Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2014, Side 4
4
Góðan dag,
Mig langar í þessari
ræðu að rifja upp upp-
vaxtarár mín á Siglufirði
og segja ykkur hvernig
Siglufjörður kemur mér
fyrir sjónir í dag, nú
þegar aldurinn færist
yfir.
Sem ungur drengur
bjó ég á neðstu hæðinni
að Hvanneyrarbraut 2.
Þar bjó ég með foreldr-
um mínum Jónasi
Björnssyni og Hrefnu
Hermannsdóttur og systkynunum
Guðrúnu, Dóru og Hermanni fram
til 19 ára aldurs. Afi minn, Björn
Jónasson, hafði keypt íbúðina af Júlíusi
Kemp og byggt síðan ofan á hana tvær
hæðir og bjuggu þá amma mín og afi
á miðhæðinni og efsta hæðin var seld.
Flest hefur verið gott að rifja upp,
ég held bara allflest. Umhverfið var
fjallið, bryggjurnar, Aðalgatan, drullu-
pollarnir, lindin sem var þarna fyrir
ofan hjá okkur, Lindarbrekka fyrir
sunnan og kirkjan fyrir ofan. Það var
mikið frelsi eins og þið þekkið. Manni
var aldrei bannað að fara í fjallið en
sagt að passa sig á bryggjunum. Það
var ýmislegt gert og minnisstætt er
að Aðalgatan var nú þarna í næsta
nágrenni og þegar farþegaskipin Esjan
og Heklan komu þá fóru mjög margir
niður á bryggju til að sjá hverjir
væru þar um borð og hverjir væru að
koma og hverjir væru að fara. Það var
kannski meira umleikis þá heldur en
er núna. En í minningunni var ekkert
farið niður Aðalgötuna öðruvísi en
með farartæki. Farartækið var að
skoppa gjörð niður Aðalgötuna og
niður á Hafnarbryggju. Það var yfirleitt
bara svona tunnugjörð en ef maður var
heppinn þá átti maður reiðhjólagjörð.
Þetta var yndislegur tími, mikið frelsi.
Nú svona þegar ég fer að muna eftir
mér, fimm, sex, sjö ára, þá var Þórhallur
frændi minn í kringum 1950 að taka við
Verzlunarfélaginu. Ég átti náttúrulega
heima í næsta húsi og þar fór maður
að vera, mjög mikið, bæði kannski til
þurftar og óþurftar en þar fékk ég að
vera. Þar var ég síðan til 20 ára aldurs.
Ég var sendill til að byrja með, að fara
út um bæinn og síðan var ég sendill á
bílnum með Ásgeiri frænda mínum.
Ég lærði mikið að vinna hjá þessum
frændum mínum. Verzlunarfélagið var
síðan minn samastaður þegar ekki var
síld og í skólafríum og öðru slíku þá
var ég þar mjög mikið. Ég tala nú ekki
um þegar ég varð 17 ára. Þá tók ég við
sem sendill á bílnum af frænda mínum
og þá var maður orðinn aðalmaðurinn
í því. Það var mjög skemmtilegur
og góður tími. Þar var ég meira og
minna fram til 20 ára aldurs þegar ég
fór að vinna við ævistarfið að sitja á
skrifstofu og tala og skrifa og þar fram
eftir götunum. Snemma byrjaði ég að
fara í síld með mömmu eins og þið
þekkið hér flest, að raða í tunnurnar.
Hún saltaði hjá Vigfúsi Friðjónssyni
sem var mikill athafnamaður og
framsýnn og var fyrstur sem byggði
yfir síldarkonurnar þak í rigningunum.
Vigfús kom fljótt til mín og sagði:
„Nú ferð þú bara heim Björn minn
og passar Guðrúnu systur
þína og svo þegar búið er
að salta þá kemur þú og
færð vinnu hjá mér við að
gera ýmislegt sem þarf að
gera hér.“ Þar var ég, ásamt
þessu í Verzlunarfélaginu,
yfir sumarið þegar síld
var, á meðan síldin entist
hvað 1964-1965. Þannig
að ég náði í restina af því.
Nú ég fékk draumastarfið
árið eftir fermingu. Það
var að vera sendill á Sím-
stöðinni. Ég hafði beðið
um vinnu þar. Otto Jörgensen kom til
mín og ég fékk þessa vinnu. Þetta var
eftirsótt vinna, mjög eftirsótt. Þarna
vann ég með Hirti og Gulla Kalla,
Aldi Lilliendahl og Hólmsteini ásamt
náttúrulega fleiri sendlum. Það var
þannig að það voru bara tveir, þrír
símaklefar á Símstöðinni og í landlegum
þá var Aðalgatan full, menn í biðröð
eftir að komast í símaklefana til þess að
tala heim til sín því eina úrræðið sem
þeir höfðu var að tala í talstöðvarnar
annars og menn vildu sleppa við það.
Þarna var náttúrulega biðröð og mikið
af símskeytum og það var það sem við
sendlarnir vorum að fara með. Það
voru aðalstöðvar Síldarútvegsnefndar
á Siglufirði og það komu fjöldamörg
skeyti þangað á hverjum degi þar sem
verið var að tilkynna hvað saltað hafði
verið víðsvegar um landið því það var
haldið utan um það í aðalstöðvunum
á Siglufirði. Ég fór einu sinni með
troðfulla tösku af skeytum suður á
syðsta plan, suður á Óskarsstöð. Það
var landlega, við skulum átta okkur
á því að þetta voru svona 100 – 150
tonna bátar, ekki barkar eins og þetta
eru núna sem koma með jafnmikið og
10 til 20 bátar gerðu þá. Nú ég fór um
borð í fyrsta bátinn þar, með skeytin.
Ég gekk á milli báta, fór aldei í land fyrr
Hljóðritun úr ræðu Björns Jónas-
sonar í Siglfirðingakaffinu 2014
Jónas Björnsson, Halldóra, Björn, Guðrún og Hrefna situr með Hermann.