Fréttablaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 30
Eygló vann sjálf kyrrsetu­vinnu í banka árið 2009. „Ég hafði kynnst jóga og var farin að standa upp og brjóta upp daginn með jógaæf­ ingum. Þá kviknaði hugmynd­ in sem ég síðan framkvæmdi árið 2013, að bjóða upp á jóga fyrir skrifstofufólk,“ segir Eygló sem stofnaði þá Jakkafatajóga. Í jakkafatajóga mætir jóga­ kennari á vinnustaðinn og gerir nokkrar æfingar sem er hægt að gera ýmist standandi eða sitj­ andi á stól. Allar æfingarnar eru sérsniðnar að þeim sem sitja mikið við sína vinnu. Fólk er í sínum eigin fötum og ekki þarf mikið pláss fyrir hvern og einn. Eygló segir afar mikilvægt að brjóta upp kyrrsetuna. „Bæði upp á einbeitinguna og til að leiðrétta vöðvaójafn­ vægi,“ segir Eygló sem telur að með æfingunum geti fólk aukið einbeitingu, árvekni, ánægju og jafnvel af köst. Hún segir ekki nauðsynlegt að gera margar og flóknar æfing­ ar. „Það er jafnvel betra að gera minna í einu og oftar yfir dag­ inn.“ Kennarar Jakkafatajóga mæta yfirleitt einu sinni í viku. „Við hvetjum fólk til að tileinka sér æfingarnar sem við gerum. Ég veit til þess að fólk finnur mikinn mun á sér ef það gerir æfingarnar reglulega. Fólk nær að rétta betur úr sér og líður betur í öxlunum. Eftir ákveð­ inn tíma byrjar fólkið sjálft að leita í æfingarnar því að það finnur hvað þetta er gott.“ Jakkafatajóga hefur verið vel tekið að sögn Eyglóar. „Þetta byrjaði sem lítið verkefni hjá mér 2013 en í dag eru fimm starfsmenn hjá mér í hlutastarfi um allt land,“ segir Eygló en jakkafatajóga er í boði á höfuð­ borgarsvæðinu, Keflavík, Sel­ fossi og Akureyri. Eykur árvekni og ánægju Margt fólk sem vinnur kyrrsetustarf allan liðlangan daginn þjáist af bakverkjum og vöðvabólgu. Að brjóta upp daginn reglulega með nokkrum léttum æfingum gerir öllum gott. Það veit Eygló Egilsdóttir, jógakennari og eigandi Jakkafatajóga. Ég veit til þess að fólk finnur mikinn mun á sér ef það gerir æfingarnar reglulega. Fólk nær að rétta betur úr sér og líður betur í öxlunum. Fólk fer sjálft að leita í æfingarnar því að það finnur hvað þetta er gott. Hryggvinda í stól Byrja: Anda inn og lengja hrygg. Hryggvinda í stól Enda: Anda frá, halda í stólbak og toga sig inn í hryggvindu fyrir brjóst- bak. Góð til að liðka svæðið kringum axlir og herðablöð. Einföld jafn- vægisæfing Hérna má hreyfa ökklann á lausa fætinum og styrkja þannig vöðvana og lið- böndin þar. Hálsliðkun Byrja á að hita upp svæðið með því að spenna axlir upp að eyrum og slaka niður nokkrum sinnum. HálstEygja Leyfa eyra að síga niður að öxl, axlir slakar. Halda í nokkra andardrætti. Hálsvinda Leyfa höku að nálgast öxlina. Góð til að vinna á vöðva- bólgunni. yoga Mudra Eða „MEst-fyrir-Minnst“-æfingin Spenna greipar fyrir aftan bak, leyfa höfðinu að síga varlega í átt að gólfinu og slaka á inn í kvið og á hálsi og öxlum. Þessi æfing er viðsnúin; blóðflæði leitar í átt að höfði og losar auk þess um spennu í mjöðmum og öxlum. Gott að halda í 3-5 andardrætti og muna að koma rólega upp í standandi stöðu aftur. tEygja fraMan á nára og brjóst- vöðvuM Einstaklega góð fyrir þá sem sitja mikið, þar sem þessir vöðvar eru í stöðugri styttingu í sitjandi stöðu. brjóst- vöðvatEygja Mikilvæg fyrir alla. Olnboginn í ör- lítið hærri stöðu en öxlin sjálf. Teygir vel á vöðvum sem annars toga herða- blöðin inn í ranga stöðu. Þessari má halda í góðar 30 sekúndur. 14. OkTóBEr 2015 MIÐVIkUDAGUr8 Heilsurækt 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 0 -4 D 5 0 1 6 C 0 -4 C 1 4 1 6 C 0 -4 A D 8 1 6 C 0 -4 9 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 3 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.