Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Síða 4
Séra Hjálmar Jónsson dóm-kirkjuprestur er fæddur í Borgarholti í Biskupstungum
17. apríl 1950, sonur hjónanna
Jóns Óla Þorlákssonar járnsmiðs
sem var fæddur á Akureyri, son-
ur Þorláks Jónssonar sem lengi
var sýsluskrifari á Akureyri og
síðar fulltrúi í dómsmálaráðuneyt-
inu, og Árveigar Kristinsdóttur
frá Vestmannaeyjum. Eiginkona
séra Hjálmars er Signý Bjarna-
dóttir líffræðingur og þeirra
börn Kristinn, Sigríður, Reynir
og Ásta Sólveig. Hjálmar lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri árið 1971 og guð-
fræðiprófi frá Háskóla Íslands
árið 1976. Var við framhaldsnám
í St. Paul í Bandaríkjunum 1993.
Hjálmar varð sóknarprestur í Ból-
staðarhlíðarprestakalli í Húna-
vatnssýslu strax að loknu guð-
fræðiprófi og var þar til ársins
1980 er hann varð sóknarprestur
í Sauðárkróksprestakalli og síðan
prófastur frá árinu 1982. Hjálm-
ar varð þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
vestra árið 1995 og sat á þingi
til ársins 2001 er hann sagði af
sér þingmennsku og varð prestur
við Dómkirkjuna. 1.október 2007
var hann skipaður sóknarprestur
í Dómkirkjuprestakalli í Reykja-
vík til fimm ára. Hann tók þar
við embætti af sr. Jakobi Ágústi
Hjámarssyni sem sagði því lausu.
Hjálmar segir að faðir hans hafi
farið út í flugnám og verið þar í
tvö ár en kemur heim árið 1948
og foreldrar hans hafi kynnst fljót-
lega upp úr því. Móðir hans flutti
að Borgarholti í Biskupstungum
með foreldrum sínum þegar hún
var 10 ára gömul og var þar uppal-
in. Á þessum tíma voru margir að
koma heim eftir að stríðinu lauk,
margir með flugréttindi, og því
snéri faðir hans sér að búskapnum
í Borgarholti með tengdaforeldr-
unum, Kristni Bjarnasyni og Guð-
finnu Árnadóttur og tók síðan við
búskapnum 1949. Árið 1961 fluttu
þau norður í Eyjafjörð og hófu
búskap á landsnámsjörðinni Jódís-
arstöðum ásamt fjórum börnum,
en Hjálmar á fjögur systkini. Þar er
Hjálmar því að mestu uppalinn.
,,Síðan flytur fjölskyldan til
Akureyrar um 1970 en pabbi vildi
breyta til enda hafði hann aldrei
haft mikinn áhuga fyrir búskap,
búinn að vera á farskipum og á
síld, og gerðist vaktformaður og
verksmiðjustjóri, m.a. austur á
Seyðisfirði og á Breiðdalsvík.”
- Eftir stúdentspróf ferð þú suður í
guðfræðinám við Háskóla Íslands.
Varstu löngu búinn að ákveða á
þeim tíma að fara í guðfræðinám?
,,Sem ungur maður velti ég
ýmsu fyrir mér og hvað ég vildi
taka mér fyrir hendur á lífsleiðinni.
Ég hafði snemma áhuga á guðfræð-
inni en varð um tíma afhuga því
námi eins og gerist oft með ungt
fólk, og gleymir sér í öðru, og telur
að sannleikann sé að finna annars
staðar. Um tíma hafði ég mína for-
dóma gegn kirkju og kristnidómi
en þegar ég hafði lokið stúdents-
prófi var ég ákveðinn í því að fara í
guðfræði. Ég var viss um það að ef
ég færi ekki í guðfræðina mundi ég
alltaf sjá eftir því að hafa ekki farið
þá leið í náminu. Ef leiðin hefði
ekki legið í guðfræði hefði ég farið
í íslensku eða lögfræði. Íslenskan
var mikið áhugamál og er það enn.
Viku eftir að ég lauk mínu guð-
fræðinámi 1976 er ég vígður til
Bólstaðahlíðarprestakalls í Húna-
vatnssýslu. Það var 3. október og
við vorum vígðir sex kandidatar
í einu og við höfum alltaf haldið
hópinn, þessir prestar og hist á 5
ára fresti. Nú ætlum við að stytta
bilið milli funda og hittast árlega.
Tveir úr hópnum eru dánir, Sig-
hvatur Birgir Emilsson úr Hafnar-
firði og Pétur Þórarinsson sem var
prestur í Laufási í Eyjafirði. Hinir
eru Gunnþór Ingason í Hafnarfirði,
Vigfús Þór Árnason í Grafarvogs-
kirkju og Vigfús Ingvar Ingvarsson
á Egilsstöðum.”
