Ský - 01.12.2009, Blaðsíða 11

Ský - 01.12.2009, Blaðsíða 11
 4. tbl. 2009 SKÝ 11 Sigrar Emiliönu Torrini Emiliana Torrini hefur verið í fluggírnum þetta árið þrátt fyrir að kreppa ríki nú á Íslandi. Lag hennar Jungle Drum sat á toppnum í Þýskalandi svo vikum skipti í sumar og platan hennar Me and Armini hefur selst gríðarvel víða um heim. Emiliana fór í vel heppnaða tón- leikaferð um þrjár heimsálfur á árinu og spilaði fyrir fullu húsi víðast hvar ásamt Lay Low. En gullplötur og vin- sældir í Evrópu eru afrakstur margra ára vinnu þessa vinsæla lagahöfundar og söngstjörnu. Hún kom fram með GusGus árið 1997 þegar hún var aðeins tvítug og nokkrum árum síðar samdi hún lagið Slow ásamt öðrum fyrir áströlsku poppdívuna Kylie Minogue. Lagið sló í gegn á heimsvísu og Emilíana fékk Grammy-verðlaun fyrir það. Á yngri árum æfði Emiliana óperusöng og tók þátt í söngkeppnum í heimabæ sínum Kópavogi. Þessi misserin vinnur hún með helstu tónlistarframleiðendum heims. Nýlega hefur hún unnið með hinum heimsfræga plötusnúði og pródúsent Paul Oakenfold og Sneaker Pimps frá Bretlandi. Emiliana hefur verið iðin við kolann í tónlistarsköpun í áraraðir. Það sem kom henni rækilega á kortið í hinum alþjóðlega tónlistarbransa var söngur hennar í lokalagi annarrar myndarinnar af Hringadróttinssögu, Turnarnir tveir. Einungis það að myndbandinu við lagið var leikstýrt af Peter Jackson hefði valdið straumhvörfum á ferli hvaða tónlistarmanns sem er og ekki var verra að tugir milljóna áhorfenda hlýddu á lagið í myndinni. Frá 2002, þegar myndin var frumsýnd, hefur ferill Emiliönu aðeins legið upp á við. Hún hóf feril sinn með hljómsveitinni Spoon árið 1994 og var búin að safna aðdáendum bæði hér á landi og erlendis um árabil þegar platan Fisherman’s Wife kom út árið 2005. Platan vakti heimsathygli og vann víða til verðlauna en hún var unnin í samvinnu við Dan Carey. Lagið Sunny Road vann m.a. íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið og platan var vikum saman á listanum yfir söluhæstu plöturnar hér á landi. Emiliana getur vart kvartað yfir vinsældum sínum á Íslandi því plöturnar hennar hafa náð metsölu hér á landi. Þessi 32 ára söngstjarna á því hug og hjörtu okkar. Emilíana býr núna í Englandi en hefur undanfarið ár verið á löngu tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni sinni. Hún hefur komið fram með Moby, Sting, Dido, Travis og Tricky. Við náðum í skottið á henni í Bordeaux í Frakklandi. „Ég er búin að fara út um allt þetta árið,“ segir hún. „Evrópu, Bandaríkin og til Ástralíu. Ég er með bestu hljómsveit í heimi og frábært lið í kringum mig í ferðinni. Ég kalla þá sjóræningjana mína og við erum með Lay Low með okkur. Þetta hefur verið æðislegt.“ Það er hálfpartinn hægt að búast við svona jákvæðni frá Emiliönu. Þessi jákvæði tónn er alveg í takt við tónlistina hennar sem er full af hugsun og léttleika. Tónlistin endurspeglar listamanninn. Emiliana kemur að öllum stigum lagasmíða sinna, sem hafa einhvern sólskinsblæ yfir sér. Ljóð hennar eru síðan um hina afstæðustu hluti sem snerta hana eða þá sem hún vinnur með á einhvern hátt en hlustendur finna samhljóm með. Með öðrum orðum; persónuleiki Emiliönu kemur vel fram í tónlist hennar. Plöturnar hennar eru beinlínis geislandi af persónutöfrum. Tónlistin er persónuleg og þægileg – þýð rödd hennar og mestmegnis órafmagnaður hljóðheimur sem undirspil. Á síðustu plötum hefur hún fundið eigin stíl í þjóðlagahefðinni – stíl sem setur hana í allra fremstu röð listamanna á hennar sviði. Sjálf segir hún að einfaldleikinn sé lykillinn að lagasmíðum sínum og Dans Carey sem samdi með henni plötuna Me and Armini. „Carey spilar EfTir Ben H. Murray • „Einfaldleikinn er lykillinn að lagasmíðunum á Me and Armani.“

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.