Vesturbæjarblaðið - 01.07.2008, Side 15
15VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2008
milli himins og jarðar.
Og einu sinni fórum við Mummi
vinur minn langt út fyrir þau mörk
og tókum að velta fyrir okkur óra-
víddum himingeimsins. Ég man
að þessi óendanleiki var alveg að
gera okkur sturlaða þegar Mummi
bjargaði málunum. Stóð snögg-
lega upp og sagði: „Þetta endar í
vegg” og ég gleymi því seint hve
létt okkur var er við gengum heim
á leið það kvöldið. En skömmu
síðar, svona rétt í þann mund sem
ég var að festa blund það kvöld-
ið, þá var ég svo vitlaus að fara
að velta því fyrir mér hvað væri
handan veggjar og ætlaði aldrei
að geta sofnað. Og enn þann dag
í dag mun próblem þetta ekki
liggja alveg ljóst fyrir meðal helstu
stjarnfræðinga heimsins.
En fótboltinn heillaði mig sem
sagt upp úr skónum og þarna á
túninu átti ég nokkur góð ár þar
til ég endaði eins og allir þarna
sem sýndu sæmileg tilþrif - í KR.
Af barnaskólanámi og KR
Barnaskólaganga mín á er ósköp
klassísk fyrir Vesturbæing, norðan
Hringbrautar. Fyrstu þrjú árin var
ég í gamla Stýrimannaskólanum
við Öldugötu og þrjú hin síðari í
Melaskóla þar sem ég lauk barna-
skólaprófi. Af kennurum mínum
frá þessum árum er mér minnis-
stæðastur Jens Hallgrímsson sem
kenndi mér árin þrjú í Öldugötu-
skólanum, yndislegur maður og
góður kennari. Öldugötuskólinn
var lítill og afskaplega notalegur.
Þar þekkti maður alla og allir þek-
ktu mann.
Melaskólinn var miklu stærri
og ekki eins persónulegur og hlýr.
Mér leið ekki vel í fyrstu í Mela-
skólanum. Við komum þar þrír nýj-
ir strákar inn í 10 ára bekkinn og
var ekki tekið ástúðlega í fyrstu,
svo ekki sé meira sagt. Í dag væri
talað um einelti en hugtakið var
bara ekki fundið upp í þá daga.
En þetta jafnaði sig allt að lokum
og allt er fyrir löngu fyrirgefið. En
eftir á að hyggja er ég ekki í nok-
krum vafa um að það var geta mín
í fótboltanum sem réði mestu um
það að ég náði að samlagast hópn-
um. Margra ára æfingar og keppni
uppi á Landakotstúni komu mér
þarna til bjargar. Tveimur mánuð-
um eftir að ég hóf nám við Mela-
skólann var bekkjarbróðir minn,
núverandi skólastjóri skólans,
Björn Pétursson, jafnan kallaður
Blöffi, búinn að fá mig til að ganga
í KR.
Og í KR áttum við Blöffi eftir
að innbyrða saman marga meist-
aratitlana, jafnt í fótbolta sem
handbolta og þó maður þori vart
að nefna það hér þá unnum við
líka einn ansi sætan titil með
Gróttu. Og enn þann dag í dag
er ég í góðu sambandi við marga
bekkjarfélaga mína í Melaskóla. Í
bekknum mínum voru t.a.m. hann
Blöffi, eins og fyrr segir, og hann
Valli, sonur Guðmundar Jónsson-
ar óperusöngvara, sem borðaði
alltaf hunangskökur í nestistímum
þegar við hin létum okkur nægja
rúgbrauð með kæfu. Þarna voru
líka Páll Baldvin, bókmenntarýnir,
Árný Sveinbjörnsdóttir, jarðfræð-
ingur, Ragnheiður Erla Bjarnadótt-
ir, síðar landsfræg vegna getu sinn-
ar í spurningaþáttum fjölmiðla,
Steingrímur Ari Arason, fv. formað-
ur einkavæðinganefndar, Ingólfur
Hannesson, íþróttafréttamaður,
Sigurbjörn Björnsson, læknir, Sól-
ey Bender, hjúkrunarfræðingur og
Pétur Jóhannesson, verkfræðing-
ur. Þetta var afbragðsbekkur.
