Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2014, Síða 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2014, Síða 5
5 en ég kom út á Öldubrjót, út á Pólstjörnubryggju. Þá átti taskan að vera tóm og það passaði, hún var tóm. Ég hafði fundið alla bátana. Karlakórinn Vísir Ég tók þátt í starfi Karla- kórsins Vísis. Ég gekk í karla- kórinn um haustið 1965 fyrir tilstuðlan Steingríms vinar míns Lilliendahl. Hann var í kórnum og við vorum ekki saman, við urðum náttúrulega að vera báðir þar. Síðan var farið í frægðarför til Danmerkur, til Jótlands og vítt og breytt um Danmörku, sungið í Herning og Veile og hvað þetta heitir allt saman. Þar voru konurnar með og mikil ferð gerð úr þessu. Þarna sungum við fullt af konsertum. Klæddum okkur upp í kjól og hvítt en við vorum orðnir ansi vanir að syngja bara fyrir konurnar okkar, það var ekkert rosalega mikil aðsókn að tónleikunum. En þetta var mjög skemmtileg og ánægjuleg ferð. Við Steingrímur vorum báðir konulausir og vorum náttúrulega saman í herbergi og þar fram eftir götunum. Segja má að þarna hafi seinni gullaldarár Karlakórsins byrjað, þegar við fórum að syngja í glitjökkum og með undirleik hljómsveita og poppa þetta svolítið upp, en auðvitað sungum við gömlu karlakórslögin „Ár vas alda“ og það allt saman líka. En þetta var mjög merkilegur tími, mikil plötuútgáfa og mikið starf. Gerhard Schmidt var náttúrulega stjórnandinn en sá sem var sprautan á bak við allt saman í vandvirkninni og því sem gert var í karlakórnum það var formaðurinn, Sigurjón Sæmundsson. Hann lagði metnað sinn í að gera allt vel. Hann var að fá söngþjálfara, fékk söngþjálfara kannski tvisvar á vetri til þess að æfa okkur þessa karla sem kunnum náttúrulega ekkert að syngja, við vorum bara að reyna að horfa á Gerhard þegar hann var að stjórna okkur. Þetta gerði garðinn frægan, gerði Siglufjörð frægan. Við vorum með mest seldu plötuna á Íslandi hjá Fálkanum árið 1968 og okkur var boðið á tónlistarhátíðina í Cannes í janúar 1969. Þar var mættur 40 manna karlakór en ég er ekki viss um að þeir hafi átt von á 40 manna karlakór, held þeir hafi haldið að Karlakórinn Vísir væri bara einn maður. Þarna stóð jafnvel til að við fengjum ekki að syngja en við fengum að syngja og opnuðum dagskrána sem sjónvarpað var út um allan heim. Við æfðum þarna heilan dag í þessari höll og æfðum meðal annars með Tom Jones og Petrulu Clark og þessum snillingum öllum. Karlakórinn Vísir var nú bara með þessu fólki öllu saman. Þannig að ferðalög voru mikil. Við fylltum öll hús hér. Við fylltum Háskólabíó oft, Austurbæjarbíó, Gamla Bíó og Bæjarbíó í Hafnarfirði. Það var alls staðar fullt þar sem við komum. Það gekk rosalega vel. Þetta stóð kannski fram til 1975. Þetta var mikil innspýting fyrir menningarlífið i Siglufirði, og út af fyrir sig fyrir menningarlífið á Íslandi, Karlakórinn Vísir. Bæjarmálin Nú, ég var bæjarfulltrúi í 24 ár og sparisjóðsstjóri í 22 ár. Ég var forseti bæjarstjórnar 1988 þegar bærinn hélt upp á 70 ára kaupstaðarafmæli og 170 ár verslunarafmæli. Þá kom í heimsókn til okkar Frú Vigdís Finnbogadóttir. Hún kom á laugardagsmorgni og það var haldin afmælishátíð allan daginn. Hún hélt til heima hjá okkur Ásdísi á meðan á dvölinni stóð, á milli þess sem hún fór í opinberar heimsóknir og svona. Ég tók á móti henni á flugvellinum, forsetabíllinn var kominn, ég keyrði með henni einn hring um bæinn þar sem var búið að flagga út um allt og fullt af fólki mætt. Það var dásamlegt að sjá hvernig Siglfirðingar tóku á móti forseta sínum. Svo þegar við komum á Suðurgötuna, hjá okkur Ásdísi, þá tók ég upprifjun frá því ég var 7 ára, 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson kom til Siglufjarðar og Karlakórinn söng á svölunum hjá Þormóði Eyjólfssyni. Þannig að Karlakórinn Vísir var á bílskúrsþakinu hjá okkur og söng og tók á móti Frú Vigdísi þegar hún gekk upp tröppurnar. Hún gekk til þeirra og heilsaði þeim og það var yndislegt að sjá hvernig Siglfirðingar tóku á móti henni. Suðurgatan var stútfull af fólki, eitthvað sem ég reiknaði ekkert endilega með. Ég er ekkert hissa þó Siglfirðngar og aðrir hafi tekið vel á móti frú Vigdísi. Þetta var góður dagur. Það var farið víða um bæinn og þetta endaði með veislu um kvöldið og síðan flaug Vigdís aftur suður. Þetta var ánægjulegur dagur í flest alla staði. Það skeði leiðindaatvik sem ég kem ekki að núna. Einu sinni þegar ég var í bæjarstjórn þá var ég Björn Jónasson (1945-2014) Karlakórinn Vísir á leið til Frakklands 1968

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.