Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 95

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 95
 Inngangur Uppgröfturinn í Gautavík í Berufirði var sóttur heim 15. og 16. ágúst 1979 að beiðni Guðmundar Ólafssonar starfsmanns á Þjóðminjasafni Íslands. Tilgangur heimsóknar- innar var að aðstoða við greiningu þeirra gjóskulaga sem fundist höfðu á uppgraftar- svæðinu. Í bráðabirgðaskýrslunni er fjallað um tvö yngstu lögin sem fundust á staðnum. Yngra gjóskulagið er þunnt og svart en það fannst í þeim jarðlögum sem lágu yfir rústunum og grafin voru upp sumarið 1979. Þetta gjóskulag hafði greinilega fallið yfir svæðið eftir að umsvif lögðust þar af og eru þess vegna yngri en rústirnar þar. Þetta gjóskulag hefur ekki verið greint áður. Eldra gjóskulagið, af þeim tveimur sem greina mátti á svæðinu, er kallað a-lagið en það er dökkt á lit, fínkornótt og frekar þykkt. Það fannst í torfi þeirra veggja sem grafnir voru upp í Gautavík. Gjóskulag þetta var fyrst greint af Þórarinssyni (1958). Það finnst á Norður- og Austurlandi og kom út gosi í Vatnajökli, að líkindum árið 1477 (Þórarinsson 1958, bls. 50-56). Auk þessara tveggja laga mátti greina á uppgraftarsvæðinu gjóskulag úr gosi í Öræfajökli árið 1362 (Þórarinsson 1958). Markmið Markmið þessarar greiningar var tvíþætt. 1) Að greina yngra, svarta gjóskulagið með því að skoða efnafræðilega samsetningu þess í þeim tilgangi að kanna úr hvaða eldfjalli það kom. Með því að styðjast við ritaðar heimildir um eldgos úr því eldfjalli sem til greina kæmi var síðan ætlunin að finna út um hvaða gjósku er að ræða á Gautavíkursvæðinu. 2) Að athuga efnafræðilega samsetningu a-lagsins í Gautavík til þess að sannreyna hvort um sé að ræða sama lag og Þórarinsson lýsir (1958). Niðurstöður 1) Sýnunum, sem tekin voru til greiningar, var safnað úr naustinu, vestursvæði, T – 0,30 m. Efnasamsetning dökka gjóskulagsins, sem er yngra, bendir til þess að það komi úr Kötlu sem er staðsett á Suðurlandi. Samkvæmt samtímaheimildum gaus Katla árin 1625 og 1755 en úr báðum þessum gosum breiddist gjóskan austur og austnorðaustur Bráðabirgðaskýrsla um greiningu sögulegra gjóskulaga í Gautavík Eftir Guðrúnu Larsen Viðauki __________ 95

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.