Nesfréttir - 27.08.1988, Side 8
FRETTIR
Laugardagur 27. ágúst
Bæjarpunktar:
Á fundi byggingarnefndar
Seltjarnarness fyrr í sumar var
eftirfarandi tekið fyrir:
Til síðari umræðu kom umsókn
frá Árna Péturssyni, Austur-
strönd 8, um byggingu einbýlis-
húss á lóðinni númer 85 við
Bollagarða samkvæmt uppdrátt-
um Dagnýjar Helgadóttur og
Guðna Pálssonar, arkitekta.
Eigendur raðhúsanna númer
15 til 25 við Barðaströnd sóttu
um leyfi til að byggja garðstofur
við húsin og var það samþykkt.
Til síðari umræðu kom umsókn
frá Kjartani Felixsyni, Austur-
strönd 8, um byggingu einbýlis-
húss á lóðinni númer 67 við
Bollagarða samkvæmt uppdrátt-
um Eyjólfs Bragasonar arki-
tekts.
Til síðari umræðu kom umsókn
frá Jóhannesi Benjamínssyni,
Melabraut 43, um byggingu ein-
býlishúss á lóðinni númer 69 við
Bollagarða samkvæmt uppdrátt-
um Eyjólfs Bragasonar, arki-
tekts.
Fundinn sátu Sigurgeir Sig-
urðsson, Rúnar Bjarnason, Pór-
unn Björgúlfsdóttir, Ásgeir S.
Ásgeirsson, Sigurður Kr. Árna-
son og Guðmundur Jón Helga-
son.
Fatnaður fyrir:
Smáfólk
ungt fólk,
og fullorðið
fólk.
Sængurfatnaður
og handklæði
v/Eiðistorg
KVENNARÁÐSTEFNAN
Seltjarnar-konur vöktu athygli
- og heimsóttu norska friðarömmu
Konur af Seltjamarnesinu voru einar þeirra kvenna sem sóttu
Noreg heim á dögunum, á kvennaráðstefnunni víðfrægu. Þeir sem
fylgdust með þætti Sigrúnar Stefánsdóttur um ráðstefnuna tóku
flestir eftir því að þær vöktu athygli sjónvarpsmanna með söng sem
þær fluttu á götu úti. Þessi litli bragur sem þær fluttu var eftir Pál
Sigurðsson sem hann samdi sérstaklega fyrir þær árið 1975.
Heima hjá Jenny Mars, friðarömmunni, sem bauð konunum 18 i
heimsókn og upp á veitingar eitt kvöldið. Að sögn var þetta einn
skemmtilegasti og jafnframt óvæntasti atburður ferðarinnar. Jenny
Mars er dökkhærða konan sem stendur á spjalli við konur af
Seltjarnarnesi.
Eftir erfiðan dag settust konurnar niður og fengu sér kaffibolla.
Myndin var það vel heppnuð að þær ákváðu (í gríni) að reyna að
selja hana til ákveðins kaffiframleiðanda hér á landi. Og segja, það
hressir... Á myndinni er Auður á Bergi, Bára og Sveinbjörg.
HRAÐÞJÓNUSTA
Skómeistarinn Eiðistorgi
Önnumst sjúkraviðgerðir ef óskað er.
2. hæð. Sími 611390.
Alls lögðu upp í ferðina 18
konur úr kvenfélaginu Seltjörn
og voru þær á aldrinum 32 upp í
75 ára. Nokkrum dögum áður
en átti að leggja í ferðina kom
babb í bátinn. Hótelið sem þær
voru búnar að fá inni á var allt í
einu troðfullt og ekkert pláss
fyrir konurnar 18. Þær voru ekki
að baki dottnar og fengu hjálp
norsku Bjargar sem reddaði
þeim góðu hóteli á 11 stundu.
En hún reyndist þeim konum
mjög vel í ferðinni.
Voru þær konur allar sam-
mála um að þetta væri ein sú
mesta lífsreynsla sem þær höfðu
upplifað. Þær upplifðu meira að
segja ævintýri sem enginn annar
hópur á ráðstefnunni komst í
tæri við. Þeim var nefnilega
boðið í heimsókn og veitingar til
norskrar friðarömmu, Jenny
Mars að nafni, sem þær komust
í kynni við í Noregi. Þær bjugg-
ust að sjálfsögðu ekki við miklu
enda friðaramman orðin roskin
kona. En þegar þær komu heim
til hennar linnti ekki veitingun-
um allan tíman. Fyrst var þeim
boðið upp á kaffi og kanilkringl-
ur að norskum sið. Þegar þær
höfðu lokið við það var þeim
boðið upp á ís og púrtvín. Eftir
þessar veitingar áttu þær ekki
von á meiri veitingum en sú
gamla var ekki af baki dottin og
færði þeim að síðustu hvítvín og
pitsu. Þarna sátu þær langt fram
eftir kvöldi og skemmtu sér hið
besta, og ræddu heimsins gagn
og nauðsynjar.
Að sögn Unnar Ágústsdóttur
kennara í Mýrarhúsaskóla, sem
var ein þeirra er sótti ráðstefn-
una var heimsóknin til Jennyar
ein skemmtilegasta uppákoma
ferðarinnar. En ferðin hafi í
sjálfu sér öll verið mjög vel
lukkuð og í raun hefðu þær
konur þurft að horfa framhjá
mörgu sem þær hefðu gjarnan
viljað sjá vegna tímaskorts.
„Eitt merkilegasta við þessa
ferð var hve mikil samstaða ríkti
meðal kvenna þó svo mismun-
andi stjórnmálaskoðanir hafi
legið að baki. Þarna ríkti einstök
þverpólitísk samstaða,“ sagði
Unnur.
Á
f
1
I
L