Ský - 01.12.2009, Blaðsíða 12

Ský - 01.12.2009, Blaðsíða 12
12 SKÝ 4. tbl. 2009 á gítar og ef hann spilar eitthvað sem mér líkar þá bregst ég við því. Við endurtökum þetta og ég sem melódíuna og textana. Svona spinnum við okkur áfram þar til við förum í hljóðverið. Stundum koma lögin nánast fullsköpuð en stundum þurfum við að vinna í þeim þar til við erum ánægð. Við komumst í einhvern ham og það er ótrúlegt þegar það gerist. Mér reynist auðvelt að vinna þannig. Svona vinn ég með örfáum. Ég sem einnig með náunga sem kallar sig Eg White. Mér finnst gott að vinna með vinum mínum. Með þeim kemst ég virkilega í gírinn. Við höngum saman í smátíma fyrst – kannski einn eða tvo daga – áður en við byrjum að semja og það er alltaf gott.“ En hvernig skyldi lagasmíðunum hafa verið háttað á Me and Armini? „Ég samdi lögin á plötuna í september fyrir tveimur árum. Við sömdum fyrri helminginn af plötunni í Oxford á viku og svo fórum við til Íslands og sömdum seinni helminginn.“ En hver er þessi Armini? „Ég man ekki eftir því að hafa samið það lag. Málið var það að vorum að smakka á viskíi. Það er svolítið fyndið vegna þess að við drukkum ekki svo mikið og í lok vikunnar var ég einmitt að spá í þetta. Ég veit ekkert hver þetta er – hver er Armini eiginlega? Ég hafði bara ekki hugmynd um það,“ segir hún. Þegar maður gefur sér að Íslendingum finnst óskaplega gott að fá sér aðeins í tána getur þá verið að til sé hvelfing full af Emiliönu Torrini lögum sem eru samin á þennan hátt? „Nei,“ segir hún og hlær. „Ég vinn aðeins plötuna og á ekki til eitt einasta lag í viðbót. Reyndar átti ég eitt lag í viðbót sem við notuðum sem B-hlið. Ég sem bara á plötuna og svo er hún allt í einu tilbúin og allir eru glaðir.“ Þegar Emiliana er spurð út í bakgrunn sinn sem nemi í óperusöng og tónlist, hvort það hafi hjálpað henni að finna hilluna sína sem er á allt öðru sviði kemur nokkuð óhefðbundið svar. „Ég aðlagast frekar illa. Ég er algjör hippi í mér,“ segir hún. Enginn getur ásakað hana um að fara alltaf öruggar leiðir því á Me and Armini eru einnig mjög dökkar lagasmíðar, til dæmis lagið ‘Gun’ sem er frekar hrollvekjandi. „Þetta er allt sama tóbakið fyrir mér. Það er ekki hægt að setja allt í sama rammann og einbeita sér aðeins að því. Þetta virkar ekki svoleiðis hjá mér. Þetta er aðeins tónlist og það sem skiptir máli er hvernig ég tjái hana.“ Klassísk tónlist skiptir hana ennþá miklu máli eins og kemur fram þegar hún er spurð hvað sé á Ipodinum hennar í hljómleikaferðinni. „Líklega Rachmaninoff og rússnesk hálandatónlist. Ég elska mjög dramatíska tónlist.“ En hvaða íslenska tónlist er í náðinni hjá henni? „Maður verður að tala varlega á Íslandi. Þetta er svo lítið land,“ segir hún varfærin. „En Mugison er frábær, Ólafur Arnalds og svo auðvitað Megas. Hann er tónlistarmaður fjölskyldunnar. Allir í fjölskyldunni minni elska Megas.“ Talandi um fjölskylduna. Þegar Emiliana var lítil fékk fjölskylda hennar bréf frá þjóðskrá um að hún þyrfti að breyta nafninu sínu í eitthvað íslenskara. Pabbi Emiliönu er ítalskur og hann varð að breyta nafni sínu Salvatore Torrini í Davíð Eiríksson. Emiliana varð því Davíðsdóttir. „Svona er Ísland,“ segir hún á diplómatískan hátt. „Þeir breyttu þessum reglum fyrir nokkrum árum en þetta var þannig að fólk varð að bera hefðbundin íslensk nöfn. Vandamálið var það að of margir útlendingar fluttust til landsins og kannski hefði það orðið til þess að nafnahefðin hefði dáið út, en það var samt frekar rasískt að gera þetta. Þegar ég var fjögurra ára mátti ég ekki heita Emiliana. Önnur amma mín heitir Emilia og hin amman heitir Anna og þess vegna var ég skírð Emiliana. Ég varð að vera Davíðsdóttir. Þegar ég byrjaði í skóla sagði ég að ég þekkti engan Davíð.“ Finnst þér þú ennþá vera frá Íslandi, þótt þú sért eiginlega aldrei þar núorðið? „Ísland er heima og mér finnst alltaf jafngott að koma heim. Reykjavík er falleg borg og fjölskylda mín er þar og allar frænkurnar mínar – svölu frænkurnar mínar – og ég elska að hitta vini mína og láta mig hverfa eitthvað út í sveit.“ Emiliana Torrini spilar á þrennum tónleikum í Háskólabíói 19. – 21. febrúar nk.

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.