Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2014, Blaðsíða 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2014, Blaðsíða 8
8 Heiðar Ástvaldsson Siglfirðing og danskennara þekkja mjög margir. Hann hefur verið virkur í störfum Siglfirðingafélagsins og m.a. verið formaður þess. Dansinn hefur verið hans ævistarf og margir Siglfirðingar notið þar góðs af. Heiðar var snemma kominn með dansfiðring í fæturna og fór á öll skólaböll á Siglufirði og dansaði alla daga. Þá voru eingöngu dansaðir gömlu dansarnir. Móðir hans innrætti honum kurteisi sem m.a. fólst í því að dansa við allar dömur sem hann þekkti. Auðvitað hlýddi hann móður sinni. Hann hélt suður í framhaldsnám og fór í Verzlunarskóla Íslands. Trúr sínu áhugamáli fór hann í dansskóla Rigmor Hansen. Hann greiddi fyrir fyrsta mánuðinn en varð eftir það aðstoðarkennari hennar. Lét samt engan vita af því í Versló. Það þótti ekki gott til afspurnar á þessum tímum. Eftir Verzlunar- skólann lá leiðin til London og þar sótti hann böllin því "það var svo auðveld leið til að hitta stelpur." Í London voru allt öðruvísi dansar - menn dönsuðu þar rúmbu, samba, tangó, quick step og enskan vals. Hann var þarna einn vetur en snéri aftur heim og vann í Landsbankanum einn vetur og þótti það afspyrnu leiðinleg vinna. Hann hélt svo aftur í heimahagana árið 1956 og vann í Tunnuverksmiðjunni á daginn en langaði til að koma dansmenntinni á framfæri og kenna dans seinnipartinn. Í fyrsta tímann mætti einn nemandi en svo bað Heiðar pabba sinn um að fjármagna auglýsingu í útvarpið. Hún lukkaðist svo vel að 60 manns mættu og meira en nóg var að gera og mun meiri tekjur að hafa við danskennsluna en í vinnunni í Tunnuverksmiðjunni. Heiðar keypti hljómplötur hjá Agli Melsted og fékk lánaðan grammófón hjá Jóhanni Sigurðssyni, manni Lóu Jóns. Kennslan fór fram í Sjómanna- heimilinu í skítakulda og tilraunir til að hækka hitann báru lítinn sem engan árangur. Auk dansins hafði Heiðar áhuga á að læra þýsku og spænsku og hann hélt til Þýskalands til að læra dans, og þýsku í leiðinni, og fór í Hamburger Fremdsprachenschule fyrripart dags en dansnámið síðdegis. Í Hamborg hitti hann Steindór Steindórsson og Kiddu Dúa konu hans og Steindór fékk þá frábæru hugmynd að Heiðar kæmi og kenndi dans í MA. Þórarinn Björnsson skólameistari MA tók því vel og einnig Jóhann Frímann skólastjóri Gagnfræðaskólans og Hannes J. Magnússon skólastjóri Barnaskóla Akureyrar. Heiðar ætlaði hvorki að verða ríkur né frægur en varð fljótt mjög þekktur danskennari og stofnaði eigin skóla sem hann rak í áratugi við góðan orðstír og mikinn metnað. Heiðar hefur ekki hugmynd um hve mörgum þúsundum hann hefur kennt. Hann fór einu sinni á kaffihús með einni systur sinni og henni leiddist svo truflunin af því að fólk var alltaf að koma og þakka Heiðari fyrir danskennsluna að hún fór að telja og á stuttum tíma komu 29 manns og heilsuðu honum. Heiðar lítur ánægður yfir farinn Fór á öll skólaböll Móðir hans sagði honum að vera kurteis og dansa við allar stelpurnar sem hann þekkti Heiðar og Guðrún systir hans ásamt nokkrum starfsmönnum. Heiðar og Guðrún í sveiflu. Inga Ingvarsdóttir, Heið ar og Hulda

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.