Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Page 2

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Page 2
Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar Að tillögu ráðgjafanefndar verð- ur lagt til á næsta fundi borgar- ráðs að Anna Kristinsdóttir, stjórn- málafræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, verði ráðin mann- réttindastjóri Reykjavíkurborgar. Alls sóttu 23 einstaklingar um embættið. Anna hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á sviði jafnréttis- og mannréttinda- mála, bæði sem borgarfulltrúi í Reykjavík og sem þátttakandi í frjálsum félagasamtökum. Hún sat í jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar árin 1998 – 2002, í Jafnrétt- isráði frá 2004 – 2007 og í Svæðis- ráði málefna fatlaðra í Reykjavík frá 2003. Anna hefur á undanförn- um árum starfað með frjálsum félagasamtökum þar sem mann- réttindi hafa skipað stóran sess, meðal annars verið í Landsstjórn/ Framkvæmdaráði Þroskahjálpar frá 2001 og formaður foreldrasam- taka fatlaðra frá 2001-2004. Anna lauk BA - gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún vinnur nú að lokaritgerð í meist- aranámi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Stefnt að varðveislu götumyndarinnar við Laugaveg 4 – 6 Á fundi borgarráðs hefur verið í morgun var samþykkt tillaga skipulagsráðs varðandi uppbygg- ingu við Laugaveg 4-6. Fram kom á fundinum að undirbúningur að uppbyggingu húsanna hafi gengið afar vel og að um metnaðarfullt verkefni væri að ræða þar sem mannlíf og virðing fyrir sögunni fengi að njóta sín. Megininntak tillögunnar er verndun götumynd- ar við Laugaveg, endurbygging gömlu húsanna og góð uppbygg- ing fyrir verslun og þjónustu á reitnum. Götumyndin við neðan- verðan Laugaveg, frá fyrri hluta 20. aldar, er þannig varðveitt með endurbyggingu Laugavegar 4 og 6 samhliða uppbyggingu á reitnum, þar sem gert er ráð fyrir góðu verslunar- og þjónustuhúsnæði. Ytra byrði gömlu húsanna verð- ur fært í það horf sem það var á fyrri hluta 20. aldar. Gerð verð- ur létt tengibygging sem tengir saman gömlu húsin, með kjallara, einni hæð og annarri inndreginni. Ábendingar frá Minjasafni Reykja- víkur og Húsafriðunarnefnd voru hafðar til hliðsjónar við gerð til- lögunnar. Miðað er við að hægt verði að hafa gegnumgang milli húsanna við Laugaveg og hússins við Skóla- vörðustíg 1a. Á þaki tengibygging- arinnar skapast gott rými til úti- vistar. Í bókun meirihlutans segir að með samþykki þessarar tillögu sé staðið við fyrirheit um að snúa vörn í sókn við Laugaveginn, með öflugri uppbyggingu og fegrun á öllu umhverfi miðborgarinnar, samhliða því sem staðinn er vörð- ur um mikilvæg menningarverð- mæti. Tillagan marki þannig tímamót í skipulagi Laugvegar og miðborgar. Óleyfisframkvæmdir beittar dagsektum Á fundi skipulagsráðs 16. júlí sl. var lagt fram að nýju bréf bygg- ingarfulltrúa dags. 16. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda við Lambhól við Starhaga. Einnig lagt fram bréf Kristjáns Kristjánssonar til byggingarfulltrúa dags. 2. júlí 2008. Bréf byggingarfulltrúa var samþykkt. Í borgarráði 17. júlí sl. var samþykkt skipulagsráðs tekin fyrir og ákveðið að beita dagsekt- um til að knýja á um framkvæmd- ir við Lambhól. Hrein og fögur borg Í tilefni af hreinsunarátaki meiri- hlutans í miðborginni í vor sem að mati VG gekk of langt. Lagði VG fram eftirfarandi bókun í borg- arráði 10. júlí sl.: ,,Það hlýtur að vera kappsmál allra borgarbúa að Reykjavík sé hrein og fögur borg. Hreinsunarátak er því af hinu góða, en öllu má of gera. Átak það sem kennt hefur verið við mið- borgina nú á vormánuðum virðist hafa farið úr böndunum, þar sem grá málning þekur nú áratuga- gömul listaverk sem ekki verða aftur