friðlýstar af Kristjáni Eldjárn árið 1964. Ákveðin vandkvæði fylgja því að þýða svo gamalt verk sem þetta yfir á íslensku og ber lesendum að taka því sem slíku. Ritstjóra þótti engu að síður brýnt gera rannsóknina aðgengilega fræðimönnum og almenningi hérlendis en segja má að hún hafi fallið í gleymsku fljótlega eftir að henni lauk. Auk þess hafa fáar fornleifa- fræðilegar rannsóknir farið fram á fornum verslunarstöðum hérlendis. Í raun eru rannsóknir þær sem fram hafa farið á Gásum þær einu sem bera mætti saman við Gautavíkurrannsóknina. Vonandi verður með útgáfunni hægt að nýta gögn og niðurstöður frá uppgreftinum til frekari úrvinnslu og rannsókna á þessu sviði. Áður hefur komið fram að markmiðið með útgáfu þýddra verka í Ólafíu sé að skapa hefð fyrir hugtaka- notkun á íslensku í fornleifafræði. Miðað er jafnframt við að þýdd verk geti opnað fyrir umræðu um nýjar og gamlar nálganir innan greinarinnar en slíkt skiptir miklu máli fyrir framgang hennar almennt. Ekki er samt ætlunin að birta eingöngu þýdd verk í ritinu, heldur verða einnig birtar í því áður óútgefnar íslenskar ritgerðir og greinar. Gömul verk skapa ekki síður hefð fyrir þeirri hugtakanotkun sem stuðst er við í nýjum rannsóknum. Styrktaraðilum eru færðar bestu þakkir fyrir stuðning við útgáfu heftisins. Einnig er stjórnarmönnum FFÍ, þeim Söndru Sif Einarsdóttur, Kristjáni Mímissyni og Albínu Huldu Pálsdóttur þakkað fyrir ómælda vinnu við frágang þess. Steinunn Kristjánsdóttir, formaður FFÍ Ritstjóraspjall
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.