Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 96

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 96
 með sterkum vestan- og suðvestan vindum (Safn til sögu Íslands IV, 201-215, 235- 251). Samtímaheimildir um gosið árið 1755 nefna að öskufall hafi náð til Djúpavogs, sem er staðsettur í sunnanverðum Berufirði, gegnt Gautavík. Í samtímaheimildum um gosið árið 1625 kemur fram að gjóskan úr því hafi náð til Hornafjarðar, sem er staðsettur u.þ.b. 60 km SV af Djúpavogi. Með þessar heimildir í huga, auk þeirrar staðreyndar að aðeins eitt gjóskulag úr Kötlugosi er greinanlegt í Gautavík, má gera ráð fyrir að það sé úr gosinu árið 1755. 2) Sýnin, sem greind voru, var safnað úr naustinu, N-svæði, T-0,60 m, úr torfi (sjá neðanmálsgrein 104). Efnasamsetning a-lagsins í Gautavík er sú sama og greina má í sama lagi á Norður- og Austurlandi (óbirt greining frá Sigurði Þórarinssyni prófessor). Umrætt gjóskulag í Gautavík ætti þess vegna að vera það sama og Sigurður Þórarinsson (1958) lýsir en hann telur það vera frá árinu 1477. Heimildir Þórarinsson, S. 1958: The Öræfajökull Eruption of 1362, Acta Nat. Isl. II, 2, 1-100. Thoroddsen, Þ. 1925: Die Geschichte der isländischen Vulkane. D. Kgl. Danske Vidensk. Selsk. Skrifter, Naturvedensk. og Mathem. Afd. 8, IX, Kbh. Safn til sögu Íslands IV, 201-215; 235-251. __________ 96

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.