Skemmtilegir
Húnvetningar
Hjálmar segir að það hafi verið
afar skemmtilegt að kynnast Hún-
vetningum. Það hafi verið eins og
komast í framhaldsnám í guðfræði
og kirkjumálum. Þegar hann kom
norður sögðu karlarnir við hann
að venjan væri að messa fjórum til
fimm sinnum á ári í hverri kirkju
og þá mæta allflestir. Ef messað
væri oftar væri hætta á að fólkið
færi að skipta sér meira á mess-
urnar, þ.e. færri að mæta í hverja
messu. Þetta hafi verið mjög sann-
gjarnt tilboð sem Hjálmar telur að
alls ekki hafi verið hægt að hafna,
betra væri að að hafa nokkrar
messur á ári þar sem allir væru
saman, frekar en að eiga von á
sárafáum til kirkju ef messað væri
mun oftar. Við þetta prógram hélt
Hjálmar sig við meðan hann þjón-
aði í Húnavatnssýslu, sem var í
fjögur ár.
Eini presturinn sem hef-
ur sagt af sér prestskap
til að gerast þingmaður
og .........
,,Þá var Sauðárkrókur laus, ég
sótti um og fékk ágæta kosningu
þó ég væri eini umsækjandinn.
Það er mjög gott og góður stuðn-
ingur við allt starf prestsins í fram-
haldinu.
Ég er prestur á Sauðárkróki
í 15 ár en þá fór ég í pólitíkina.
Ég er eini presturinn sem hefur
sagt af sér prestskap til að gerast
þingmaður því allir þeir prestar
sem gerðust alþingismenn fram til
þessa tíma höfðu haldið embættun-
um og þjónað því að hluta til. Mér
fannst ekki hægt að bjóða Sauð-
krækingum, prestakallinu og pró-
fastdæminu upp á það, því óskaði
ég eftir að annar prestur yrði feng-
inn til að sinna því en ég fengi
launalaust leyfi. En síðar sagði ég
því lausu. Mér finnst það bara tóm
vitleysa þegar menn krefjas þess
að komast í gamla embættið sitt
aftur þegar þingmennsku lýkur,
sama hvort það er vegna þess að
þeir ná ekki endurkjöri eða hætta
þingmennsku sjálfviljugir.”
........ eini þingmaðurinn
sem hefur sagt af sér
þingmennsku til að sinna
prestskap
,,Ég er líka eini þingmaðurinn
sem hef sagt af mér þingmennsku
til að sinna prestskap. Það fannst
mér einnig mikilvægt að gera til
þess að það væri alveg hreint og
klárt að starf prests væri ekkert
aukastarf. Margir þingmenn eru
einnig með ekkert annað starf auk
þingmennskunnar þó það sé ekki
prestsstarf. Mér finnst það mik-
ilvægt að menn marki sér alveg
hreinar og skýrar línur í þessum
málum. Annað getur bara valdið
ruglingi hjá sumu fólki og truflað
það.”
- Varstu búinn að ákveða að
hætta þingmennsku þegar þú sækir
um starf prests í Dónkirkjunni?
,,Mig langaði að sækja um prests-
starfið í Dómkirkjunni en ég hafðí
átt kost á því áður en ákvað þá
að hætta við vegna áskorana frá
sóknarbörnum í Skagafirði. Prests-
starfið togaði alltaf í mig þessi ár
sem ég var á Alþingi en það var
algjörlega mín ákvörðun að hætta
þingmennsku, það var algjörlega
á mínum forsendum. Ég hafði ver-
ið prófastur í 15 ár fyrir utan það
að vera sóknarprestur, svo ég leit
ekki svo á að það væri þingmað-
ur að sækja um prestsembætti,
heldur prestur sem hafði farið um
stund til að þjóna á öðru sviði.
Mér fannst hálfpartinn að ég
væri að svíkjast um í mínu starfi
þegar ég var á Alþingi, vildi ekki
vera lengur fjarri mínu köllunar-
starfi, því sannarlega er prests-
starfið köllunarstarf og það getur
enginn sinnt því öðru vísi svo vel
sé en að hafa brennandi áhuga fyr-
ir starfinu og reynast fólki vel og
sinna því af heilindum og trúnaði.”
- Varstu orðinn leiður á pólitík-
inni?
,,Ég var búinn að læra töluvert
á þjóðfélagið gegnum þingmennsk-
una og þessi ár voru mér afar
dýrmæt. Ég var farinn að finna
ákveðna tómleikatilfinningu því
pólitíkin er veraldlegar lausnir á
veraldarmálunum, svona umgjörð-
in um lífið en ekki innihaldið en í
prestskapnum er maður að fást
við innihaldið. Þar eru miklu nán-
ari og persónulegri tengsl við fólk
og ég saknaði þeirra tengsla og
þess að ég væri virkilega að leggja
eitthvað af mörkum fyrir lífsbar-
áttu fólks. Mesta lífsbaráttan felst
alltaf í einkalífinu, en ekki í lausn
á stóru efnahagsmálunum. Stóru
vandamálin á Íslandi eru ekki efna-
hagslegs eðlis.
