Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2014, Blaðsíða 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2014, Blaðsíða 6
6 orðinn svo þreyttur og við Sjálfstæðismenn, að sjá Roalds- brakkann grotna niður. Þetta var ekki mannhelt og börn gengu þarna um, göt í bryggjunum og stórhættulegt fyrir alla. Við komum því með tillögu á bæjarstjórnarfundinum, og höfðum meirihluta fyrir henni, um að rífa Roaldsbrakkann. Þegar við kynntum þessa tillögu þá stendur Anton Jóhannsson vinur minn, bæjarfulltrúi og gamall kennari upp og fer inn í bókavarðaherbergið til Óla Blöndal. Óli Blöndal kemur í dyrnar eftir augnablik og vinkar mér að koma og ég inn á skrifstofuna hjá honum, stóð fyrir fram hann á miðju gólfinu. Hann rétti upp hendina svona eins og hann gerði gjarnan og sagði: „Ertu bara brjálaður drengur?“ Ég sagði við Óla. „Óli minn, þetta er allt í fína lagi.Við drögum bara tillöguna til baka en það verður þá að fara að gera eitthvað.“ Þá var út af fyrir sig búið að stofna þetta Félag áhugamanna um minjasafn í Siglufirði. Fólk sem hefur unnið stórkostlegt starf. Ég ætla að taka það fram að ég á engan þátt í því hvað Þetta glæsilega Síldarminjasafn sem nú er, er orðið flott og fínt. En þetta var nú svona farið að fara í taugarnar á okkur að sjá þetta, það var mikið siglt inn til bæjarins og svona og þetta bara blasti við og var bara hrörlegt og ömurlegt að sjá þetta. En sem betur fer þá voru þessir menningarfrömuðir, miklu meiri en ég, bæði Anton og Óli, sem stoppuðu tillöguna strax, áður en hún var komin til atkvæða en auðvitað veit ég núna og búinn að vita lengi að þetta hefði aldrei verið gert, þetta einfaldlega var ekki hægt. En við vorum mikið skömmuð í bæjarstjórninni þegar við fórum að rífa bryggjurnar. Það voru margir sem vildu að við hefðum þetta bara þarna sem minningu um liðna tíð en þetta var náttúrulega bara útilokað að hafa þetta eins og þetta var. Þetta var rifið og nú vita allir að uppbyggingin hefur hafist. Síldarminjasafnið er út af fyrir sig járnbrautarstöðin okkar og búið að vera í mörg ár, löngu áður en göngin komu. Það var aðdráttaraflið. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að eitthvert safn gæti haft svona mikið aðdráttarafl fyrir þennan bæ en það hefur orðið það. Menningarfrömuðurinn í mér er nú ekki meiri en þetta og ég ætla ekkert að þykjast hafa gert eitthvað meira í því. Eitt af því skemmtilegasta og minnisstæðasta sem ég tók þátt í var þegar samþykkt var tillaga á afmælisfundi bæjarstjórnar að reisa íbúðir fyrir aldraða við sjúkrahúsið. Ég man hugsunina ennþá: Þetta verður aldrei gert, við eigum ekki krónu fyrir þessu. Ég var forseti bæjastjórnar þegar fyrsta skóflustungan var tekin og ég og Ólöf Þorláksdóttir, elsti íbúi Siglufjarðar þá, við tókum fyrstu skóflustunguna. Síðan var skipað í stjórn úrvalsfólk, Haukur Jónasson, Magdalena Hallsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og margir, margir fleiri sem komu að þessu. Þarna var þrekvirki unnið og má segja að þarna standi núna mikil menningarmiðstöð þar sem fólk kemur fólk utan úr bæ ásamt þeim sem þarna búa og spila og föndra og gera margt fleira. Það var mjög gaman að taka þátt í því að gera þetta að veruleika. Bókunarsími og allar upplýsingar S: 461·7730 eldhus@raudka.is Hannes Boy og Kaffi Rauðka Rauðkutorgi við höfnina || 580 Siglufirði www.raudka.is Skemmtun, söngur og tónlist Jólin á Sigló OPIN JÓLAHLAÐBORÐ ERU HELGARNAR 21., 22., 28. OG 29. NÓVEMBER OG 5., 6., 12. OG 13. DESEMBER. RAUÐKA BÝÐUR HÓPA VELKOMNA OG HEFUR Í BOÐI ÞRJÁ MISMUNANDI JÓLASEÐLA FRÁ OG MEÐ BYRJUN NÓVEMBER. Frá vinstri: Aníta Elefsen rekstrarstjóri, Rakel Björnsdóttir formaður Siglfirðinga- félagsins, Örlygur Kristfinnsson safnstjóri, Guðmundur Skarphéðinsson formaður FÁUM, Steinunn Sveinsdóttir fagstjóri. Ljósm. Thomas Fleckenstein. Björn Jónasson í Grafarvogskirkju vorið 2014. Félag áhugamanna um minjasafn 25 ára – Róaldsbrakki 20 ára Grána 15 ára - Bátahúsið 10 ára – Salthúsið fokhelt 2014 Á margföldu afmælisári vildum við gera upp við það fólk sem lagði svo mikið á sig við að byggja upp hið stóra safn okkar - að horfa inná við til þess kjarna málsins að fólkið í bænum tók málin í sínar hendur og lét gamlan draum um minjasafn Siglufjarðar rætast. Þann 11. október sl. var haldin afmælisveisla í Gránu, boðið var fjölda fólks og sérstaklega þeim sem lögðu mikið af mörkum með eigin höndum. Þrír einstaklingar voru sérstaklega heiðraðir, Gunnar Júlíusson, Sigþóra Gústafsdóttir og Guðni Sigtryggsson fyrir einstakt framlag þeirra. Þá var einnig allmörgum öðrum gestum boðið til afmælis- fundarins, t.d. fulltrúum stofnana sem lögðu uppbyggingu safnsins ómetanlegt lið. Meðal ræðumanna var Illugi Gunnars- son menntamálaráðherra og Rakel Björnsdóttir formaður Sigl- firðingafélagsins. Um kvöldið var svo haldin veisla í Bátahúsinu þar sem 70 manns nutu síldarrétta og tónlistardagskrár. Af þessu tilefni vilja forráðamenn Síldarminjasafnsins þakka Siglfirðingafélaginu og fjölmörgum Siglfirðingum öðrum fyrir ómetanlegan stuðning síðasta aldarfjórðung. Örlygur Kristfinnsson safnstjóri

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.