Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Side 6

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Side 6
6 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2008 Sérhæfð meðferð á vönduðum fatnaði Kæru viðskiptavinir Sumt breytist, annað ekki. Í kjölfar eigendaskipta og sameiningar Hraða við aðrar hreinsanir tökum við upp nýtt nafn: Þvottahúsið Faghreinsun. Það sem ekki breytist eru gæðin, verklagið og meðhöndlunin á fatnaðinum þínum. Við tókum við góðu búi, mjög hæfu starfsfólki og traustum og góðum viðskiptavinahópi. Við erum mjög þakklátir fyrir allt þetta og leggjum metnað okkar í að halda áfram og gera enn betur. E H F. Sérhæfð meðferð á vönduðum fatnaði Ægisíðu 115 sími 552 4900 Vesturbærinn einna vinsælasta hverfið til búsetu í Reykjavík Vesturbærinn og miðbærinn eru vinsælustu hverfi borgar- innar þegar kemur að búsetu í höfuðborginni samkvæmt könn- un á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga sem unnin var fyr- ir skipulags- og byggingasvið Reykjavíkurborgar árið 2007. Um netkönnun var að ræða og var leitað til um 1.600 borgarbúa og bárust svör frá um 700 þeirra á aldrinum 18 til 75 ára. Þátttak- endur svöruðu 34 spurningum og mátu 29 myndir af húsum og umhverfi út frá búsetuskilyrð- um. Þetta eru sömu niðurstöður og árið 2003 en vinsældir mið- bæjarins hafa þó ekki vaxið mik- ið miðað við aukið framboð nýs húsnæðis þar. Því kann að valda neikvæð umræða um miðbæinn, ekki síst næturlífið þar. Þau hverfi sem hafa mest sótt á síðan 2003 eru Árbær/Grafar- vogur, Kjalarnes og Hlíðarnar. Vatnsmýrin og Úlfarsárdalur eru vinsælustu nýbyggingarsvæð- in, en aðeins 4% aðspurðra nef- ndu Örfirisey. Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur hjá Landráði sf., hafði umsjón með könnuninni. Hann segir í Morgunblaðinu að að vinsældir Vesturbæjarins og mið- bæjarins megi helst rekja til þess að fólk vilji vera í grónu umhverfi, í nánd við miðbæinn, gömlu höfn- ina og háskólastofnanir. Fólk leggi mesta áherslu á fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi. Útsýni, skjól og útivistarmöguleikar eru þá mikilvægustu umhverfisþættirnir. Þegar spurt var hvernig húsnæði vantar helst í borgina svaraði um 25% að það væri lág fjölbýlishús, um 20% nefndi hæðir og því næst komu einbýlishús og raðhús. 79% svarenda í könnuninni búa í eigin húsnæði og 9% hjá foreldr- um eða ættingjum. 71% býr í 3-5 herbergja íbúðum og á um 60% heimila búa tveir eða færri. Fram kemur að flestir sníði sér stakk eftir vexti í húsnæðismálum en flestir vilja hafa sem mest sér, s.s. góðan garð eða stórar svalir, hafa góða aðstöðu til að grilla og vilja ekki heyra í nágrönnunum. Húsnæðisóskir miðaldra og eldra fólks eru mun fjölbreyttari en þeirra sem yngri eru og vill nokk- ur fjöldi þeirra búa í háhýsum. Niðurstöður þessar rannsóknar- innar munu nýtast skipulagsyfir- völdum Reykjavíkur við skipulag nýrra hverfa í borginni í framtíð- inni. Hótel mun rísa á horni Vonarstrætis og Lækjargötu Borgarráð samþykkti tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar Lækjargötu 12 í síðustu viku. Tillagan gerir ráð fyrir að reist verði hótel og bankaútibú í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4B. Gömul verksmiðjubygg- ing á baklóð Vonarstrætis 4B verður fjarlægð og þar reist þrig- gja til fjögurra hæða útbygging fyrir hótelið. Á jarðhæð hótelsins verður veitingastaður og almenn- ingsrými ásamt móttöku en jarð- hæðin verður opin almenningi á daginn og á kvöldin. Inngarður mun bæði nýtast almenningi og gestum hótelsins. Verkefnið er metnaðarfullt og í góðu samræmi við stefnu borgar- yfirvalda um uppbyggingu í mið- borginni sem tengir vel menning- arsögu og atvinnulíf. Eftir að upphafleg tillaga að upp- byggingu á svæðinu var auglýst bárust nokkrar athugasemdir frá íbúum í nágrenninu. Í breyttri til- lögu er komið til móts við athuga- semdirnar, m.a. með þeim hætti að hálf hæð er tekin af bakhúsi til að takmarka ekki birtu og útsýni íbúa við Kirkjuhvol. Dregið verð- ur úr sjónrænum tengslum milli íbúa og hótelsins þar sem engir gluggar verða á jarðhæð hótels í átt að íbúðarhúsum. Veggur út að Kirkjuhvoli hefur verið dreginn töluvert inn á lóð Lækjargötu 12. Gert er ráð fyrir að þar verði útbúinn garður við lóðarmörk í stað þess veggs sem stendur þar í dag. Þannig mun hótelið líta út séð til norðurs eftir Lækjargötunni. Séð yfir Vesturbæinn. Flestir svarendur húsnæðis- og búsetukönnunar völdu Vatnsmýrina og Úlfarsárdal sem álitlegustu kostina þegar kemur að nýbyggingarsvæðum en aðeins 4% Örfirisey. Vinsældir Vesturbæjarins og miðbæjarins má helst rekja til þess að fólk vill vera í grónu umhverfi í nánd við miðbæinn, gömlu höfn- ina og háskólastofnanir. Fólk leggur mesta áherslu á fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi en útsýni, skjól og útivistarmöguleikar eru mikilvægustu umhverfisþættirnir. Á haustdögum mun félagið Matur -saga-menning efna til sýningar um mat og mataræði Reykvíkinga á 20. öld. Sýningin verður til húsa í hjarta miðbæj- arins, Aðalstræti 10, elsta húsi Reykjavíkur og er markmiðið með henni að bjóða Reykvíking- um og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri mat- arsögu höfuðborgarinnar. Vegna undirbúnings sýningar- innar er leitað eftir upplýsingum hjá fólki sem á í fórum sínum gögn um mataræði Reykvíkinga fyrrum, einkum persónulegum heimildum, myndum og matarupp- skriftum frá Reykvíkingum. Sér- staklega gaman væri að fá afnot af myndum úr fjölskylduveislum, skírnarveislum, fermingarveisl- um og brúðkaupsveislum í heima- húsum þar sem maturinn er í forgrunni, búreikningum, matseðl- um frá veitingahúsum og síðast en ekki síst handskrifuðum upp- skriftarbókum allra myndarlegu húsmæðranna í Reykjavík. Einnig væri áhugavert að fá upplýsing- ar um merka frumkvöðla í matar- gerð og þá einstaklinga, sem sett hafa á eftirminnilegan hátt, mark sitt á matarsögu Reykjavíkur. Upplýsingar um sýninguna er að finna á heimasíðu hennar: www.matarsetur.is Reykvíska eldhúsið: Matur og mannlíf í hundrað ár Aðalstræti 10. AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.