Fréttablaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 34
Megrun Með Dr. Phil Hinn þekkti bandaríski sál- fræðingur Dr. Phil McGraw gaf út bók í byrjun þessa árs sem nefnist The 20/20 Diet. Bókin varð strax metsölubók, eins og búast mátti við. Í bókinni fullyrðir Dr. Phil að með því að breyta mataræðinu sé hægt að léttast mikið á stuttum tíma. Hann leggur áherslu á að fólk borði eingöngu hreina fæðu og nefnir 20 tegundir. Fyrstu fimm dagana skal borða reglulega á fjögurra tíma fresti yfir daginn. Það sem má borða eru egg, hrein jógúrt, t.d. grísk jógúrt, baunir, linsur, tófú, þorskur og ósætt prótínduft. Notið kókosolíu, ólífuolíu, borðið möndlur, hnetusmjör, pistasíu- hnetur og valhnetur. Eftir fyrstu fimm dagana má bæta við grænmeti, ávöxtum, kjúkling og túnfisk. Borða skal tvær hrávörur á dag, epli, sveskjur, rúsínur eða grænt grænmeti. Eftir tíu daga má bæta við laxi, kalkún, rækjum, frystum berjum, ólífum og kínóa. Þá má einnig nota Dijon- sinnep, hrökkbrauð og grænt te. Eftir tvær vikur á kúrnum má gera vel við sig einu sinni í viku. Þá má fá sér 1 glas léttvín, 14 kartöfluflögur, 2 smákökur, 30 g súkkulaði eða 25 g hlaup. Nammið má ekki fara yfir 100 kaloríur. Í þessum kúr skal sniðganga sykur, hvítt brauð, pasta, gos- drykki, áfengi, skyndimat og unnar kjöt- og fiskvörur. Með því að hreyfa sig einnig lofar Dr. Phil að árangurinn verði fljótt sýnilegur og líðan allt önnur og betri. UppgangUr í frisbígolfi eyrnaPinninn óþarfur Eyrnamergur er frekar pirrandi fyrirbrigði sem flestir vilja vera lausir við. Hann gegnir hins vegar mikilvægu hlutverki og með því að reyna að ná honum út með eyrnapinna gætum við verið að gera meira slæmt en gott. Þegar eyrun eru þrifin með eyrna pinna eru líkur á að mergn- um sé ýtt dýpra inn í eyrnagöng- in, lengra en hann á í raun heima og ætti að vera. Eyrnamergurinn hefur sýkladrepandi eiginleika og með því að þrífa eyrun of mikið gæti það leitt til eyrnasýkinga (eyrnabólgna) og exems í ytra eyra. Auk þessa er hætta á að gat komi á hljóðhimnuna af óhóflegri eyrnapinnanotkun. Best væri því að hætta algjör- lega að nota eyrnapinna. Ef fólk á erfitt með að hætta þessari (að margra mati afar nauðsynlegu) aðgerð þá ætti að takmarka hana við þrjú skipti í mánuði. Mikil fjölgun hefur orðið á frisbí- golfvöllum, eða svokölluðum folf- völlum, á undanförnum árum. Fyrsti völlurinn var settur upp á Akureyri árið 2001. Hann var æði frumstæður og staurar notaðir til að kasta í. Fyrsti alvöru völlurinn reis á Úlfljóts- vatni árið 2002 en körfurnar voru úr síldarplasttunnum. Folfvöllunum hefur fjölgað ár frá ári og í dag eru yfir tuttugu alvöru folfvellir með sérhannaðar körfur hér á landi. Vell- irnir eru opnir öllum, allt árið. Auk þess má finna minni velli víða. Sjö nýir vellir bættust við í fyrra og í ár hafa nokkrir slíkir verið opnaðir. Til að mynda sá fyrsti á Austurlandi sem var opnaður á Eg- ilsstöðum í sumar. Þá hafa einnig verið teknir í notkun vellir á Húsa- vík og Seltjarnarnesi og ætlunin að opna einn slíkan í Seljahverfi. Folf er sport sem hentar fyrir alla aldurshópa. Búnaðurinn er ódýr og fólk fær góða hreyfingu. Þá er bæði hægt að spila einn eða í stórum vinahópum. Nánari upplýsingar má finna á www.folf.is. utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR Fyrir laugaveginn Fyrir laugaveginn Einn jakki fyrir allar aðstæður Thermoball einangrun sem veitir einangrun sambæri- lega náttúrulegum dúni. Pakkast saman í eigin vasa. Þú trúir því ekki hversu fyrirferðarlítill hann verður fyrr en þú sérð það. fjölhæfur jakki frá the north face sem hentar jafnt á götuna og í fjallgönguna. Fáanlegur í ýmsum útfærslum og litum. Fáanlegur bæði með og án hettu. Helst hlýr þótt hann blotni, þökk sé Thermoball einangruninni. Fáanlegur með bæði herra- og dömusniði. Hin byltingarkennda Thermoball einangrun er aðeins í North Face fötum. (Fullt verð 36.990 kr.) Kynningarverð: 29.990 kr. Kynning − auglýsing 14. október 2015 MIÐVIkUDAGUr12 Heilsurækt 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 1 -5 3 0 0 1 6 C 1 -5 1 C 4 1 6 C 1 -5 0 8 8 1 6 C 1 -4 F 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 3 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.