Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 32

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 32
 fundust leifar af torfi. Torfið innihélt rönd hvítrar gjósku sem féll í eld- gosinu í Öræfajökli 1362.93 Vesturrúst- irnar hljóta því að hafa verið byggðar eftir það ár. Til að njörva enn frekar niður byggingartímann fannst 10-20 sm undir grasþekjunni annað gjósku- lag, svart og fínkornótt (mynd 13) en það má rekja til goss í Kverkfjöllum árið 1477.94 Byggingarnar á vestur- svæðinu hafa því staðið á tímabilinu milli 1362 og 1477. Í 3 x 2,5 m stóra reitnum sem grafinn var upp í herbergi W I fundust engir gripir og því var ekki hægt að fá frekari hugmyndir um aldur minjanna út frá gripum. Ekkert gólf var heldur að finna þar, sem annars er mjög auðvelt að greina í rústum á Íslandi frá miðöldum en þau eru mjög dökk með ruslaleifum. Þess í stað fannst mjög rakt botnlag, sem ekki er að undra vegna staðsetningarinnar við rætur hæðarhryggjarins. Miklar rigningar við Berufjörð hafa valdið því að mikið vatnsmagn hefur safnast fyrir í hryggnum og hækkað grunnvatns- stöðuna sem vegna nálægðarinnar við ströndina var samt há fyrir. Gripa- leysið, gjóskan frá 1477 sem lá yfir rústunum, rakur grunnurinn og engin gólflög benda líklega til þess að vesturrústirnar hafi aldrei verið not- aðar. Hugsanlegt er að nokkrar er- lendar skipsáhafnir, sem ekki þekktu til staðhátta, hafi reist byggingarnar. Áhafnirnar hafa þurft að gefa bygging- arnar upp á bátinn þar sem þær voru ónothæfar. Það er jafnvel hugsanlegt að byggingarnar séu ókláraðar. Fjarlægðin frá hinum rústasvæð- unum, sem eru aðallega staðsettar fyrir miðri víkurströndinni, sem og lækurinn sem liggur milli þeirra, kunna jafn- framt að hafa haft áhrif á að vestur- rústirnar voru yfirgefnar. Þá fundust heldur engir lausafundir á ströndinni við vesturrústirnar, öfugt á við mið- svæðið. Þetta þýðir að rústirnar sem Olaus Olavius og Daniel Bruun sáu á Mynd 10. Vesturrústirnar, yfirborðsfundir. Yfirborð V-A sniðs. 93. Sigurður Þóararins- son, The Öræfajökull Eruption 1362. Acta Naturalia Islandica II/2, 1958. 94. Sjá neðanmálsgrein 93, mynd 18. __________ 32

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.