Ég hafði að vísu fengið að taka
þátt í stórkostlegum uppgangs-
tíma á þingi og hafði gaman af því
og vera þátttakandi í miklum breyt-
ingum sem áttu sér stað í þjóðfé-
laginu, einmitt á þeim árum sem
ég sat á þingi. Allan þennan tíma
minn sem þingmaður er Davíð
Oddsson forsætisráðherra, en ég
kem fyrst inn á þing sem varaþing-
maður á fyrsta þingi hans.”
- Kom til greina að sækja um eitt-
hvað annað prestsembætti en við
Dómkirkjuna?
,,Já eflaust, en ekki á þessum
tímapunkti, þarna var prestsstarf
við Dómkirkjuna laust, þarna var
tímapunkturinn nákvæmlega. Það
var aðeins rúmt ár liðið af kjörtíma-
bilinu á þingi, og þúsund ár liðin
frá kristnitöku á Íslandi. Það ár
var mér svolítið erfitt að vera ekki
í prestþjónustu og ég sat á þing-
palli á Þingvöllum á kristnitökuhá-
tíðinni og var innilega sammála
Davíð Oddssyni þegar hann sagði
að merkasta lagasetning sem hafi
átt sér stað á Íslandi sé kristnitak-
an árið 1000. Kristnin hefur haft
gífurleg áhrif á hugsun, mennt og
menningu alla tíð þar liggja líka
rætur sem fáránlegt er að gera lít-
ið úr.”
- Prestsstarf í miðborg Reykjavík-
ur við Dómkirkjuna hlýtur að vera
mjög frábugðið starfi prests á lands-
byggðinni, eins og í Húnavatnssýslu
og Skagafirði?
,,Grunnurinn er sá sami en blæ-
brigðamunur þar á en kannski
meiri nálægð við prestinn fyrir
norðan en hér í Reykjavík. En mað-
ur kynnist líka þessu nærsamfélagi
mjög sterkt hér í Dómkirkjunni og
smám saman kynnist maður mjög
náið sögu húsanna, fjölskyldum
og ættum og verður smám saman
prestur þessa samfélags. Maður
kynnist ekki síst högum og kjörum
fólks gegnum skírnir, hjónavígslur
og útfarir auk alls annars kirkju-
legs starfs, s.s. við ráðgjöf og sál-
gæslu.
Þjóðin á tvö falleg hús á Austur-
velli, þ.e. Dómkirkjuna og Alþingis-
húsið. Mér þykir vænt um að hafa
þjónað í þeim báðum og þegar ég
mun hætta störfum, hvenær sem
það verður, þá verður það gleði
mín að hafa átt þess kost að mega
þjóna á báðum sviðum, því á báð-
um stöðum er maður að þjóna fólk-
inu í landinu. Það er sama hvað
líðu allri hreppapólitík, maður er
að þjóna öllum. Þetta er ein þjóð
með að mörgu leiti með sömu þarf-
ir og við getum ekki verið að sinna
þörfum fáeinna umfram aðra.
Starfið í Dómkirkjunni er því ekki
mjög frábrugðið því sem ég ímynd-
aði mér en ég átti kannski von á
því að það fólk sem væri að starfa
í safnaðarstjórn og í kirkjukórnum
væri svolítið ,,pempíulegra” en því
er alls ekki svo farið, það er ákaf-
lega blátt áfram og eðlilegt.”
Ekki fækkað í
þjóðkirkjunni
- Samkvæmt tölum Hagstofunnar
er að fækka í þjóðkirkjunni en að
aukast í ýmsum öðrum söfnuðum,
eða sértrúarsöfnuðum. Hvað veld-
ur, eru Íslendingar að verða minna
trúaðir eða valda deilur innan kirkj-
unnar þessu að einhverju leiti eða
gagnrýni annara trúarsöfnuða á
þjóðkirkjuna?
,,Staðreyndin er sem betur fer
önnur. Það hefur fjölgað í þjóðkirkj-
unni sl. 10 ár að einu ári undan-
4 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2008
Með góðum félögum í golfi á Urriðaholtsvelli fyrir skömmu. F.v. Þorsteinn Pálsson, Hjálmar Jónsson,
Vilhjálmur Vilhjálmsson og Friðrik Zophusson.
Prestsstarfið togaði alltaf í mig þessi ár sem
ég var á Alþingi en það var algjörlega mín
ákvörðun að hætta þingmennsku, það var
algjörlega á mínum forsendum.
Þykir vænt um að hafa þjónað
bæði í Dómkirkjunni og á Alþingi