fengin. Hafi þær svipmóts- breytingar sem um ræðir talist byggingarleyfisskyldar hlýtur að hafa verið um hefðbundnar óleyf- isframkvæmdir að ræða sem ber að meðhöndla sem slíkar. Ekki er vitað til þess að borgaryfirvöld ráðist í breytingar á óleyfisfram- kvæmdum- öðrum en þessum - án formlegs samþykkis sveitar- stjórnar eða samráðs við eigend- ur skv. byggingareglugerð. Brýnt er að borgaryfirvöld gæti ávallt meðalhófs í aðgerðum sínum sem og andmælaréttar viðkomandi húseigenda sem ella gætu óskað bóta úr hendi borgarinnar.” Í bókun borgarstjóra og borgar- ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks seg- ir m.a.: ,,Hreinsunar- og fegrunar- átak í miðborginni var nauðsyn- legt og hefur þegar skilað miklum árangri á mjög skömmum tíma. Miðborg Reykjavíkur hefur ekki verið fegurri eða hreinni um langt árabil sem er í samræmi við skýr loforð borgarstjóra og meirihlut- ans um að vinna hratt og örugg- lega að þessum mikilvægu umbót- um. Í upplýsingum frá embættis- mönnum borgarinnar kemur fram að í 2 tilvikum virðist hafa verið málað yfir verk á húsveggjum fyr- ir mistök. Það er miður, en breyt- ir engu um þann mikla árangur sem borgarbúar hafa orðið vitni af á undanförnum vikum og mán- uðum. Um leið og meirihlutinn heitir því að halda áfram hreinsun og fegrun borgarinnar, er komið á framfæri þökkum til allra þeirra fjölmörgu starfsmanna Reykjavík- urborgar sem að þessu átaki hafa komið og sinnt því af kostgæfni og krafti.” Áfram frítt í strætó fyrir námsmenn Borgarráð hefur samþykkt að halda áfram niðurgreiðslum í strætó fyrir námsmenn í Reykja- vík, skólaárið 2008 til 2009. Sam- þykktin var gerð sem liður í verk- efninu Græn skref. Verkefnið var kallað Frítt í strætó en markmið þess er að efla ímynd almennings- samgangna á höfuðborgarsvæð- inu. Framhalds- og háskólanemar í skólum innan sveitarfélaga með aðild að Strætó bs. fengu frítt í strætó frá ágúst 2007 til 1. júní 2008. Nemendafélög skólanna sáu um dreifingu strætókorta sem gef- in voru út sérstaklega vegna verk- efnisins. Samkvæmt mælingum og viðhorfskönnunum á notkun strætisvagna í mars 2008 hafði far- þegaaukningin numið 10% í kjöl- farið á verkefninu Frítt í strætó sem var meiri en búist hafði ver- ið við. Viðbótarkostnaður vegna verkefnisins er samtals 270 millj- ónir króna. Breytingar við Bræðraborgarstíg Á fundi Byggingafulltrúa nýver- ið var tekin fyrir beiðni Þrastar Ólafssonar og Þórunnar Klemens- dóttur Bræðraborgarstíg 21b um leyfi til að byggja yfir svalir á vest- urgafli og gera herbergi þar á 2. hæð, bæta við svölum á 2. hæð á suðurhlið auk minni háttar breyt- inga á fyrirkomulagi innanhúss í tvílyfta einbýlishúsinu á steypta sökklinum frá 1916 á lóð nr. 21B við Bræðraborgarstíg. Afgreiðslu var frestað. Droplaug Ólafsdóttir, Bræðraborgarstíg 24a sækir um leyfi til að byggja kvist á suðaust- urþekju og byggja svalir á suðvest- urgafl íbúðarhússins nr. 24A við Bræðraborgarstíg. Samþykki með- eigenda fylgir. Afgreiðslu frestað og málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Veggskreyting samþykkt Húsfélagið Njálsgötu 4 hefur sótt um leyfi fyrir áður gerðri veggskreytingu á gafli hússins nr. 4 við Njálsgötu gerðri af Söru Riel í maí 2007. Málinu fylgir ljósmynd af veggskreytingunni og bréf hús- félagsins. Byggingafulltrúi sam- þykkti leyfið. Kjósi eigendar að mála yfir myndverkið þarf ekki að sækja um byggingarleyfi þess vegna. Sennilega er þessi beiðni tilkomin vegna hreinsunarherferð- ar borgaryfirvalda í miðborginni. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Íslandspóstur 7. tbl. 11. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107 og 101. