Fréttablaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 40
Íslenska ríkið var mjög nálægt því að lenda í greiðslufalli 2008-2009 og síð- ustu mánuði hefur hættan á greiðslu- falli Grikkja verið í brennidepli. En Grikkland er ekki eina landið þar sem nú er mikil hætta á greiðslufalli. Það er augljóst að hugsanlegt greiðslufall Grikklands og Úkraínu eykur þá óvissu sem umlykur, sér- staklega, evrópska hagkerfið og það er ljóst að þetta stuðlar að auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins. Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Við þurfum kerfi til að leysa skuldavanda ríkja Helsta óvissan í sambandi við greiðslufall ríkja er óvissa um hvenær það verður og hvaða lánar- drottna það snertir. Ef við berum saman greiðslu- fall ríkja og gjaldþrot fyrirtækja eða banka, þá er það tilfellið að í flestum þróuðum hagkerfum heimsins eru tiltölulega skýrar reglur um það hvernig taka skal á gjaldþrotum samkvæmt lögum. Yfirleitt er það þannig að fyrirtæki í fjárhagserfiðleikum getur, við ákveðin skilyrði, farið í greiðslustöðvun á meðan athugað er hvort hægt sé að bjarga fyrir- tækinu. Og ef þessi björgunartil- raun mistekst þá eru skýrar reglur um hvaða skuldareigendur eru fremstir í röðinni þegar þrotabúið er gert upp. Slíkt verklag tryggir aðallega að skipuleg og yfirveguð endurskipu- lagning, eða gjaldþrotameðferð, fyrirtækisins geti átt sér stað og um leið tryggt mesta mögulega gegnsæi um það á hverjum tjónið lendir. Því miður höfum við ekki svip- aðar reglur og kerfi þegar kemur að greiðslufalli ríkja. Afleiðingin er sú að jafnvel minni háttar hætta á hugsanlegu greiðslufalli ríkis veldur óþarfa óstöðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. En þetta þarf ekki að vera svona og maður veltir fyrir sér af hverju við í Evrópusambandinu höfum varla rætt möguleikann á að skipuleggja kerfi innan Evrópu- sambandsins, eða að minnsta kosti innan evrusvæðisins, sem getur tryggt gegnsærri og betri afgreiðslu á yfirvofandi greiðslufalli ríkja. Árið 2010 lögðu fjórir hagfræð- ingar – þeirra á meðal var Anne Krueger, fyrrverandi aðalhag- fræðingur Alþjóðabankans – fram Helsta óvissan í sam- bandi við greiðslu- fall ríkja er óvissa um hvenær það verður og hvaða lánardrottna það snertir. Sífellt fleiri eru nú að nálgast þá stöðu að eiga afgang um hver mánaðamót og því stækkar nú sá hópur hratt sem er farinn að huga að mánaðar- legum sparnaði. raunhæfar tillögur um evrópskt kerfi til lausnar á skuldavanda ríkja (A European Mechanism for Sovereign Debt Crisis Resolution). Áætlunin gerði til dæmis ráð fyrir sérstökum evrópskum dómstól til að hafa umsjón með skuldasamn- ingum og skuldbreytingum. Slíkur dómstóll og skýrar reglur um skuldbreytingar kæmu að góðum notum og þá yrði meðhöndlun á skuldavanda ríkja síður að póli- tísku bitbeini eins og nú er. Því miður hefur tillagan ekki fengið mikla athygli hjá stjórnend- um Evrópusambandsins, og maður getur bara látið sig dreyma um hve miklu auðveldari meðferðin á skuldavanda Grikkja – og reyndar þeim íslenska! – hefði verið ef við hefðum haft slíkar reglur og kerfi fyrir skipulegar skuldbreytingar á undanförnum árum. Fyrirtæki verða gjaldþrota. Og það verða ríkisstjórnir líka. Þess vegna ríður á að við komum upp stofnunum og kerfi til að takast á við greiðslufall ríkja. Ertu hugmyndaríkur frumkvöðull sem fær hugmyndir hægri vinstri? Ertu einn af þeim sem fá svo margar hugmyndir að einn tíundi væri meira en nóg? Þú ert snill- ingur í að byrja hluti, en kannski ekkert sérstaklega góður í að klára hluti. Þú veist að þú ættir að klára hlutina og pirrast yfir sjálfum þér og segir jafnvel við sjálfan þig: „Oh … hvaða aumingi er ég eigin- lega?“ Ertu ekki þessi hugmyndaríki frumkvöðull? Kippist hjarta þitt frekar við þegar þú færð tækifæri til að skoða hvað vantar inn í við- skiptaáætlanir? Þú ert snillingur í að sjá hvað vantar í heildar- dæmið, en þú ert ekkert sérstak- lega góður í að fá hugmyndir til að bæta dæmið. Segir við sjálfan þig: „Hvað er að mér? Ég fæ aldrei neinar hugmyndir. Allir í kringum mig virðast fá hugmyndir … nema ég.