Fréttablaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 52
„Í fyrra ákvað Leikfélagið að hafa handritakeppni fyrir nemendur skólans og leyfa sigurvegaranum að setja upp leiksýningu í Undir- heimum, aðstöðu Leikfélagsins. Við í nýkjörinni Leikfélagsstjórn ákváðum að halda þessari keppni áfram og fengum nokkur handrit,“ segir Annalísa Hermannsdóttir, formaður Leikfélags Menntaskól- ans við Hamrahlíð  og jafnframt ein þeirra sem fara með hlutverk í sýningunni. „Við fengum Karl Ágúst Þor- bergsson sem leikstýrir stóru sýningunni okkar í vor til þess að dæma, auk sigurvegarans frá því í fyrra og Tómas Gauta Jóhannsson sem var að selja handrit sem hann skrifaði í framhaldsskóla,“ segir Annalísa um keppnina. „Við hugsuðum þessa keppni sem frábært tækifæri fyrir unga handritshöfunda til þess að láta ljós sitt skína, koma hugmyndum sínum á framfæri og fá að fram- kvæma þær,“ segir hún en allur ágóði af sýningunni rennur til Bleiku slaufunnar og er miðaverð 300 krónur eða meira eftir því hvað áhorfendur vilja styrkja mikið. „Í fyrra var sýningin í góðgerðarvik- unni í MH en hún er ekki strax en okkur fannst sniðugt að hafa þetta góðgerðarverkefni í leiðinni og fyrst það er Bleikur október fannst okkur tilvalið að styrkja Bleiku slaufuna, það málefni er okkur í stjórninni mjög kært.“ Keppnina vann Hanna Ágústa Olgeirsdóttir með handriti að leik- sýningunni Míkró. „Sagan gerist í framtíðinni í dystópískum heimi og fjallar um strák sem heitir Míkró. Í heim- inum sem hann býr í eru allir lok- aðir inni í svörtum kassa. Míkró er dálítið öðruvísi en allir hinir, hefur mikið ímyndunarafl og langar til þess að uppgötva og skoða hluti,“ segir Hanna Ágústa. „Hann finnur bók, en í þessum heimi eru ekki til neinar bækur heldur er allt á tölvutæku formi. Við getum bara sagt að það hefur ákveðnar afleið- ingar að hann finnur þessa bók. Þetta er kannski ákveðin ádeila á nútímatækni og hvað við erum háð henni,“ segir Hanna og bætir við að hún geti ekki gefið meira upp um handritið að svo stöddu. „Það eru ellefu krakkar í leik- hópnum og aðalhlutverkin leika Hinrik Kanneworff Steindórsson og Annalísa en það eru reyndar allir með frekar stór hlutverk.“ Hanna leikstýrir einnig verkinu en tekur fram að hún hafi fengið góða aðstoð frá vinum og fjöl- skyldu við að koma Míkró á fjal- irnar. „Þetta er fyrsta leikritið sem ég set upp fyrir utan þegar ég var í leik- eða grunnskóla. Þetta er fyrsta svona alvöru. Ég er mjög spennt og mjög stressuð líka, það fylgir bara,“ segir hún glöð í bragði. „Þegar ég var lítil skrifaði ég oft sögur með ömmu minni heitinni. Hún var mikið fyrir það að semja ljóð og smásögur og við systurnar gerðum mikið af því með henni þannig að ég á henni margt að þakka með það,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi alla tíð verið mikið fyrir það að skrifa handrit. „Mér finnst leikhúsið svo yndis- legt og það býður upp á svo margt sjónrænt sem er erfiðara að ná fram með bókum og heilum text- um.“ Hún segir ýmsar framtíðarpæl- ingar sér hugleiknar og Míkró hafi fæðst í kjölfar slíkra vangaveltna. „Ég held ég hafi gengið með hand- ritið í maganum í nokkra mánuði. Þegar það var kominn lokafrestur í keppninni fékk ég frest um einn dag og kláraði handritið í brjálaðri sköpunarleiðslu á einum degi. Það skapaðist mynd á það á einum, tveimur dögum en það var alveg komið í hjartanu.“ Hanna er að læra söng og segir hann vera aðaláhugamálið þó leikhúsið og handrit fylgi þar fast á eftir. „Mér finnst mjög gaman að lesa handrit og bækur og leiklist hefur alltaf heillað mig mikið.“ Míkró verður frumsýnt í Undir- heimum í kvöld og sýnt aftur á föstudaginn. Uppselt er á báðar sýningarnar en dagsetning auka- sýninga verður tilkynnt síðar. gydaloa@frettabladid.is Skrifaði handritið í sköpunarleiðslu Hanna Ágústa Olgeirsdóttir sigraði í handritakeppni sem haldin var af Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð. Leikritið Míkró verður frumsýnt í Undirheimum í kvöld en Hanna leikstýrir einnig verkinu. Hinrik, Hanna og Annalísa. Hinrik og Annalísa fara með aðalhlutverk í sýningunni Míkró, sem frumsýnd verður í kvöld en Hanna skrifaði handritið. FréttAblAðið/VilHelM Þetta er kannSki ákveðin ádeila líka á nútímatækni og hvað við erum háð henni. Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Sýnt verður beint frá fundinum á vefslóðinni: livestream.com/ru/arctichighseas Hægt verður að taka þátt í umræðum á Twitter með merkingunni #ArcticHighSeasRU Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Arctic Options. Frekari upplýsingar um viðburðinn og dagskrána má finna á hr.is. Úthafið á norðurslóðum Sameiginlegir hagsmunir í Norður-Íshafi Norður-Íshafið hefur verið hulið ís í þúsundir ára. Í dag er meira en helmingur úthafsins íslaus yfir sumarið og þessi nýja staða skapar bæði tækifæri og áhættu. Á ráðstefnunni munu forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendiherrar Bandaríkjanna, Kína, Noregs og Rússlands og aðrir sérfræðingar ræða málefni Norður-Íshafsins í víðu samhengi. Ráðstefna í HR, 15. október kl. 9-12:30 í stofu V101 Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, býður gesti velkomna Opnunarræða: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands Aðrir ræðumenn: Dr. Bjarni Már Magnússon, lektor í alþjóðalögum við HR og Fulbright Arctic Scholar Dr. Paul Arthur Berkman, prófessor við Tufts-háskóla. Fyrrverandi forstöðumaður við Scott Polar-rannsóknarstofnunina við Háskólann í Cambridge og rannsóknarprófessor við Kaliforníuháskóla Pallborðsumræður: – Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna – Anton Vsevolodovich Vasiliev, sendiherra Rússlands – Weidong Zhang, sendiherra Kína – Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs – Tero Vauraste, forseti og framkvæmdastjóri Arctia Shipping, varaformaður Arctic Economic Council, Finnlandi – Árni Þór Sigurðsson, sendiherra, Norðurslóðir – Kai Holst Andersen, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti, Grænlandi Dagskrá *Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 1. nóvember halda þessum kjörum í eitt ár. Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í HAUST STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 1. nóvember* 1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 5 M I Ð V I k U D A G U r24 L í f I Ð ∙ f r É t t A b L A Ð I Ð Lífið 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 0 -7 4 D 0 1 6 C 0 -7 3 9 4 1 6 C 0 -7 2 5 8 1 6 C 0 -7 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 3 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.