Að loknum Melaskólanum fór-
um við svo í Hagaskóla og ég held
að ég geti fullyrt að flest okkar
hafi svo haldið áfram í stúdentinn
og eftir það í framhaldsnám.
Og svo eldist maður, og
dreymir um dolluna!
Eftir heimkomuna frá námi ytra
tók svo brauðstritið við. Fyrstu
sjö árin var ég forstöðumaður
Ljósmyndasafnsins sem við stofn-
uðum saman nokkrir góðir vinir
um 1980. Það safn er nú í góð-
um gír í eigu Reykjavíkurborgar.
Og nú í hartnær tuttugu ár hef
ég svo verið á fullu í bókaútgáfu.
Fyrst sem ritstjóri hjá Erni og
Örlygi og nú með eigin útgáfu,
Skruddu, sem ég á ásamt félaga
mínum Steingrími Steinþórssyni,
sem auðvitað er einnig borinn og
barnfæddur Vesturbæingur. Og
útgáfan hefur að sjálfsögðu aðset-
ur sitt í Vesturbænum, nánar til
tekið úti í Örfirisey.
Og börnin eru tvö, Kolbrún og
Edda, yndislegar og vel lukkað-
ar stúlkur í alla staði enda þótt
mér hafi engan veginn tekist að
vekja áhuga þeirra á boltaíþrótt-
um, hvað þá minni uppáhalds
tómstundaiðju, stangveiði. Í þeim
efnum bind ég hinsvegar miklar
vonir við barnabörnin mín tvö,
Önnu Lenu sem nú er tíu ára og
nafna minn sem nú er á öðru ári.
Og um æskuheimilið á Brávalla-
götunni er það að segja að það er
enn í eigu fjölskyldunnar. Þar býr
móðir mín nú á fyrstu hæðinni,
amma sem orðin er 98 ára á þeirri
annari og Óskar, uppáhaldsfrændi
minn, á þeirri efstu með sinni
góðu konu, Jóhönnu. Kjallaraíbúð-
ina verma svo jafnan einhverjir
blankir námsmenn innan fjölskyld-
unnar. En sjálfur bý ég eins og fyrr
segir í Skólastræti 5, austan Lækj-
ar, en er þó svo heppinn að útsýn-
ið spannar nær einvörðungu það
sem er vestan Lækjar.
Og úr stofunni heima horfi ég ár
hvert á glæsilega flugeldasýningu
KR og hugsa þá ávallt sem svo:
Það getur ekkert komið í veg
fyrir að við hirðum dolluna í bolt-
anum næsta sumar!
Kynnið ykkur raforkuframleiðslu og sjáið einnig skemmtilegar sýningar í Blöndustöð, Kröflustöð,
Laxárstöð, Ljósafossstöð við Sog og Gestastofu Fljótsdalsstöðvar í Végarði.
Stöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Végarður er opinn frá kl. 9-17 alla daga vikunnar.
Heimsókn til Landsvirkjunar er ókeypis.
Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum eru
á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000.
Búrfellsstöð
Sýning á starfi og verkum myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar í tilefni af því
að hann hefði orðið 100 ára á árinu. Lágmyndin á Búrfellsstöð er verk Sigurjóns
og er stærsta lágmynd á Íslandi.
Handhafi Íslensku gæðaverðlaunanna 2007
Sigurjón
Ólafsson
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
11
6
8
•
Lj
ós
m
yn
d
: S
ig
fú
s
P
ét
ur
ss
on
Við systkinin af Brávallagötunni. Einkar samheldinn og skemmtileg-
ur hópur. Ég er þessi hávaxni með skeggið, svo kemur Snorri, þá
Ingólfur og loks Margeir. Systurnar Lilja og Laufey sitja svo eins og
prinsessur í öndvegi.