“ Ertu kannski þessi aðili sem elskar að fá tækifæri til að láta ljós þitt skína? Þú virðist geta selt allt og alla. Þú ert frábær sölu- maður, en þú ert kannski ekkert sérstaklega góður í að halda utan um söluna, búa til skýrslur og hefur kannski meiri tilhneigingu til að „gleyma“ að skila alls konar skýrslum og innra með þér hugsar þú kannski: „Oh … þessar skýrslur og ég, hvernig get ég komist hjá því að gera þetta án þess að nokkur fatti?“ Ekki þú? Ertu kannski meira þessi sem finnst dagurinn þinn vera fullkom- inn þegar þú sérð viðskiptavininn brosa til þín geislandi af ánægju vegna þess að það var eitthvað sem ÞÚ gerðir fyrir hann? Þú ert fæddur í þjónustuhlutverkið, en þú kannt ekkert á Excel, hug- myndir þínar eru frekar slappar og þér finnst þú bara ekkert sérstak- lega spennandi dæmi. Ekki eins og „allir“ hinir að minnsta kosti. Við erum öll fædd með einstaka eiginleika, hæfileika, styrkleika sem vinna stundum með okkur og stundum á móti okkur (oft kall- aðir veikleikarnir okkar) og allt svo dásamlega mismunandi. Það virðist vera einhvers konar blindur blettur í augum okkar flestra að trúa því staðfastlega að okkar náttúrulega vöggugjöf, hæfileikarnir, eiginleikarnir og styrkleikarnir okkar séu ekki nóg og í stað þess að vinna að því að nýta styrkleikana okkar verðum við upptekin við að búa til sögur í hausnum á okkur þess efnis að allir séu að gera það gott … nema þú? Er það kannski bara sagan þín? Hin hliðin Rúna Magnúsdóttir stjórnendaráðgjafi Allir eru að gera það gott … nema þú? Við erum öll fædd með einstaka eigin- leika, hæfileika, styrkleika sem vinna stundum með okkur og stundum á móti. Kambódíumenn glímdu á Pchum Ben-hátíðinni, þar sem látinna er minnst, í þorpinu Vihear Suor í Kandal-héraði á mánudaginn. Þúsundir lands- manna flykktust til þorpsins til þess að taka þátt í þessari fimmtán daga hátíð sem er senn á enda. NordicPhotos/afP Glíma í Kambódíu Fátt er svo með öllu illt Á Íslandi er mikið kvartað yfir háu vaxtastigi. Stýrivextir standa nú í 6,25% sem er langt yfir þeim grunn- vöxtum sem við sjáum í kringum okkur, sem dæmi má nefna 0,25% í Bandaríkjunum og 0,05% hjá Seðla- banka Evrópu. Að sama skapi eru vextir á fasteignalánum, bílalánum og öðrum útlánum töluvert hærri en í þessum löndum. Vegna þessara háu vaxta eru hins vegar töluvert betri vaxtakjör í boði fyrir sparnað. Óverðtryggð ríkisskuldabréf gefa nú í kringum 5,7% vexti og óbundnir innlánareikningar eru að gefa af sér allt að 4%, svo einhver dæmi séu tekin. Þessar sömu tölur eru af augljósum ástæðum talsvert lægri í þessum samanburðarlöndum. Þó vissulega megi finna margt að háum útlánavöxtum þá sýnir þetta okkur ekki síður mikilvægi þess að spara á Íslandi enda hægt að fá ansi fína ávöxtun fyrir aurinn án þess þó að taka of mikla áhættu eða binda fé til of langs tíma. Sífellt fleiri eru nú að nálgast þá stöðu að eiga afgang um hver mánaðamót og því stækkar nú sá hópur hratt sem er farinn að huga að mánaðarlegum sparnaði. Það er algengur misskilningur að það sé flókið að hefja sparnað og að það borgi sig ekki að leggja fyrir nema vera með háar fjárhæðir. Sé vilji fyrir því að spara mánaðarlega inn á inn- lánsreikning eru engin upphæðar- mörk og fyrir þá sem vilja leggja fyrir mánaðarlega í verðbréfasjóði er lágmarkið 5.000 krónur á mánuði. Ennfremur skal hafa í huga að innáborgun á lán getur verið ígildi sparnaðar og þannig minnkað greiðslubyrði af eftirstöðvum til framtíðar. Lægri greiðslubyrði skilar sér í hærri ráðstöfunartekjum í hverjum mánuði sem nýta má til dæmis í uppbyggingu á reglulegum sparnaði. Mikilvægt er að kynna sér þær leiðir sem í boði eru og fá þá ráð- gjöf sem hentar hverjum og einum. Hann kemur skemmtilega á óvart, sá mikli áhugi sem ungt fólk hefur sýnt fræðslufundum okkar um fjár- festingar og sparnað. Það er vísir til góðs og vonandi hvetur slík fræðsla til aukins sparnaðar og skynsemi í ákvarðanatöku. Kjartan Smári Höskuldsson forstöðumaður hjá VÍB Sparnaður 1 4 . o K t ó b e R 2 0 1 5 M I Ð V I K U D A G U R10 mArKAðurinn 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 0 -3 4 A 0 1 6 C 0 -3 3 6 4 1 6 C 0 -3 2 2 8 1 6 C 0 -3 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 3 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.