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R B orgarráð hefur afsalað Vaktarabænum í Garðastræti 23 í hendur Minjaverndar og verður húsið gert upp í upphaflegri mynd. Húsið er frá árinu 1844 og er eitt fyrsta timburhús Grjótaþorpsins utan Innréttinganna. Reykjavíkurborg keypti húsið í janúarmánuði á þessu ári fyrir 25 milljónir króna en þá var búið að sækja um leyfi til að rífa það. Minjavernd sér um fjármögnun endur- byggingarinnar og þann kostnað sem kann að hljótast af fornleifa- könnun á staðnum en á lóð hússins eru leyfar gamla torfbæjarins í Grjótaþorpi. Annað hús, ekki ýkja fjarri við Vesturgötuna, Gröndals- hús, bíður hins vegar enn eftir því að komast í endurnýjun lífdaga, en ekkert samkomulag virðist vera í sjónmáli um hvert það á að fara eða hvenær. Hugmyndum um staðsetningu í Grjótaþorpi hefur verið mótmælt harðlega af íbúum þar, m.a. með undirskriftsarlistum, en kannski hefði verið snjallt af þeim að benda þá á staðsetningu fyrir húsið. Þessi mótmæli bera svolítið keim af því að allt í lagi sé að byggja í görðum nágrannans, bara ekki mínum. Þrautarlending er að flytja húsið upp á Árbæjarsafn eða kannski á bílastæðið við hlið Borg- arbókasafnsins við Tryggvagötu ef UMFÍ fær ekki að byggja þar. Grön- dalshús færi þá ekki í ýkja langt ferðalag, og það væri af hinu góða. Íþróttafélög meirihlutaeig- endur í rekstrinum K R-sport var stofnað í marsmánuði 1998 og var hugmyndin að félagið ræki meistaraflokk karla í knattspyrnu sem og ann-an flokk karla. Sama ár var samþykkt að breyta félaginu úr einkahlutafélagi í eigu knattspyrnudeildar KR í hlutafélag. Haldið var almennt hlutafjárútboð þar sem boðið var hlutafé fyrir 46 milljónir króna, og seldist það allt til hundruða hluthafa. Reksturinn hefur gengið ágætlega en þó varð um 15 milljón króna rekstrartap í fyrra, sem að hluta til skýrist af þjálfaraskiptum er Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum vegna afleits gengis KR-liðsins. Tekjur KR-sport hafa verið styrkir og auglýsingasala, sala aðgöngumiða, sjónvarps- tekur og tekur vegna stuðningsmannafélagsins, KR-klúbbsins. Vegna nýrra reglna UEFA, Evrópuknattspyrnusambandsins, verður rekst- urinn færður til knattspyrnudeildarinnar. Þessar nýju reglur krefjast þess að íþróttafélög verða að eiga meirihluta í félögum sem reka knattspyrnustarfsemi. Knattspyrnudeild KR mun því á leiktímabilinu 2009 sjá um reksturinn sem og samninga við leikmenn sem til þessa hafa verið hjá KR-sport. Hlutafélagið KR-sport verður áfram til og mun styrkja knattspyrnustarfið hjá KR eftir mætti. Þessu er svolítið öðru vísi farið hjá öðrum knattspyrnufélögum í Reykjavík. Valsmenn hf. er almenningshlutafélag sem fyrst og fremst hefur komið að mann- virkjum á félagssvæði Vals á Hlíðarenda og því ekki rekstrarfélag eins og KR-sport. Hjá rekstrarfélaginu FRAM, Fótboltafélag Reykjavíkur, hefur knattspyrnufélagið Fram átt meirihluta og því hafa nýjar reglur UEFA um eignarhald ekki áhrif hjá Safamýrarfélaginu. Farsælar ferðavikur N ú hefur farið í hönd mestu umferðarvikur ársins, vonandi með sem fæstum óhöppum og slysum. Framundan er versl-unarmannahelgin þar sem landsmönnum er boðið upp á úti- hátíðir í alls konar formi, jafnvel íþróttafélög bjóða til útihátíðar til að afla tekna og þar er drykkjuskapurinn því miður oftast mestur, stund- um með alvarlegum afleiðinum eins og nauðgunum. VESTURBÆJAR- BLAÐIÐ óskar öllum Vesturbæingum sem og öðrum landsmönnum góðrar ferðar, sem og ánægjulegrar dvalar heima við þeim sem þess æskja, og minnir á um leið að eftir einn ei aki neinn. Geir A. Guðsteinsson Eitt elsta timburhús Grjótaþorpsins verndað Vesturbæingar Tökum undir sjálfsagðar kröfur um betri Vesturbæ með heilsugæslu í hverfinu, bætta umferðarmenningu og sparkvelli fyrir krakkana. JÚLÍ 2008

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.