Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Blaðsíða 8
Vesturbæingurinn og alþingismaðurinn Ögmund-
ur Jónasson varð sextugur 17. júlí sl. og hélt upp á
afmælið með miklum glæsibrag í götunni þar sem
hann býr með sinni fjölskyldu, þ.e. við Grímshag-
ann. Kona hans er Valgerður Andrésdóttir og börn-
in þrjú, Andrés, Guðrún og Margrét Helga.
Gatan er lokuð gata og við enda hennar var reist
heilmikið tjald þar sem gestir, sem voru fjölmargir,
m.a. samherjar sem andstæðingar í pólitíkinni, gátu
borið sig eftir léttum veitingum og fengið skjól fyrir
rigningunni sem um stund helti sér yfir svæðið og þar
með þá veislugesti sem ekki leituðu skjóls undir tjald-
dúknum. Ávörp voru hins vegar flutt undir berum
himni og þurftu ræðumenn því að sæta því að blotna
svolítið, enda verður enginn verri þó hann vökni
svolítið. Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins
færði Ögmundi að gjöf frá þingflokknum beisli og múl
og Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins
færði Ögmundi nýveiddan lax en hann sagði að með
því vildi hann tryggja að ef ríkisstjórnin leiddi yfir
landsmenn mikið öngþveiti og jafnvel hungur ætti
Ögmundur í öllu falli lax í soðið. Frá samherjunum í
Vinstri grænum fékk Ögmundur mikið andlegt fóður í
formi bóka auk drykkjarfanga frá Austur-Evrópu.
8 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2008
Glæsileg afmælisveisla Ögmundar á Grímshaganum
Steingrímur J. Sigfússon, flokksformaður VG afhendir Ögmundi gjafir frá
flokkssystkinunum.
Með eiginkonunni, Valgerði Andrésdóttur undir regnhlíf en nokkuð rigndi þegar á
veisluna leið.
Geir Haarde forsætisráðherra afhendir gjöf frá þingflokki Sjálfstæðismanna, beisli og múl! Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins færði Ögmundi nýveiddan lax að gjöf.
Margt mætra gesta var á Grímshaganum, m.a. Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þing-
flokks Sjálfstæðismanna, Sturla Böðvarsson forseti Alþingis og Davíð Oddsson Seðla-
bankastjóri.
Andans menn voru þarna líka, m.a. rithöfundarnir Ingólfur Margeirsson og Pétur
Gunnarsson.
Skólabróðir Ögmundar, sr. Gunnþór
Ingason, sóknarprestur við Hafnarfjarð-
arkirkju, ávarpaði afmælisbarnið m.a. í
bundnu máli, og kallaði það ,,Hugrekki
og háleit sjónarmið.”
Eðlisgerð þín Ögmundur er traust
og elsku sýnir þú með ljúfu geði,
því sigra vannst og sóma mikinn hlaust
svo sextugur þú nýtur lífs og gleði.
Hugrekki og háleit sjónarmið,
þér hafa gefið mikla stefnufestu,
þú sérð hvar þarf að veita veikum lið,
og veist að samkennd skiptir lífið mestu
Fyrirmyndar fréttamaður varst,
og frásögn skýra gafst af högum manna.
En andi ferskur ávallt með þér barst
sem efldi þrána til hins fagra og sanna.
Og forysta þín farsæl jafnan er
í félagsmálum og á þingi háu.
Orðspor þitt af fögrum verkum fer
að fórnfúst vinnir mjög í særðra þágu
Á vinstri grænum gæfuvegi berst
því gróður lands og velferð fólks vilt tryggja.
En landsins gróðurvinjum reynast verst
virkjanirnar sem á græðgi byggja.
Þú sérð í gegnum svikið, rangt og valt,
þá sýndarmennsku er þykist mikið kunna.
Spámannsrödd þín hljómar hátt og snjallt
og hrífur þá er sannleikanum unna
Oft þú minnir mig á sjálfan Krist
og mynd af þér í Fánu á stúdentsári.
Krossfestur og kvalinn getur virst
er kennir raunir lífs í hjartasári.
En glaður samt á gamansaman hátt
gengur þú að öllum þínum störfum
og trúir því að batni kjörin brátt
og bæta megi úr vanda, neyð og þörfum
Að eiga þig sem óska sessunaut
og ávallt síðan vin og fósturbróður
frá Menntaskóla og alla ævibraut
mér er og verður mikill gæfusjóður.
Þú átt að baki öflugt stuðningslið
sem öruggt fylgir þér að ljósu miði.
En Vala þín og velgerð börn við hlið
verða þér að allra mesta liði
Kveðju færðu,, Leik- og lærðum” frá,
ljúfa vinafundi er gott að muna.
Við stjórnmál ræðum, strauma er líða hjá
og stillum huga á list og menninguna.
Þjóðlíf jafnan þarfnast traustra róta
og þeirra manna er gæta að landsins hag.
Verka þinna margir munu njóta
og minnast þín og fagna vel í dag
Soli Deo Gloria
Gunnþór Ingason