Nesfréttir - 04.03.1988, Side 6
NES 6
Laisertækni til
læknismeðferðar í
Heilsuræktinni
Það er ekki ofsögum sagt að við hér á Seltjarnarnesinu búum yfir
mikilli tækni því á dögunum var enn ný tækni tekin til notkunar í
Heilsuræktinni, eða svokölluð laisertækni sem kemur sér vel við
lækningu ýmissa kvilla. Þessi tækni er viðbót við aðra
meðferðartækni sem Hallgrímur Magnússon læknir hefur tileinkað
ser i Heilsuræktarstöð sinni hér á
Að sögn Hallgríms hefur laiser-
tækið þá kosti að meðferðin verður
með öllu sársaukalaus og kemur sér
vel við lækningu kvilla á borð við
vöðvabólgu, þursabit og að ekki sé
talað um þrálát mein á borð við
fótasár svo eitthvað sé nefnt. Og því
fyrr sem fólk leitar sér hjálpar því
betra. Við notkun laisertækisins
leysist ákveðin orka úr læðingi sem
hjálpar meininu að hjálpa sér sjálft
ef svo mætti að orði komast. Enn-
fremur tjáði Hallgrímur okkur að
engir aukakvillar fylgdu meðferðinni
en að það væri að vísu persónubund-
ið hvaða læknismeðferð hentaði
Scltjarnarnesinu.
hverjum. Auk þess býður hann upp
á sprautumeðferð, TNS tækni og
nálastundumeðferðina.
Laisertækið sem nýlega var tekið í
notkun í Heilsuræktinni. Hér er
ekki á ferðinni íbúi frá Mars að
heimsækja stjörnuspekinga okkar
eins og mörgum hefur eflaust örað
fyrir.
Heilsuræktin Seltjarnarnesi
v/Suðurströnd (sundlaugarbyggingu)
Verður opin í sumar sem hér segir:
mánudaga til miðvikudaga kl. 8.00-19.00
fimmtudaga og föstudaga kl. 8.00-20.30
laugardaga kl. 10.00-16.00
• Fyrsta tímann þarf að panta en síðan má mæta hvenær sem er á
opnunartíma.
• Hver einstaklingur er þrekprófaður og útbúið fyrir hann sérstakt prógram.
• Tækin sem notuð eru, eru hönnuð af sjúkraþjálfurum.
• Sérstakrar varkárni er gætt með eldra fólk og óþjálfaða.
• Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja auka þol sitt og styrkja vöðva I íkamans.
• íþróttakennarar ávallt á staðnum.
(Metta, Margrét og Ragnheiður)
• Nánari upplýsingar fást í síma 611952.
ER EKKI LÖNGU KOMINN TÍMI TIL AÐ HRISTA AF SÉR SLENIÐ OG
GERA LÍKAMANUM EITTHVAÐ GOTT?
HOLL HREYFING ER LÍKAMANUM NAUÐSYNLEG.